Borgfirðingabók - 01.12.2004, Page 86
84
Borgfirdingabók 2004
Borgarfjarðarsveit
Borgarfjarðarsveit telur í dag tæplega 700 íbúa og er öll lög-
bundin þjónusta til staðar í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið rek-
ur tvo grunnskóla, á Hvanneyri og Kleppjárnsreykjum, og tvo
leikskóla, á Hvanneyri og við Reykholt. Aðalþéttbýlisstaðir
sveitarfélagsins eru á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og í Reyk-
holti.
Vinna við aðalskipulag fyrir Borgarfjarðarsveit 2004-2016
stendur nú yfir og lýkur þeirri vinnu á þessu ári. Aðalskipulag
er framtíðarstefnumótun sveitarfélagsins, svo sem þéttbýlis-
myndun, frístundabyggð, göngu- og reiðleiðir, vegir, vatns-
verndunarsvæði o.s.frv.
A síðasta ári tók sveitarfélagið í notkun nýtt skrifstofuhús-
næði á Hvanneyri og var myndað einkahlutafélagið Hvannir
ehf. utan um þann rekstur, en hlutafé er allt í eigu Borgarfjarð-
arsveitar. Þær stofnanir sem flutt hafa starfsemi sína í nýja
skrifstofuhúsnæðið á Hvanneyri eru Búnaðarsamtök Vestur-
lands, en þau keyptu hluta af neðstu hæð hússins, Framleiðni-
sjóður landbúnaðarins, Vesturlandsskógar, Landssamband
kúabænda, Vesturlandsdeild Veiðimálastofnunar, héraðssetur