Borgfirðingabók - 01.12.2004, Side 121
Borgfirðingabók 2004
119
Islandsklukkan leikin: Þorvaldur Brekkukoti, Ragna Hvanneyri, Kolbrún
Deildartungu, Magnús Gilsbakka ogjón Haukagili
Félag aldraðra
í Borgarfjarðardölum
Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum (FAB) starfar í sveitum
Borgarfjarðarsýslu innan Skarðsheiðar og Hvítársíðuhreppi,
en hefur auk þess lengst af átt fleiri eða færri félagsmenn í öðr-
um sveitum Mýrasýslu. Félagar eru nú 74.
Starfsemi FAB hefur verið í svipuðu formi frá stofnun þess
1991. Fundir til gagns og skemmtunar eru nálægt því mánað-
arlega yfir vetrarmisserið (voru fimm á árinu 2003), haldnir til
skiptis í Brautartungu, Brúarási, Brún og Logalandi. Þar ber á
góma hagsmunamál og réttindi aldraðra, m.a. flutti formaður
Landssambands eldri borgara, Benedikt Davíðsson, erindi um
þau á aðalfundi 2003. Oft er höfð um hönd einhver skemmt-
un og nefnd valin til að nndirbúa slíkt fyrir flesta fundi. Er þá
einatt farið með eitthvert frumsamið efni, raktar minningar,
sagt frá horfnum þjóðháttum, atburðasögur af þjóðsagnatagi
og ferðasögur, gamlar og nýjar, farið meö kveðskap og fleira.
Þessu efni og öðru frumsömdu, sem félagsmönnum er útfalt,
er haldið saman í einum stað og kallað Gullastokkur FAB.
Samskipti eru nokkur við önnur félög jafnaldranna, skipzt á
heimsóknum við nágranna í Borgarnesi og á Akranesi, farið