Fréttablaðið - 13.01.2023, Page 9

Fréttablaðið - 13.01.2023, Page 9
Margt fólk myndi frekar láta lífið en að breyta háttum sínum. Hindrunin er þrjóska. Lausnin er opinn hugur. Á dögunum varð ég vitni að manni fussa af miklum tilþrifum – líkt og uppsöfnuð viðurstyggð áratuganna fengi útrás í munngeiflum –út af hugmyndinni um að hægt væri að búa til kjöt í tönkum. Hann hafði aldrei heyrt annað eins. Hver ætti að borða slíkan viðbjóð? Samhengið er þetta: Aðferðir til að búa til prótein, eða kjöt – eins og til dæmis kjúklingabringur – með því að rækta frumur eru nú mjög að ryðja sér til rúms, þótt enn séu þær kostnaðarsamar. Hér er um að ræða leið til að mæta sívaxandi nær- ingarþörf mannkynsins án þess að þurfa að drepa dýr eða valda gríðar- legum umhverfisspjöllum, með niðurbroti vistkerfa og útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Og það sem meira er, kjötið þykir bragðast nákvæmlega eins og það kjöt sem við þegar þekkjum. Margur spyr sig: Er þetta ekki frábært? Ég er nokkuð viss um að þónokkrir séu jú þeirrar skoðunar að hér sé hugsanlega mikil og góð framfarabylting í aðsigi, en hitt þykist ég líka vita nokkuð vel, að urmull af fólki má ekki til þess hugsa í eitt andartak að leggja sér til munns slíkar afurðir. Ef ég þekki mína dýrategund rétt, mun and- staðan verða mikil og megn. Hér er jú hefðbundinn landbúnaður í húfi. Verði kjöt búið til í tönkum þarf ekki að spyrja að leikslokum í þeim efnum. En svo er það hitt. Vistkerfi jarðar er á heljarþröm út af háttum mann- kynsins. Gríðarlegar breytingar þurfa að eiga sér stað, ekki síst á því hvernig mannkynið fram- leiðir matvæli. Matvælaframleiðsla veldur um fjórðungi af útblæstri gróðurhúsalofttegunda á heims- vísu. Vandi mannkynsins er þó ekki bara umhverfislegur, heldur er hann ekki síður sálfræði- legur og félagslegur. Staðreyndin er sú að ákaflega margt fólk myndi frekar láta lífið en að breyta háttum sínum. Hindrunin er þrjóska. Lausnin er opinn hugur. Ágæt leið til að opna hug sinn er að hugsa um fáránleika núverandi aðferða. Skoðum kjötdæmið. Ef ástæða er til viðurstyggðar út af kjöti sem er búið til í tönkum með því að rækta þar frumurnar, er þá ekki líka tilefni til verulegra munn- geifla út af núverandi iðnaðarfram- leiðslu á kjöti? Eru það betri verk- smiðjur þegar grannt er skoðað? Kjúklingum er þar troðið í búr og svínum í hólf og þau fituð með vísindalegum aðferðum. Hljómar eins og kerfisbundin framleiðsla á frumuvefjum, nema bara ógeð- felldari. Hægt er að stunda landbúnað þannig að hann beinlínis bjargi vistkerfum og hægt er að framleiða matvæli þannig að umhverfisáhrif séu hverfandi. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að ríghalda ekki í gamla siði, eins og þeir séu heilagir. Margir eru sem betur fer sam- mála þessu, en hinir eru víða. Veislustjórar þorrablóta munu seint hætta að gera grín að grænkerum, þótt brandararnir verði sífellt and- lausari. „Vegan borðið er frammi á gangi,“ munu þeir segja á komandi blótum og hlæja hrossahlátri. „Engir sojahrútspungar hér.“ Samt er betra fyrir umhverfið og okkur öll að fleiri séu vegan. And- stöðu við umhverfisvænni hætti er að finna á öllum sviðum. Á dög- unum heyrði ég skelegga konu ræða við erlent ferðafólk um rafmagns- bíla. Ég lagði við hlustir. Hún fann slíkum bílum allt til foráttu. Þeir dygðu ekkert í snjónum. Batteríin ómöguleg. Sem eigandi slíks bíls fannst mér þetta athyglisvert. Bíll- inn er sá besti sem ég hef keyrt, líka í snjó. En hún er lífseig hugmyndin um að betra sé að keyra bíla með óskiljanlegum 2.000 parta vélum sem ganga út á það að fylla tank af sprengiefni, brenna það undir járnhlíf og blása svo menguninni út í andrúmsloftið. Og hvers vegna ætti að höggva tré og bera það inn um lúguna til mín svo að ég geti lesið fréttir? Ég les fréttir jafn vel í stafrænu formi, ef ekki betur, og án slíkra umhverf- isáhrifa. Ég skil raunar ekki fyllilega af hverju íslenskir fréttamiðlar eru ekki löngu komnir með frábær öpp, eins og til dæmis New York Times og Guardian. Í þessu er Ísland eftir á. Hefðirnar eru sterkar. Margar þeirra eru erfiðar hindranir. Sitt sýnist hverjum um nýjar umhverf- isvænari aðferðir í orkuframleiðslu. Vindmyllur eru nýja lúpínan og hafa tekið við sem sigurstrang- legasta leiðin til að hleypa upp eldhúspartíum og heitum pottum. En hér reynir á. Þarf kannski hver og einn að finna í hjarta sínu leið til þess að sjá fegurðina í því að nauð- synlegrar orku sé aflað með því að beisla vind eða fanga sól, í stað þess að bora mörg þúsund metra ofan í jörðina til þess að ná í gamla sól í formi olíu til þess að brenna hana og eyðileggja lífríkið? Opinn hugur er krefjandi. Maður þarf að rækta hann, líkt og frumur í tanki. n Opinn hugur 2023 Guðmundur Steingrímsson n Í dag N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is ÚTSALA á sýningarvörum í verslun Borðstofuborð, borðstofustólar, eldhússtólar, sófaborð, sófar o.fl. o.fl.10-60% afsláttur Ciro 3 litir Áður 39.900 NÚ 29.900 Alison snúnings Áður 33.900 NÚ 27.000Sierra nokkrir litir Áður 25.700 NÚ 19.200 Kato svart Áður 29.900 NÚ 19.400 Adele Áður 39.900 NÚ 23.900 Obling 3ja sæta Áður 129.000 NÚ 103.000 Brookliyn borðstofuborð 220x98, stækkun 2x50 cm, reykt eik – hvítuð eik Áður 199.000 NÚ 149.000 Notthingham sófaborð Áður 116.000 NÚ 58.000 Hill hvíldarstóll með tauáklæði Áður 176.000 NÚ 123.000 Staturn 3ja sæta Áður 159.000 NÚ 119.000 25% 25% 25% 25% 40% 50% 35% 30% 20% 20% FÖSTUDAGUR 13. janúar 2023 Skoðun 9Fréttablaðið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.