Borgfirðingabók - 01.12.2004, Síða 72

Borgfirðingabók - 01.12.2004, Síða 72
70 Borgfirdingabók 2004 Góðan daginn - hér er ég - sjáðu mig. Veiðiköttur vígalegur - of langt mál að skýra frá því öllu. Hann hafði fyrir sið að reyna að sýna húsbændum veiði sína. Það reyndist honum dálítið erfitt þegar hann veiddi stóru öndina á Hvanneyrarengjunum hérna um vorið, en hafðist þó. Heimilissamfélaginu bættist smáhvolp- ur þegar Gervi var nokkuð við aldur og leit hann þetta smá- kvikindi með blendnum svip. Kópur litli taldi sig hafa fundið leikfélaga - vildi elta á honum skottið. Hlaut að launum þunga löðrunga svo hann kútveltist. Klónum þó ekki beitt. Ef aðvíf- andi komu ókunnir hundar og vildu sýna Kóp yfirgang gekk Gervi fram fyrir skjöldu vígalegur og ógnandi - lét þessa flæk- inga vita með hvæsi og klóm að þennan hvolp skyldu þeir al- deilis láta í friði. Hann sæi sjálfur um uppeldi hans. Síðar deil- du þeir Kópur sama bóli. Að báðum gengnum hvíla þeir hlið við hlið í garðinum mínum. Barnabörnin sungu yfir moldum þeirra á íslensku og dönsku og lögðu blóm á leiðin. Frásagnir úr eldri ritum Mýbitið við Skorradalsvatn Við neðri enda Skorradalsvatns er mýbit mikið. Áður var þetta ekki svo; þá var mývargurinn allur við innri enda vatns- ins. Þótti að því mikið mein, og fengu því Fram-Skorrdælir kunnáttumann einn til þess að losa sig við mýið. Hann kom því öllu fyrir í eski einu og sagði, að fara skyldi með það upp á Miðfitjar á Skarðsheiði og þar skyldi mýinu sleppt. Var fenginn strákur einn til þessarar farar, en ekki var honum sagt, hvað í eskinu var. En þegar hann var kominn niður í dalinn, greip hann forvitni svo mikil, að hann opnaði eskið og gaus þá mýið upp úr því, og síðan hefir það verið þar við vatnsósinn og þykir hinn mesti ófögnuður, sem von er til (Sögn Asgeirs Sigurðssonar á Reykjum í Lundarreykjadal) Raubskinna IV. hefti 1940, bls. 113.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Borgfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.