Fréttablaðið - 13.01.2023, Side 24

Fréttablaðið - 13.01.2023, Side 24
Ég ákvað að breyta út frá hinu vana- lega líkamsræktarmark- miði og setja mér mark- mið sem er líklegra að ég nái. Þetta vildi ég vita þegar ég skráði mig í námið, að ég gæti lært. Enda kom það á daginn þegar ég útskrifaðist að ég dúxaði í skólanum. Það kom mér verulega á óvart. Sigrún Kristjánsdóttir var 52 ára þegar hún skráði sig í nám í menntaskóla eftir að hafa gengið lengi með þann draum í maganum að verða stúdent. jme@frettabladid.is „Ég er fædd og uppalin í sveit og það var búið að blunda í mér eftir að hafa klárað grunnskólann að fara í menntaskóla. Ég skráði mig í framhaldsnám en svo varð ekkert af því. Ég varð ólétt ung sem leiddi til þess að ég hætti við að fara í skóla. Þegar ég varð eldri leitaði ég leiða til taka menntaskólann í fjarnámi, en líka losna við að taka lokapróf því ég hef alla tíð verið með prófskrekk. Ég datt loksins, 52 ára gömul, á þennan frábæra skóla, Menntaskólann á Tröllaskaga, sem bauð upp á nám sem hentaði mér og hóf þar nám haustið 2013,“ segir Sigrún Kristjánsdóttir. Sigrún byrjaði hægt á listabraut með 100% vinnu og síðustu þrjár annirnar var hún komin í 80% vinnu með skóla. „Ég tók fyrst áfanga sem mér þóttu áhuga- verðir sem tengdust ljósmyndum og listum. Eftir að hafa tekið 3–4 áfanga á önn í fáein ár sá ég fram á að geta klárað stúdentsprófið. Ég stefndi svo sem aldrei á það í byrjun að klára þó svo löngunin hafi alltaf blundað innst inni. Ég vann að þessu í ein átta ár og árið sem ég varð sextug, vorið 2021, útskrifaðist ég,“ segir hún. Rétta hjálpin skiptir máli „Mér hafði alltaf gengið illa í stærðfræði og tungumálum í barnaskóla, en þegar maður fattar hvernig stærðfræðin virkar þá er hún alls ekki svo flókin. Þetta eru bara mismunandi leiðir til þess að plúsa, mínusa, margfalda eða deila. Af hverju var þetta aldrei sagt í grunnskóla? Af hverju var maður látinn þylja margföldunar- töfluna eins og páfagaukur þegar maður er í raun bara að leggja saman og draga frá? Námið var bæði skemmtilegt og krefjandi og ég viðurkenni alveg að sumt var mjög erfitt og tók sinn tíma. Ég hefði líklega ekki komist í gegnum þetta nema af því að eiginmaður- inn minn sem er lærður kennari en starfar nú við ljósmyndun, studdi mig heils hugar. Ég gat leitað til hans ef ég náði ekki í kennarann. Námið gaf mér þó mun meira sjálfstraust og kenndi mér að ég get vel lært. Ég hélt að ég gæti það ekki, komin á þennan aldur. Þetta vildi ég vita þegar ég skráði mig í námið, að ég gæti lært. Enda kom það á daginn þegar ég útskrifaðist að ég dúxaði í skólanum. Það kom mér verulega á óvart. Það eru örugg- lega margir í mínum sporum sem af einhverjum ástæðum hafa ekki farið í nám, en ég veit það núna að það geta allir lært. Fólk þarf bara réttu hjálpina og aðstoðina við það.“ Lokaprófið barn síns tíma „Fjarnámið er öðruvísi uppbyggt en nám í hefðbundnum skólum, eins og ég þekki þá, þar sem nem- endur komast upp með að lesa bara undir lokaprófið til þess að ná. Hér er námið markvissara. Þú ert alltaf að skila verkefnum og setja í samhengi við náms- efnið hverju sinni. Það spurðu mig margir af hverju ég hefði ekki farið í Keili í nám. En þar eru lokaprófin, og þau henta mér ekki. Svona próf segja alls ekki alla söguna og eru að mínu mati barn síns tíma. Við fórum alveg í skyndipróf í stærðfræði svo kennarinn sæi hvar við stæðum í námsefninu. En við fengum þrjár tilraunir og lærðum á milli hvað við gerðum rangt. Hæsta einkunnin gilti svo. Það er hvatning fyrir nemandann að læra og kennarinn sér mun betur hvar nemandinn stendur.“ Hvetur alla í fjarnám „Ég hef alltaf haft áhuga á ljósmynd- un en byrjaði ekki að mynda af alvöru fyrr en um 2003-2004. Þá var ég að mynda aðeins fyrir vinnuna, vinna þær og setja á heimasíðuna. Núna er ég að vinna í sjálfri mér, láta listadrauminn rætast og hella mér út í ljósmyndunina. Svo mála ég líka og við rekum nokkur saman Gallerí Grástein á Skólavörðustíg. Í skólanum tók ég ýmsa áfanga í listljósmyndun sem og akrýl- og olíumálun, en það er glettilegt hvað hægt er að kenna í dag í fjarnámi. Tæknin er orðin svo fullkomin. Það skiptir ekki lengur lengur máli hvar þú býrð. Einn kennarinn bjó í Sví- þjóð. Við sendum bara ljósmyndir af verkunum og hann mat þau út frá myndunum. Þetta er í raun alger snilld. Nemendur bjuggu líka úti um allan heim. Ég eignaðist fullt af vinum og kunningjum og ég fann aldrei fyrir kynslóðabili þrátt fyrir að vera í bekk með fólki á tvítugsaldri. Við unnum oft saman í hópum þar sem styrkleiki hvers og eins naut sín. Sumir voru góðir í að skrifa, aðrir að lesa yfir, enn aðrir voru góðir í myndvinnslu eða að setja upp PowerPoint-sýningar og fleira. Maður var bara hluti af hópnum. Ég gæti farið í háskólanám ef ég vildi, en hef ekki þörf fyrir það þó svo maður gæti kannski dottið inn í einhverja kúrsa í framtíð- inni. Það væri þá helst í listnámi. Ég er mjög ánægð að fá sönnun á að ég gæti gert þetta og ég hvet alla, sem eru að hugsa um þetta, að drífa sig í svona fjarnám,“ segir Sigrún að lokum. n Dúxaði sextug í menntaskóla Sigrún Kristjánsdóttir var alsæl við útskriftina þann 20. maí 2021, mánuði eftir sextugsafmælið. Mynd/PálMi Bjarnason Jóna Svandís Þorvaldsdóttir verkefnastjóri hjá Endurmenntun HÍ 12 kynningarblað 13. janúar 2023 FÖSTUDAGURskólar og námskeið Áramótaheit Jónu Svandísar Þorvaldsdóttur er að auðga andann á hverjum degi með ólíkum hætti. Hún segir fjöl- marga kosti við það að halda áfram að opna á nýja reynslu og tileinka sér nýjar hug- myndir út lífið. starri@frettabladid.is Jóna Svandís Þorvaldsdóttir segist alltaf hafa verið fróðleiksfús og haldin óslökkvandi þekkingar- þorsta. „Þetta er bara persónu- leikinn held ég. Sem barn hafði ég alltaf gaman af námi og var algjör lestrarhestur. Svo er það svolítið þannig að því meira sem þú lærir – því stærri verður heimurinn. Ég hef líka tröllatrú á ævinámi og held að það hafi fjölmarga kosti í för með sér þegar fólk heldur áfram að opna á nýja reynslu og tileinka sér nýjar hugmyndir út lífið. Jóna er íslensku- og menntunar- fræðingur, söngvari og fjölskyldu- kona úr Grafarvogi að eigin sögn. „Megnið af starfsferli mínum hef ég unnið í mennta- og fræðslugeir- anum og komið víða við, meðal annars við kennslu, frístundastarf og nú er ég verkefnastjóri hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.“ Vill þekkja samfélagið Hún segir endurmenntun alltaf hafa skipað stóran sess í lífi sínu. „Það skiptir mig máli að þekkja samfélagið og vera með puttann á púlsinum í starfstengdri hæfni. Þar fyrir utan hef ég sótt mikinn fjölda af fjölbreyttum námskeiðum, til skemmtunar eða til að bæta persónulega hæfni. Sem dæmi má taka leikhúsnámskeið og önnur menningartengd námskeið hjá Endurmenntun, ýmis tónlistar- námskeið, spunanámskeið, fjöl- mörg ritlistarnámskeið, námskeið í verkefnastjórnun, fjölbreytt nám- skeið tengd rekstri, tungumálum, ýmiss konar sjálfseflingu, sam- skiptum og svo mætti lengi telja. Ég lærði meira að segja einu sinni andlitsjóga fyrir hraustlegt útlit.“ Eftir að hún hóf störf við þróun náms hjá Endurmenntun Háskóla Íslands má eiginlega segja að hún sé „komin heim“. „Vinnufélagar mínir voru til dæmis að grínast með það um daginn að eina námslínuna sem ég setti saman, lagasmíðar og textagerð, hefði ég hreinlega búið til fyrir mig sjálfa. Ég gef ekkert upp um það!“ Öðruvísi áramótaheit Jóna hefur strengt skemmtilegt áramótaheit sem hún kallar að „auðga andann“ á hverjum degi. „Ég ákvað að breyta út frá hinu vanalega líkamsræktarmark- miði og setja mér markmið sem er líklegra að ég nái. Nú ákvað ég að láta engan dag líða án þess að kynna mér eða læra eitthvað nýtt, hvort sem það er að lesa eitthvað áhugavert, hlusta á hlaðvarp, horfa á TED-fyrirlestur eða heimilda- mynd eða fara á eitthvað spenn- andi námskeið.“ Um þessar mundir er hún til dæmis skráð á spennandi starfs- tengt námskeið um fræðslu fyrir fullorðna. „Ég er líka mikill bók- menntaunnandi svo mig langar að skella mér á námskeið um jólabókaflóðið og svo væri gaman að rifja upp Laxdælu með Torfa Tulinius. Annars er ég í söngnámi og markmiðið er að taka próf í því í vor. Mig bráðvantar fleiri tíma í sólarhringinn!“ Fræðsludeit er frábær afþreying Með skemmtilegri námskeiðum sem hún hefur sótt hét Þjóðleik- húsið á bak við tjöldin, sem var ein kvöldstund. „Þá ákvað ég að bjóða manninum mínum á öðruvísi deit. Við gengum um húsið með Pétri Ármannssyni, þjóðleikhússtjóri kynnti vinnuferli sýningar áður en Ásdís Þórhallsdóttir leiddi hópinn um baksvið leikhússins og sýndi hvernig leikhústöfrarnir verða til í þessu sögulega húsi.“ Hún segir þau hjónin hafa verið sammála um að námskeiðið hafi ekki einungis verið virkilega áhugaverð og lærdómsrík upplifun heldur hafi hún dýpkað skilning þeirra á því sem gerist í leikhúsinu og gert það að verkum að þau muni njóta listarinnar á annan hátt. „Þannig varð þetta að ógleyman- legri fræðsluupplifun sem fylgir okkur út í lífið. Svo lærðum við að fræðsludeit eru frábær leið til að verja tíma saman.“ n Bráðvantar fleiri tíma í sólarhringinn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.