Borgfirðingabók - 01.12.2004, Page 149
147
Borgfirdingabók 2004
grímsson, klæðskeri, en
helstu leiðbeinendur úr
hópi heimamanna voru
Eggert Einarsson læknir,
sem stýrði íyrstu sýningu
þess, Miklabœjar-Sólveigu
eftir Böðvar frá Hnífsdal
ogjón Magnússon fram-
kvæmdasþóri Gríms hf.
Borgnesingurinn, Jón
Sigurbjörnsson, var leik-
stjóri þeirrar sýningar,
sem einna mesta athygli
vakti, A útleíb eftir Sutton
Vane, en bæði í því og
Fjalla-Eyvindi átti
Magnea Jónsdóttir kona
Eggerts læknis stórkost-
legan leik í aðalhlut-
verki. Leikfélagið starf-
aði um nærri tíu ára
skeið og stóð fýrir a.m.k.
sjö sýningum. Freyja
lagði þar fram sinn skerf
og átti meðal annars um
tíma sæti í stjórn félags-
ins.
Aðeins dró úr kraftin-
um í leikstarfi ungmennafélagsins meðan gengi Leikfélagsins
var sem hæst, en fljótlega var það aftur komið á fulla ferð.
Tólfta maí 1948 er í Tímanum forsíðufrétt með mynd um upp-
færslu á Skuggasveini á vegum ungmennafélagsins Skallagríms í
Borgarnesi og sagt frá því að 1200 manns, þar af margir úr
Reykjavík og fjarlægum sveitum haft sótt sýninguna. Slík að-
sókn að leiksýningu úti á landi þótti tíðindum sæta á þessum
tíma, er samgöngur voru með öðrum hætd en þekkist nú. Þar
lék Freyja hlutverk Gvendar smala og var túlkun hennar á per-
sónunni mörgum minnisstæð og um það leyti sem leikfélagið
lagði upp laupa átti Skallagrímur aftur glæsilega innkomu á
Freyja Bjarnadóttir og Friðjón Sveinbjörns-
son sem veislugestir í Dúfnaveislunni.