Borgfirðingabók - 01.12.2004, Page 100
98
Borgfirdingabók 2004
syni. Þau standa enn hnarreist og hýsa skólastarf á Hvanneyri,
en auk þess er þar að finna staðfestingu hinna liðnu tíma bæði
í safngripum Búvélasafnsins og í handverki því sem boðið er
fram í Ullarselinu.
Umhverfis þessa sterku staðarmynd risu svo nýrri byggingar.
Kennsluhúsnæði og heimavistir, nemendagarðar, rannsóknar-
húsnæði og skólahúsnæði leik- og barnaskóla auk vaxandi
íbúðabyggðar. Nýbyggingar rísa enn á hverju ári, nýbúið er að
taka tvo nemendagarða í notkun og nýir eru í byggingu. Þá
hefur sveitarfélagið byggt mikla byggingu á Hvanneyri, eins
konar fræðasetur fyrir stofnanir sem íyrst og fremst þjóna ís-
lenskum landbúnaði. Nýtt kennslu- og rannsóknafjós skólans
verður tekið í notkun í vor og gamla fjósinu á bæjarhlaðinu
fundið nýtt hlutverk. Sauðfjárbú er rekið í samvinnu við RAUA
á bænum Hesti. Verklegt nám skipar enn stóran sess í starfi
nemenda.
Saman mynda þessar byggingar heildstæðan starfsvettvang.
Ekki bara nemenda, kennara og annars starfsfólks við skólann,
heldur líka annarra stofnana sem hafa flutt starfsemi sína eða
hluta hennar að Hvanneyri. Má þar nefna RALA, Vesturlands-
skóga, Landgræðslu ríkisins, Hagþjónustu og Lramleiðnisjóð
landbúnaðarins, Búnaðarsamtök Vesturlands, Landssamband
kúabænda og Vesturlandsdeild Veiðimálastofnunar ríkisins,
auk ýmissa fyrirtækja sem hafa starfsemi á Hvanneyri.
Hin mikla efling fræðasamfélagsins ásamt nánu samstarfi við
fjölmargar stofnanir og fýrirtæki hefur gert mögulegt að auka
fjölbreytni í námsframboði. Viðfangsefnið er ennþá fræðsla
um íslenskan landbúnað, en nú í víðasta skilningi þess orðs.
Ljallað er um hefðbundinn búskap, landgræðslu, skógrækt,
umhverfismál, lífræna ræktun, landslagshönnun og skipulag,
svo nokkuð sé nefnt.
Nú eru boðnar fram fjórar námsbrautir í háskólanámi og
unnt að ljúka bæði grunnnámi og framhaldsnámi á þeim öll-
um. Nýjasta brautin hefur göngu sína í haust, það er þriggja
ára nám til BS gráðu í skógfræði, sem nú verður til staðar á Is-
landi í fyrsta sinn sem heildstætt nám. Aðrar háskólanáms-
brautir skólans eru búvísindabraut, landnýtingarbraut og um-
hverfisskipulagsbraut. Það nám sem boðið er á Hvanneyri er
ekki í boði við aðra háskóla hér á landi.