Borgfirðingabók - 01.12.2004, Page 128

Borgfirðingabók - 01.12.2004, Page 128
126 Borgfirdingabók 2004 Tónlistarfélag Borgarfjarðar Tónlistarfélag Borgarfjarðar starfar eins og nafnið gefur til kynna í Borgarfirði, og félagar þess eru úr sveitarfélögunum norðan Skarðsheiðar. Upphaf félagsins er rakið til þess árið 1965, að Asgeir Péturs- son þáverandi sýslumaður Mýra- og Borgarþarðarsýslu fól Friðjóni Sveinbjörnssyni, Hirti Þórarinssyni og Jakobi Jónssyni að koma því starfí á, sem auka myndi fjölbreytni í tónlistarlífi héraðsins, og var þar á meðal nefnt tónleikahald. Auk þess að stofna til tónleika í nafni Tónlistarfélags Borgarfjarðar, þeirra fyrstu árið 1966, stofnuðu þeir Tónlistarskóla Borgarfjarðar, og er stofnár hans talið 1967. Strax mótaðist sú stefna að stjórn félagsins sæi um fjárreiður og tónleikahald, og voru félagsmenn einungis kallaðir til að mæta á tónleika og ekki á aðra félagsfundi. Þessi hefð hefur viðhaldist, og hefur stjórnarseta meira gengið á milli fólks en að til félaga væri leitað um kjör á því. I stjórn sitja núna, Anna Guðmundsdóttir, Jónína Eiríksdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Steinunn Ingólfsdóttir. Stjórnin reynir eftir bestu getu að kynna vetrardagskrá að hausti og fylgja hverjum tónleikum vel eftir með kynningum í helstu fréttamiðlum og með dreifibréfum. Að hausti 2003 var gefinn út þríblöðungur, sem sendur var á öll heimili í héraðinu, norðan Skarðsheiðar. Tónleikar í vetur hafa verið þessir: I september í Borgarneskirkju, Trio Nordica, sem skipað er Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara, Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara og Monu Sandström píanóleikara. Tríóið fagnaði 10 ára afmæli með frumflutningi á Píanótríói eftir Þórð Magn- ússon, en á dagskránni voru einnig Píanótríó í c-moll op. 101 og tríó í H-dúr op. 8 eftir Brahms og verk eftir Piazzolla. I nóvember var blásið til píanóhátíðar í félagsheimilinu Lyngbrekku í tilefni af nýju hljóðfæri, sem húsið hefur eignast.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Borgfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.