Borgfirðingabók - 01.12.2004, Page 127
Borg/irdingabók 2004
125
Samband borgflrskra kvenna
Aðalfundur sambandsins var haldinn í mars 2003.
Kristín Gunnarsdóttir formaður gerði þar grein fyrir helstu
viðfangsefnum stjórnar sambandsins.
Formannafundi Kvenfélagasambands Islands var boðið til
veislu á Varmalandi í nóvember 2002, og var það skemmtileg
kvöldstund.
Á sl. hausti var hugað að því hvernig sambandið gæti komið
af stað umræðu um átröskun en ákveðið að bíða aðeins og sjá
hvort umræða um þetta mál yrði einhver.
Stjórnin ákvað að fela Dvalarheimilinu í Borgarnesi varð-
veislu tveggja stórra blómavasa og einnar myndar frá Græn-
landi sem sambandinu hefur áskotnast einhvern tíma í áranna
rás. Einnig ákvað stjórnin að fara með 7 bækur um störf liinna
ýmsu sambanda og kvenna á héraðsbókasafnið til varðveislu og
notkunar og var þessum bókurn ákaflega vel tekið. Til stendur
einnig að fara með kassa af Húsfreyjunni á héraðsbókasafnið.
Orlofsnefnd sambandsins efndi til ferðar um Vestfirði og
Strandir um Jónsmessu 2002 .
Fram kom að fjárhagsstaða sambandsins er bærileg.
I Sambandi borgfirskra kvenna eru 12 kvenfélög: Kvenfélag
Álftaneshrepps, Hraunhrepps, Borgarness, Staflioltstungna,
Þverárhlíðar, Hvítársíðuhrepps, Hálsasveitar, Reykdæla, Lund-
dæla, Kvenfélagið 19. júní í Andakíl og að hluta í Skorradal,
Kvenfélagið Grein í Leirár- og Melahreppi og Kvenfélagið Lilja
á Hvalfjarðarströnd.
Fulltrúar félaganna lásu skýrslur félaga sinna og sögðu frá
starfinu. Störf félaganna eru ótrúlega fjölbreytt og má segja að
fátt sé kvenfélögunum óviðkomandi.
Núverandi stjórn Sambands borgfirskra kvenna er þannig
skipuð (kosin á aðalfundi 15. mars 2004); Formaður Ásthildur
Thorsteinsson, ritari Þuríður Guðmundsdóttir, gjaldkeri Ásdís
Geirdal, meðstjórnendur Halldóra Ingimundardóttir og Sig-
rún Sólmundardóttir.
Kristín Gunnarsdóttir Lundi.