Borgfirðingabók - 01.12.2004, Page 54

Borgfirðingabók - 01.12.2004, Page 54
52 Borgfirðingabók 2004 sem birtist nýverið (Kristinn Haukur Skarphéðinsson & Einar Þorleifsson 1998). Allmargar tegundir hafa numið land í Borgarfirði og orðið algengar: jaðrakan um 1920, skúfönd og hettumáfur um svip- að leyti, stari upp úr 1970 og síðast en ekki síst sílamáfur en hann er nú algengasti máfurinn á svæðinu. Þessi máfur varp áður í þúsundatali á Akrafjalli, en hefur að mestu leyti flutt sig á láglendi við Grundartanga og í grennd við Alftanes á Mýrum. Frá náttúrunnar hendi var Mýrasýsla óvenju votlend og Borgarjarðarsýsla raunar einnig. Talið er að fyrir framræslu hafi mýrlendi á láglendi verið um 700 ferkílómetrar í þessum sýslum (Hlynur Oskarsson 1998). Nú eru á þessu svæði einung- is 128 ferkílómetrar af óröskuðu mýrlendi eða 18%, og þá að- allega á Mýrum, en búið er að raska verulega og ræsa fram mestallt mýrlendi í uppsveitum. Framræsla mýrlendis hefur rýrt búsvæði margra votlendisfugla og sá ósiður að „hleypa úr“ vötnurn hefur komið niður á borgfirsku andríki. Tveir nýir lcindnemar: brandönd og glókollur Síðan 1990 hafa þrjár fuglategundir náð öruggri fótfestu hér á landi og hafa tvær þeirra orðið tiltölulega algengar á stuttum tíma: brandönd - er algengust í Borgarfirði - og glókollur, sem verpur nú skógræktarreitum víða um land, en er algengastur í Borgarfirði, suðvestanlands og á Héraði. Sú þriðja, svartþröst- ur, verpur strjált og aðallega í Reykjavík og nágrenni. Allt eru þetta tiltölulega algengir varpfuglar í Evrópu og jafnframt al- gengir flækingsfuglar hér á landi. I júlí 1992 sá þýskur ferðamaður, Karl Westermann að nafni, brandandarpar með unga við ósa Andakílsár í Borgarfirði. Menn höfðu orðið varir við þessa fugla á svæðinu um vorið en varpið kom mönnum í opna skjöldu, enda hafði brandönd að- eins einu sinni áður fundist með unga hér á landi, en það var í Eyjafirði sumarið 1990. Það er skemmst frá því að segja að brandendur hafa orpið árlega í Borgarfirði allar götur síðan og fuglunum fjölgað jafnt og þétt og þeir orpið allvíða við fjörð- inn. Höfuðstöðvar þeirra hafa ávallt verið á því svæði þar sem brandendurnar sáust fyrst en þeirra hefur víða orðið vart við sjávarvoga frá Grunnafirði vestur í Akraós. Brandendur hafa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Borgfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.