Borgfirðingabók - 01.12.2004, Page 92
90
Borgfirdingabók 2004
28. janúar 2004 samþykkti hreppsnefnd að láta fara fram
skoðanakönnun um sameiningarmál meðal hreppsbúa eftir að
hafa móttekið bréf frá Borgarfjarðarsveit dagsett 19. janúar
2004.
Atkvæðaseðlar voru sendir út til 43 íbúa sem kosningarétt
höfðu. 35 seðlar skiluðu sér og féllu atkvæði þannig:
Valkostur A. Hreppsnefnd Skorradalshrepps á að taka þátt í
sameiningarviðræðum við Borgarfjarðarsveit, Borgarbyggð og
Hvítársíðu, fékk 19 atkvæði sem besti kostur, ekkert atkvæði
sem næstbesti kostur og 13 atkvæði sem versti kostur.
Valkostur B. Hreppsnefnd Skorradalshrepps á að óska eftir
viðræðum við hreppa sunnan Skarðsheiðar, fékk 2 atkvæði sem
besti kostur, 21 atkvæði sem næstbesti kostur og 6 atkvæði sem
versti kostur.
Valkostur C. Hreppsnefnd Skorradalshrepps á að halda að
sér höndum og leitast við að sveitarfélagið verði áfram sjálf-
stætt, verði þess kostur, fékk 12 atkvæði sem besti kostur, 7 at-
kvæði sem næstbesti kostur og 9 atkvæði sem versti kostur.
Þegar þessi niðurstaða lá fyrir var Borgarbyggð, Borgarfjarð-
arsveit og Hvítársíðuhreppi sent bréf og óskað eftir að taka þátt
í sameiningarviðræðum, og í framhaldi af því hefur Skorra-
dalshreppur tilnefnt fulltrúa í allar þær nefndir sem búið var
að stofna í tengslum við sameiningarmálin.
I sameiningarnefnd eru Agúst Arnason og Davíð Pétursson.
I stjórnsýslu- og fjármálanefnd Davíð Pétursson. I skipulags- og
byggingarnefnd o.fl. Pétur Davíðsson. I nefnd um skóla- og
fjölskyldumál Fjóla Benediktsdóttir.
Kynningarmál/Stadardagskrá
A fundi sem haldinn var 10. mars 2004 mætti Ragnhildur
HelgaJónsdóttir vegna Staðardagskrár 21. Kynnti hún verkefni
fyrir fámenn sveitarfélög. I framhaldi af þessari kynningu var
samþykkt af sveitastjórn að Skorradalshreppur yrði þátttakandi
að Olafsvíkuryfirlýsingunni um Staðardagskrá 21.
Var staðardagskrárnefnd kosin, sem starfar með hrepps-
nefnd og undir handleiðslu Ragnhildar Helgu Jónsdóttur. í
nefndinni eru Helena Guttormsdóttir, Ardís Dögg Orradóttir
og Hulda Guðmundsdóttir.