Borgfirðingabók - 01.12.2004, Síða 144
142
Borgfirdingabók 2004
Ljóð þetta er afar beinskeytt. Einhverjum kann þó að þykja
stílbrot milli (hins kyrrláta?) athvarfs á gulnuðu blöðum og
skurðhnífsins flugbeitta.
„Allar bækur eru bæði góðar og vondar eða vondar og góð-
ar,“ segir meistari Þórbergur í frægum ritdómi, Einurn kennt,
öðrum bent. Þetta á líka við um Hugleiðir. Þar má finna þess
dæmi að höfundi fatast flugið. Ljóðið Þroski (bls. 28) fjallar um
gamalkunnugt viðfangsefni, það að menn glata æskuhugsjón-
inni þegar þeir reskjast og verða „nýtir menn“. Ljóðið er svona:
Hvar eru öll samtölin ?
öll þessi ungu, áköfu kvöld
þegar augun leiftruðu,
hendur lyftu hugsjónum
og mælskan flóði ?
Seinna týndum við hver öðrum,
komum okkur vel fyrir,
urðum nýtir menn,
skelltum í lás -
en söknum einhvers.
Ósköp er síðasta ljóðlínan daufleg lýsing á tómleika og sökn-
uði manns sem harmar sína æskuhugsjón. Hér hefði þurft
djarflegri átök. Eitthvað svipað þessu sýnist mér að megi segja
um ljóð sem ber heitið Hugsað til. . . B (bls. 37). Nafn ljóðsins
er út af fýrir sig afleitt. Er vant að sjá hvort heldur er verið að
gera gys að þessum B, hver sem það kann að vera, eða segja við
lesandann: Þig varðar nú ekkert um hver þetta er! Næstsíðasta
erindi ljóðsins er glaðlega lýsandi: Fas þitt safnar/ glöðum stund-
um oggóðvinum, en tvær síðustu ljóðlínurnar helst til flatneskju-
legar: Nú hefur hægst um,/ þú nýtur kvöldsins. Megi þessar að-
finnslur mínar verða til að minna á að svo góður sem nýstár-
leiki er og frumlegar hugmyndir mega menn aldrei gleyma því
að vanda sig, að meitla hugsun sína og orðalag.
Lesandinn verður kannski ofurlítið hnugginn þegar hann
hnýtur um annmarka í ljóðstílnum, en hugurinn glaðnar nú