Borgfirðingabók - 01.12.2004, Síða 146

Borgfirðingabók - 01.12.2004, Síða 146
144 Borgfirdingabók 2004 Menn sem mörkuðu spor Leikari og leikstjóri Freyja Bjarnadóttir í hópi þeirra íbúa í Borgarnesi er lengi hafa sett svip á bæ- inn er Freyja Bjarnadóttir. Hún er innfæddur Borgnesingur, dóttir hjónanna Ingibjargar Erlendsdóttur frá Vík í Mýrdal og Bjarna Guðjónssonar, sem laust eftir aldamótin 1900 flutti til Borgarness vestan af Mýrum, fékkst þar lengst af við verslunar- störf og rak á árunum 1924 til 1956 eigin verslun, mörg síðustu árin að Egilsgötu 10, í Arabíu sem svo er nefnd. Margir sem komnir eru á efri ár muna vel eftir Bjarna og búðinni hans sem börn og unglingar kölluðu stundum ódýru búðina, af því að þeim þóttu aurarnir drýgri í viðskiptum þar en annars staðar, en mun þó öðru fremur hafa verið vegna þess að kaupmaður- inn var hlýr og ljúfur og laðaði að sér fólk, ekki síst ungviðið. Freyja fæddist í þessu sama húsi 17. júlí 1911 og þess má til gamans geta að hún hefur alla ævi átt heima við Egilsgötu, fyrst í húsinu nr.15, sem faðir hennar byggði 1911 og síðan 1926 í nr. 17 og þar býr hún nú í skjóli Ingibjargar dóttur sinnar. Freyja stundaði nám við Flensborgarskóla og héraðsskólann í Reykholti og starfaði við verslunar og veitingastörf, meðal ann- ars í veitingaskála Vigfúsar Guðmundssonar, síðar í Hreða- vatnsskála, sem getur hennar í æviminningum sínum fyrir sér- stakan dugnað og trúmennsku í starfi, uns húnl940 hóf starf á símstöðinni í Borgarnesi og gegndi því til loka starfsaldurs. Þótti hún bæði röggsöm og úrræðagóð að greiða vegu þeirra sem þess þurftu, um refilstigu handvirka símakerfisins og hinna mörgu smáu stöðva, sem dreifðar voru vítt um sveitir,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Borgfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.