Borgfirðingabók - 01.12.2004, Page 54
52
Borgfirðingabók 2004
sem birtist nýverið (Kristinn Haukur Skarphéðinsson & Einar
Þorleifsson 1998).
Allmargar tegundir hafa numið land í Borgarfirði og orðið
algengar: jaðrakan um 1920, skúfönd og hettumáfur um svip-
að leyti, stari upp úr 1970 og síðast en ekki síst sílamáfur en
hann er nú algengasti máfurinn á svæðinu. Þessi máfur varp
áður í þúsundatali á Akrafjalli, en hefur að mestu leyti flutt sig
á láglendi við Grundartanga og í grennd við Alftanes á Mýrum.
Frá náttúrunnar hendi var Mýrasýsla óvenju votlend og
Borgarjarðarsýsla raunar einnig. Talið er að fyrir framræslu
hafi mýrlendi á láglendi verið um 700 ferkílómetrar í þessum
sýslum (Hlynur Oskarsson 1998). Nú eru á þessu svæði einung-
is 128 ferkílómetrar af óröskuðu mýrlendi eða 18%, og þá að-
allega á Mýrum, en búið er að raska verulega og ræsa fram
mestallt mýrlendi í uppsveitum. Framræsla mýrlendis hefur
rýrt búsvæði margra votlendisfugla og sá ósiður að „hleypa úr“
vötnurn hefur komið niður á borgfirsku andríki.
Tveir nýir lcindnemar: brandönd og glókollur
Síðan 1990 hafa þrjár fuglategundir náð öruggri fótfestu hér
á landi og hafa tvær þeirra orðið tiltölulega algengar á stuttum
tíma: brandönd - er algengust í Borgarfirði - og glókollur, sem
verpur nú skógræktarreitum víða um land, en er algengastur í
Borgarfirði, suðvestanlands og á Héraði. Sú þriðja, svartþröst-
ur, verpur strjált og aðallega í Reykjavík og nágrenni. Allt eru
þetta tiltölulega algengir varpfuglar í Evrópu og jafnframt al-
gengir flækingsfuglar hér á landi.
I júlí 1992 sá þýskur ferðamaður, Karl Westermann að nafni,
brandandarpar með unga við ósa Andakílsár í Borgarfirði.
Menn höfðu orðið varir við þessa fugla á svæðinu um vorið en
varpið kom mönnum í opna skjöldu, enda hafði brandönd að-
eins einu sinni áður fundist með unga hér á landi, en það var
í Eyjafirði sumarið 1990. Það er skemmst frá því að segja að
brandendur hafa orpið árlega í Borgarfirði allar götur síðan og
fuglunum fjölgað jafnt og þétt og þeir orpið allvíða við fjörð-
inn. Höfuðstöðvar þeirra hafa ávallt verið á því svæði þar sem
brandendurnar sáust fyrst en þeirra hefur víða orðið vart við
sjávarvoga frá Grunnafirði vestur í Akraós. Brandendur hafa