Borgfirðingabók - 01.12.2004, Page 34
32
Borgfirdingabók 2004
Fækkun í sumum greinum og fjölgun í ödrum
Þróunin beinist meðal annars að fækkun fyrirtækja, sam-
runa, hagræðingu og þróunaraðgerðum í atvinnuvegunum.
Þróunin beinist að nýjum þjónustugreinum, en frá hefð-
bundnum framleiðslugreinum. Og samfélagið hefur opnast,
einnig andspænis erlendri samkeppni, og má að sumu leyti
segja að við séum orðin hluti af stærra hagkerfi margra ná-
grannaþjóða. Samrunaferiið í atvinnulífmu er m.a. hluti af
þessu og afleiðing.
Gamalgróin fyrirtæki eru að kveðja. Smásöluverslunum í
Reykjavík hefur á síðari árum fækkað um þriðjung. Heilar iðn-
greinar í höfuðborginni hafa horfið. Fyrirtækjum í þöldamörg-
um greinum er að fækka: tryggingarfélög, bífainnflytjendur,
útgerðarfélög, bókaútgefendur, iðnrekstur, og svo mætti áfram
telja.
Þessi þróun á sér stað um land allt. Utgerðarfélög með
meira en 30 ársverk eru nú aðeins um 40 taisins. Fiskvinnslu-
stöðvar með meira en 60-70 ársverk eru orðnar mjög fáar. Það
eru varla fleiri en um 400 mjólkurbændur sem hafa bústærð til
að standa undir heimili, og sauðfjárrækt er varla til nú orðið
sem aðaltekjulind fjölskyldna yfírleitt. Mjólkurbúum hafði fyr-
ir 2002 fækkað úr i7 í Í0 og sauðfjársláturhúsum úr 58 í 17.
En fyrirtækjum í nýjunr greinum, þjónustugreinum, ráðgjaf-
argreinum, vísinda-, tölvu- og tæknigreinum, hefur fjölgað, og
líka þármálafyrirtækjum. Enn er hér á landi mikið um ein-
yrkja, en nú fjölgar þeim í nýjum sérfræðigreinum um leið og
þeim fækkar í eldri starfsgreinum.
Þessi þróun kemur hart niður á landsbyggðinni, bæði sveit-
um og kaupstöðum. Og ekkert bendir til að þessari þróun sé
að ljúka. Það eru dæmigerðar þéttbýlisgreinar sem vaxa á
kostnað hinna.
Líkleg þróun fram undan
Eftir um það bil áratug bendir margt til þess að ástandið
verði sem nú skal greina:
íslenska borgríkið verður samfellt atvinnu- og þjónustusvæði
frá Hvolsvelli um Suðvesturland og höfuðborgarsvæðið að