Borgfirðingabók - 01.12.2004, Page 33
Borgfirðingabók 2004
31
Byggðarmetnaður
og þjóðarmetnaður
Hverjar eru horfur um íslensk byggðamál, og einkum varð-
andi Miðvesturland, eftir um það bil tíu ár ?
Islenska sveita- og þorpasamfélagið er úr sögunni. I stað þess
er hér risið nokkurs konar borgríki, samfélag sem ber mjög
ólík einkenni og lýtur alltöðrum lögmálum.
Islendingar standa nú í róttækri samfélagsbreytingu sem sést
á breytingum í byggðamálum, í búferlaþróun frá landsbyggð-
inni til Suðvesturlands. Samfélagið hefur breytst - frá því að
vera keðja sjálfstæðra héraða, þ.e. félags-, atvinnu- og þjónustu-
svæða, umhverfis landið, - og yfir í að verða borgríki með
miðju á Suðvesturlandi og útstöðvar annars staðar. Þessi samfé-
lagsbylting styðst meðal annars við samgöngubyltingu sem orð-
ið hefur á síðari árum.
Við þessa sannkölluðu samfélagsbyltingu má segja að hér sé
orðin til algerlega ný samfélagsgerð, með ólíkum meginein-
kennum frá því samfélagi sem hér var frá fyrstu tíð. Staða, verk-
efni og hlutverk allra landshluta hefur tekið gjörtækum breyt-
ingum við þetta. Og eftir þetta "nýja landnám" verður staða
Miðvesturlands, Borgarfjarðar og Mýra, allbreytt frá því sem
áður hafði verið og framtíðarhorfur og tækifæri gerbreytast
einnig.