Borgfirðingabók - 01.12.2004, Page 142
140
Borgfiröingabók 2004
Hugleiðir
Ritdómur um samnefnda Ijóðabók
í haust leið kom út ljóðabókin Hugleiðir eftir Jón Þ. Björns-
son í Borgarnesi. Höfundur gefur bókina út. Bókin er liðlega
80 blaðsíður, brot nálægt því að vera A5, bundin í hörð spjöld,
gyllt á forsíðu og kjöl. Frágangur er smekklegur. Gutenberg
prentaði.
Mér þykir þessi ljóðabók sæta nokkrum tíðindum. Hún er,
að því er best verður séð, fyrsta bók höfundar, sem er nú rosk-
inn maður, f. 1936. Verður því að ætla að þarna séu saman
komin ljóð sem ort hafa verið og saman haldið á löngum tíma.
Að mínum dómi eru í bók þessari mörg frambærileg ljóð og
sum ágæt. Höfundur hefur til að bera frumleik í hugsun og þá
nýbreytilegu sýn á tilveruna sem gera hann að hrífandi skáldi.
Og hann gerir sér fýllilega grein fyrir hvers er þörf, svo sem
fram kemur í ljóðinu Tungan (bls. 25):
Veldu þér tunguna að gœlucLýri
en gættu þín:
Hún er vandtamin
og þung áfóðrum,
nærist á nýrri hugsun,
nýjum hlutum,
nýstárlegu umhverfi,
þarfnast engu að síður
gamallar og góðrar undirstöðu.
Sé hún svelt
ræðst hún á eigandann.
Annað dæmi um ferskar og nýstárlegar samlíkingar er að
fínna í ljóðinu / apríl (bls. 7). En segja má að það standi að því