Fréttablaðið - 21.01.2023, Side 1

Fréttablaðið - 21.01.2023, Side 1
Starf bókara í matvælaráðuneyti Í matvælaráðuneytinu er laust til umsóknar starf bókara á skrif- stofu fjármála. Starfið lýtur að færslu bókhalds, afstemmingu og skýrslugerð ásamt ýmiskonar úrvinnslu úr bókhaldi. Undir skrifstofuna heyra mál sem lúta að rekstri ráðuneytisins, mannauðsmálum, skjalavistun og miðlun upplýsinga auk þess sem skrifstofan veitir fagskrifstofum ráðuneytisins stoðþjónustu. Þá fer skrifstofan með skiptingu á fjárhagsramma ráðuneytisins og annast framkvæmd og eftirfylgni fjárlaga. Helstu verkefni og ábyrgð Bókari hefur umsjón með bókhaldi matvælaráðuneytisins, en ráðuneytið notar Oracle viðskiptahugbúnað. Helstu verkefni eru merking og skráning reikninga sem og uppgjör og afstemming ýmis konar tengd bókhaldi. Þá sér bókari um móttöku og úrvinnslu reikninga sem berast rafrænt. Ennfremur hefur bókari samskipti við aðrar stofnanir og viðskiptavini varðandi bókhald og sinnir ýmsum verkefnum sem upp koma í daglegum rekstri. Hæfniskröfur • Menntun sem nýtist í starfi.• Reynsla og þekking af færslu bókhalds og afstemmingu nauðsynleg.• Góð kunnátta í töflureikni og færni í helstu notenda- forritum nauðsynleg.• Reynsla eða þekking á fjárhagskerfi ríkisins er kostur. • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð ásamt hæfileika og getu til að vinna hratt og vel undir álagi. Stjórnarráð ÍslandsMatvælaráðuneytið • Frumkvæði og metnaður til að sýna árangur í starfi. • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efna- hagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Starfsmenn ráðuneytisins starfa skv. kjarasamningum félags starfsmanna Stjórnarráðsins og Félags háskólamenntaðra starfs- manna Stjórnarráðsins eftir því sem við á. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum nr. 464/1996 sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.Áhugasamir einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Starfshlutfall er 100%. Sótt er um starfið á starfatorg.is. Umsóknarfrestur er til og með 6. febrúar 2023. Nánari upplýsingar veitir Benedikt Árnason, ráðuneytisstjóri — benedikt.arnason@mar.is RÁÐNINGAR RÁÐGJÖF RANNSÓKNIR Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri. Mest lesna atvinnublað Íslands* AtvinnublaðiðSölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Arna Rut Kristinsdóttir, arnarut@frettabladid.is 550 5621 *Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára KYNN INGARB LAÐALLT LAUGARDAGUR 21. janúar 2023 Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is Margrét segir að hún finni mun á liðleika eftir að hún byrjaði að taka inn Active JOINT. Margrét er mikil íþróttakona og stundar þríþraut af miklu kappi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ofurkona sem keppir í þríþraut Margrét Ágústsdóttir er ótrúleg ofurkona þegar kemur að hreyfingu. Hún stundar þríþraut og lætur ekki aldurinn stoppa sig. Til að verja liði tekur hún Active JOINTS frá Eylíf. 2 Ramen-súpur eru frægar fyrir að taka sinn tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/GeTTy. jme@frettabladid.is Japönsk ramen-súpa er tilvalin í veðrinu sem herjar á landann, en tekur sinn tíma. Hér er uppskrift fyrir fjóra að núðlusúpu þar sem öll brögðin í kokkabókinni eru nýtt til að fá rjúkandi skál á hálftíma. Ramen-súpa 400 g þurrkaðar ramen-núðlur 2 lítrar kjúklingasoð 1 msk. olía 250 g svínahakk 2–3 hvítlauksgeirar 2 tsk. rifið engifer + 3 engifer- sneiðar ½ dl miso 200 g spínat 3 dl maískorn (ferskt, frosið eða úr dós) 2-4 egg, linsoðin og skorin í tvennt 2 msk. sojasósa 1 msk. sesamolía vorlaukur Láttu soðið krauma með 2 hvít- lauksgeirum, 3 engifersneiðum og 1 vorlauk. Í öðrum stærri potti skal steikja á miðlungshita rifið engifer, þrjá kramda hvítlauksgeira, miso og hakk í olíu. Þegar hakkið hefur tekið á sig lit og brún skán mynd- ast á pottbotni er soðinu hellt út á gegnum sigti. Sjóddu næst núðlur í ósöltu vatni. Settu svo maís út í súpuna og spínat og slökktu undir. Bragðbættu með sojasósu og sesamolíu. Tylltu eggjahelmingi ofan á núðlurnar í súpunni og stráðu vorlauk yfir. Gott að bera fram með smjörklípu út á. n Ramen með hraði | f r e t t a b l a d i d . i s | Frítt 2 0 2 3 Gunnar stígur á ný inn í búrið Guðni hrósar hugrekki Söru 1 5 . t ö l u b l a ð | 2 3 . á r g a n g u r | Helgin | | 22 íþróttir | | 11 Helgin | | 20íþróttir | | 10 Fimmtíu ár frá gosi Hlýlegt hesthús l a u g a r D a g u r 2 1 . j a n ú a r| Mynd/saga sig U-beygja Jóhönnu Guðrúnar Eftir skilnað ætlaði Jóhanna Guðrún að vera ein með börnum sínum tveimur, en örlögin tóku í taumana og stuttu síðar var hún komin í sambúð og þriðja barnið, dóttirin Jóhanna Guðrún, bættist í hópinn. Nýbakaðri móðurinni bauðst svo draumahlutverk á Akureyri og skoraðist ekki undan. ➤ 16

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.