Borgfirðingabók - 01.12.2004, Page 143
Borg/irdingabók 2004
141
leyti að baki Tungunni, að hér er ort nykrað, þ.e.a.s. líkingarn-
ar eru hver úr sinni áttinni, en í Tungunni er útfærð ein líking
um hið vandtamda gæludýr (nýgervingar). Engu að síður er I
apríl að mínu skyni hrífandi ljóð:
Fíngerð andartök
prýða daginn:
Skajlar fjallsins japanskt letur,
hamrar fjólur
í birtubrigðum,
fjörðurinn silkimjúkur,
vorregn á fölan svörð,
hleypir Harpa
vekríngi sínum.
I Hugleiðum eru ljóð í ýmsu formi, sum mjög bundin ljóðstöf-
um og rími, önnur í frjálsara formi. Eg sé ekki betur en höf-
undur kunni vel að fara með rím og stuðla. Samt sýnist mér að
þau áhrifameðul séu honum fremur en ekki til trafala. En
smekkur minn er sá að yfirleitt séu ljóð hans í frjálsu formi
skarpari, hrífi betur. Skáldleg tilþrif njóti sín þar betur. Enn
tek ég dæmi, nú ljóðið Hugbót (bls. 24), sem ef til vill hefði allt
eins mátt heita Andleg lækning eða bara Heilun:
Þegar eríll dagsins
er orðinn meinsemd
kýs ég að hverfa
inn í þunnt kver,
leita athvarfs
á gulnuðum blöðum þess.
Upp rís Ijóðið
með flugbeittan skurðhníf
falinn milli lína,
innan skamms
er ég nýr - heill.