Borgfirðingabók - 01.12.2004, Page 38

Borgfirðingabók - 01.12.2004, Page 38
36 Borgfirðingabók 2004 þeirra tómstundahúsa sem eru í héraðinu orðið að misjafnlega varanlegum heimilisstað. Héraðið hefur mjög sterka kosti og möguleika í þessu. Nú á dögum búa einstaklingar og Ijölskyldur ekki öll aðeins á einum stað hver. Það færist í vöxt að menn eigi tvö heimili og jafnvel langar vegalengdir á milli. Til þess að þetta geti þróast og dafnað til góðs þarf að breyta ýmsum lögum og reglum. Til dæmis þarf að gera ráð fyrir að opinber gjöld skiptist milli sveitarfélaga eftir því í hvaða hlutfalli menn haga búsetu og eft- ir því hlutfalli sem fjölskyldur nýta sér samfélagsþjónustu á hverjum stað. Það er nú þegar brýnt hagsmunamál byggðanna á jaðri borgríkisins, þar með talið á Miðvesturlandi, að beita sér fýrir þeim breytingum á samfélagsreglum sem stuðla að tvöfaldri búsetu. Þetta lýtur bæði að því að laða nýtt tekjuhátt eignafólk til búsetu á svæðinu og að hinu að koma í veg fýrir að heima- fólk neyðist til að flytjast brott þótt það leiti sér starfa annars staðar eða einhverjir í fjölskyldunni þurfi að leita á önnur mið. Annad hvort aftur á bak - ellegar nokkud á leíd I þessum landshluta dugar ekki að halda áfram að hugsa gamlar hugsanir. Það dugar ekki að hugsa til þess að halda óbreyttum störfum. Borgarnes er nú í svipaðri stöðu og Bifröst var fýrir einum og hálfum áratug: Annað hvort finna menn ný úrræði eða staðnum verður lokað. Rétt er að nefna í þessari sömu andrá til dæmis að alls kon- ar fræðslustörf verða umsvifamikil í framtíðinni, regluleg skólastarfsemi, afþreyingar- og tómstundanámskeið, útivist, íþróttir og heilsurækt, endurmenntun og símenntun. Og menn munu í vaxandi mæli finna slíkri starfsemi staði á útjöðr- um borgríkisins. Það er líklegt m.a. að útlendingar vilji leita að slíku hér. Þessari starfsemi fýlgir ótrúlega mikil og fjölbreytileg þjónusta. Menntastarfsemi er reyndar nú þegar orðin einn um- svifamesti atvinnuvegurinn á Miðvesturlandi. I fræðslustarf- semi eru mikil sóknarfæri hér um slóðir. Því má bæta við að fyrir nokkrum árum voru kannaðir möguleikar á rekstri alþjóðlegra heilsustofnana hér í héraðinu. Líklega eru ýmsir möguleikar í slíku sem vert er að skoða.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Borgfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.