Borgfirðingabók - 01.12.2004, Blaðsíða 55
Borg/irdingabók 2004
53
auk þessa orpið reglulega við Eyjafjörð, á Sléttu og Suðaustur-
landi. Þær halda sig fyrst og fremst á leirum, einkum þar sem
lækir og ár falla til sjávar og djúpar rásir myndast í mjúkan
botninn.
Brandendur eru ákaflega skrautlegar, og ólíkt öðrum önd-
um eru kynin keimlík og annast báðir foreldrar uppeldi ung-
anna. Þær kjósa að verpa í holum eða undir húsum og pöllum
og því þarf að umgangast af varfærni þá varpstaði sem eru í
grennd við mannabústaði. Brandendur sjást oft í grennd við
Borgarnes, bæði í Borgarvogi og eins á leirunum Borgarfjarð-
armegin. Steggurinn er ívíð stærri og þekkist á stórum fag-
urrauðum hnúð við rætur goggsins.
Þegar Sunnuborgin frá Grindavík var stödd í niðaþoku í
Berufjarðarál, 30 sjómílur frá landi hinn 5. október 1995 fyllt-
ist báturinn skyndilega af litlum, gulum fuglum. Þeir settust
alls staðar þar sem þeir gátu tyllt niður sínum smáu tám; nokkr-
ir fóru meira að segja inn í brú og settust þar á hillur, tæki og
jafnvel menn er voru þar að störfum! Skipverjar þekktu fugl-
ana ekki en höfðu samband við Náttúrufræðistofnun Islands
þar sem Olafur Karl Nielsen nafgreindi fuglana þegar á lýsing-
unni. Þetta reyndust vera glókollar, minnsta fuglategund í Evr-
ópu. Næstu daga bárust fregnir að glókollum víða um land.
Þegar þær komu allar saman, reyndist þetta vera mesta
„glókollaganga" sem borist hafði til landsins, en þessi tegund
hafði verið þekkt hér sem flækingur um langa hríð. Talið er að
glókollar hafí fljótlega sest að í Hallormsstaðaskógi og senni-
lega orpið þar frá 1996. Þeirra varð einnig vart næstu árin á
Suðvesturlandi, en fyrst í Borgarfirði haustið 1999; þá sáust
hópar við Laxfoss og í Skorradal. Það var svo sumarið 2000 að
glókollar fundust fyrst verpandi með vissu á síðarnefnda staðn-
um, og eftir það hafa þeir fundist víða í Borgarfirði, en eru þó
algengastir í skógræktarreitunum í Skorradal. Náttúrufræði-
stofa Vesturlands í Stykkishólmi fylgist nú með framgangi fugl-
ana í þessum landshluta. Af þeim um það bil 15 tegundum
fugla sem numið hafa hér land á síðastliðinni öld hefur enginn
náð jafnöruggri fótfestu á svo skömmum tíma sem glókollur.
Þrátt fyrir smæð eru glókollar harðgerir og virðast eiga auð-
velt með að lifa hér af veturinn, svo fremi þeir hafi nóg að bíta
og brenna. Sitkalúsin og önnur óværa á barrtrjám hefur reynst