Borgfirðingabók - 01.12.2004, Page 123
Borgfirdingabók 2004
121
manns. Allt var
þetta að þakka vel-
vild og fyrirgreiðslu
húsráðenda í Hótel
Reykholti, Óla Óla-
sonar og Steinunn-
ar Hansdóttur, sem
léðu veitingasal hót-
elsins endurgjalds-
laust til fyrirtækis-
ins.
Þetta tiltæki og
raunar hitt sem
nefnt var fyrr,
Gullastokkur og ör-
nefnaendurskoðun,
er sprottið af löng-
un félagsmanna til
að leggja rækt við
menningarerfð sína
og halda frá
glatkistunni, tengja
saman fortíð og nú-
tíð. „An fræðslu
þess liðna sést ei
hvað er nýtt“. Engin
kynslóð hefur þurft að bera ábyrgð á að brúa þvílíka gjá í þjóð-
menningunni sem við. Því gladdi það okkur, hve margir lögðu
leið sína á sýninguna, en ekki þó sízt að skólastjóri og kennar-
ar Kleppjárnsreykjaskóla komu með alla nemendur sína að
skoða hana. Það var einmitt fólkið sem þurfti að ná til.
Félagið er í Landssambandi eldri borgara (LEB). 1. hefti
tímarits sambandsins „Listin að lifa“ í ár er að hluta helgað fé-
laginu og viðtölum ritstjóra við félagsmenn.
Stjórn félagins skipa nú: Þorsteinn Pétursson formaður, kos-
inn 2003 í stað Þórunnar Eiríksdóttur, sem verið hafði formað-
ur í sex ár, Árni Theódórsson ritari og Ingvar Ingvarsson gjald-
keri.
Líkan af gamla bænum í Reykholti, gert af Jóni
Þórissyni. Hann er nú látinn. Veggteppi eftir
eiginkonu hans, Halldóru Þorvaldsdóttur. Hall-
dóra og Jón bjuggu í Reykholti og par á hún enn
heima. Myndin erfrá sýningu FAB í Reykholti.
Magnús Sigurðsson Gilsbakka.