Borgfirðingabók - 01.12.2004, Page 39
Borgfirðingabók 2004
37
Ýmislegt í menntastarfseminni getur vel tengst ferðamanna-
þjónustu, t.d. ferðaþjónusta sem tengist fræðslu um sögu, bók-
menntir og menningu, eða um náttúrufræði, útivist, jarðfræði,
hafstrauma, gróðurfar og annað af slíkum toga.
Þær miklu breytingar sem hér er fjallað um verða ekki allar
í einu vetfangi. Og til þess að þær nái að þroskast þarf meðal
annars ný átök í fræðslumálum og starfsþjálfun. Að mörgu leyti
er árangursrík fræðslustarfsemi forsenda þess að þróunin geti
haldið áfram og nýtt samfélag nái að dafna. Margir þurfa að
skipta um störf og þurfa á nýrri fræðslu og þjálfun að halda, og
nýjar kynslóðir þurfa fræðslu við hæfi nýrra tíma. Fræðsluat-
vinnuvegurinn er í raun undirstöðuatvinnuvegur nútímasam-
félags og nútíma-atvinnulífs. Til fræðslumálanna verður að
gera kröfur sem hæfa þessu mikilvæga undirstöðuhlutverki.
Jaðarinn eftirsóttur
Það skal ítrekað enn að þetta hérað verður innan borgríkis-
ins, á jaðri þess og getur því notið þróunarinnar og þarf ekki
að gjalda hennar. En það verður aðeins með nýjum úrræðum.
Það dugar til dæmis engan veginn að sveitarstjórnarmenn eða
embættismenn og sérfræðingar einir fjalli um þessi mál. Það
verður alltaf að muna að taka peningamennina með frá byrjun
því að án þeirra verður ekkert gert.
Þess má vænta að eftir áratug verði tekið að gæta þeirra
fólksflutninga innan borgríkisins sem einkennast af því að all-
ir sem vettlingi geta valdið sækja burt frá miðjunni og út á
jaðrana. Það verður talið efdrsóknarvert að geta búið á jaðrin-
urn, í sæmilegu næði um leið og menn taka þátt í atvinnustarf-
semi, menningar- og félagslífi borgríkisins. Varðandi Miðvest-
urland er hér enn komið að þróun í tvöfaldri búsetu.
I þessu efni beinist athygli þá að væntanlegum samgöngu-
bótum. Rætt hefur verið um nýja sundabraut sem tengi Reykja-
vík og Kjalarnes á nýjan hátt yfir Gufunes eða Geldinganes og
Alfsnes og yfir Kollafjörð utanverðan. Þá hefur verið rætt um
veg-rið um miðbik Kjalarness, frá Esjubergi og vestur að Arnar-
hamri, og ekki síður á mikilvægum köflum undir Hafnarfjalli
og í Melasveitinni. Enn fremur hefur verið rætt um framtíðar-