Borgfirðingabók - 01.12.2004, Qupperneq 82
80
Borgfirdingabók 2004
og fjármálsvið starfar náið með bæjarstjórn og bæjarráði auk
þess sem þjónustufulltrúi starfar með landbúnaðarnefnd.
Rekstur bæjarskrifstofu er umfangsmesti liðurinn í starfsemi
sviðsins. Starfsmenn bæjarskrifstofu eru átta í rúmlega sex
stöðugildum; bæjarstjóri, bæjarritari, sem er forstöðumaður
sviðsins, aðalbókari, launafulltrúi, afgreiðslufulltrúar, þjón-
ustufulltrúi dreifbýlis og starfsmaður kaffistofu.
Fjölskyldusvið hefur umsjón með félagslegri þjónustu sveit-
arfélagsins, en helstu verkefni hennar eru þjónusta við aldraða
og fatlaða, sérfræðiþjónusta við leik- og grunnskóla, félagsleg
ráðgjöf ogjafnréttismál. Fjölskyldusvið heyrir undir félagsmála-
nefnd. AIls eru tæplega sjö stöðugildi á fjölskyldusviði: félags-
málastjóri sem veitir sviðinu forstöðu, sálfræðingur, forstöðu-
maður félagsstarfs aldraðra og starfsmenn við heimilishjálp.
Auk þessu eru nokkrir lausráðnir starfsmenn við félagsþjónust-
una í tímavinnu.
Tæknideild Borgarbyggðar hefur umsjón með tæknilegum
framkvæmdum sveitarfélagsins. Einnig hefur tæknideild um-
sjón með viðhaldi á öllum fasteignum sveitarfélagsins og gatna-
kerfi. Þá hefur deildin umsjón með vatnsveitu, fráveitu, sorp-
málum og opnum svæðum í sveitarfélaginu. I árslok 2003 lét
Borgarbyggð af rekstri Vatnsveitu í Borgarnesi og við þeim rek-
stri tók Orkuveita Reykjarvíkur, en Borgarbyggð er eignaraðili
að orkuveitunni. Orkuveitan mun á árinu 2004 hefja fram-
kvæmdir við lagningu nýrrar vatnsveitu frá Grábrókarhrauni til
Borgarness. Þessi veita mun nýtast bæði þéttbýlinu á Bifröst
sem og Borgarnesi auk frístundasvæða og þeirra býla sem eru
staðsett meðfram lögninni. Tæknideild starfar með umhverfis-
og skipulagsnefnd sveitarfélagsins. A tæknideild starfa þrír
starfsmenn, bæjarverkfræðingur, sem er forstöðumaður deild-
arinnar, byggingafulltrúi og starfsmaður eignasjóðs sem hefur
aðsetur i Grunnskóla Borgarness og sinnir auk þess húsvörslu
þar.
Fræðslu-, menningar- og tómstundasvið hefur umsjón með
starfsemi grunn- og leikskóla, tónlistarskóla, íþrótta- og tóm-
stundastarfi, starfsemi félagsheimila og safna. Sviðið starfar
með fjórum nefndum: fræðslunefnd, tómstundanefnd, menn-
ingarmálanefnd og skóla- og rekstrarnefnd Varmalandsskóla.
Undir sviðið heyrir rekstur fjölmargra stofnana og heldur for-