Borgfirðingabók - 01.12.2004, Page 102
100
Borgfirdingabók 2004
um landsvæði sem sveitarfélagið fær til umráða vegna umsvifa
sinna. Þegar hefur verið hafist handa við að vinna eftir hinu
nýja skipulagi bæði með gatnagerð og byggingum.
Veruleg fólksfjölgun hefur átt sér stað á undanförnum árum
og er það bæði vegna eflingar starfsemi skólans og aukningar
annarra verkefna á Hvanneyri. Þar vinna, nema og búa nú um
350 manns og er allt útlit fyrir enn frekari fólksfjölgun. Hvann-
eyri, sem fyrir fáum áratungum var dæmigerður skólastaður í
dreifbýli, er nú orðin að fræðasamfélagi á sviði landbúnaðar.
Magnús B. Jónsson rektor
og Guðrún Jónsdóttir uppljsingafulltrúi.
Árbók
Feróafélags Islands
um Borgarfjaróarhérad
(Ritfregn)
Þegar Borgfirðingabók var að
verða búin til prentunar barst rit-
stjóra í hendur árbók Ferðafélags
Islands 2004. Meginefni ritsins er
um Borgarfjarðarhérað milli
Mýra og Hafnarfjalla eftir Freystein Sigurðsson, en ljós-
myndir eru eftir Björn Þorsteinsson. Arbókin er um 350
bls., þar af um 340 bls. um meginefni hennar. Nánar tiltek-
ið er í bókinni fjallað um ,,Borgarfjarðarfiérað frá Hafnar-
fjalli og Skarðsheiði í suðri og vestur fyrir Norðurá, Hvítá og
Borgarfjc'irð í vestri“, svo sem segir í inngangsorðum höf-
undar. I bókinni er fjöldi uppdrátta og þó miklu fleiri ljós-
myndir, allar í lit, margar gullfallegar. Ritið er innbundið.
Kápumynd hannaði Edda Oskarsdóttir. Ritstjóri árbókar
Ferðafélags Islands er Hjalti Kristgeirsson.
Arbókin er hið eigulegasta rit.
Ferðafélag íslands
árbók 2004
Borgarfjarðarhérað
milli Mýra og Hafnarfjalla