Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 10
Ef þér tekst að klára Rodriguez geturðu verið viss um að fá athygli, það hefur ekki mörgum tekist að klára hann, ekki mörgum tekist að vinna hann. Þetta er maður sem æfði engar íþróttir þar til hann varð 25 ára. Þá fór hann í MMA og komst í UFC á nokkrum árum sem verður að teljast ansi merkilegt. Pétur Marinó Jónsson. MMA- sérfræðingur Gunnar Nelson stígur aftur inn í bardagabúrið á vegum UFC þann 18. mars næstkom- andi. Andstæðingurinn er þorpari frá Suður-Kaliforníu sem er vanur að láta höggin tala fyrir sig. Gunnar á þó möguleika. aron@frettabladid.is UFC Pétur Marínó Jónsson er helsti MMA-sérfræðingur þjóðarinnar, náinn samstarfsmaður og vinur Gunnars Nelson sem stígur á ný inn í bardagabúrið eftir árs fjarveru þar sem hann mætir Daniel Rodriguez á risakvöldi UFC í London. „Rodriguez hefur verið á góðu skriði frá því að hann kom inn í UFC fyrir nokkrum árum síðan. Hann var á topp 15 listanum í veltivigtar- deildinni fyrir sinn síðasta bardaga og hefur verið inn og út af honum síðastliðið ár. Það þykir mjög gott að vera inni á þessum topplista. Hann kom fyrst inn í UFC árið 2020 en er þrátt fyrir stuttan tíma innan bardagasamtakanna búinn með níu bardaga. Það er nokkuð vel gert. Marga af þessum bardögum hefur hann tekið með skömmum fyrirvara, hann gerði það til að mynda á móti Kevin Lee og bar þar sigur úr býtum. Á sínum atvinnumannaferli hefur hann unnið 17 bardaga og tapað þremur, það telst nokkuð gott og innan UFC stendur ferill hans í 7 sigrum og 2 töpum.“ Mætir þorpara í búrinu í London Ólíkar týpur Rodriguez gæti, að sögn Péturs, ekki verið ólíkari týpa en Gunnar. „Ég vil líkja honum við Diaz- bræðurna Nick og Nate, Daniel sé þar með þriðji Diaz-bróðirinn, en allir komust þeir í kast við lögin fyrir MMA-feril sinn.“ Daniel hefur unnið sig úr erfiðum aðstæðum þar sem hann var lengi vel viðriðinn glæpagengi í Suður- Kaliforníu og hefur eytt drjúgum tíma í fangelsi. „Og hann ber það með sér. Þetta er maður sem æfði engar íþróttir þar til hann varð 25 ára, þá byrj- aði hann í MMA og komst í UFC á aðeins nokkrum árum sem verður að teljast ansi merkilegt. Hann seg- ist eiga á bakinu 200 sigra í götu- bardögum, meðal annars í fangelsum og ekkert tap.“ Eftir að hafa sagt skilið við af brotaferilinn reyndi Daniel að finna sér almennilega vinnu en enginn vildi gefa honum tækifæri, því sneri hann sér að MMA. „Þetta er grjótharður náungi sem veður áfram, það er ofboðslega erf- itt að stoppa hann. Daniel er sá bar- dagamaður í sögu veltivigtardeildar UFC sem er að koma frá sér flestum höggum sem lenda á mínútu. Á móti kemur að tölfræðin sýnir okkur það einnig að hann er að taka við mörgum höggum á móti. Hann er þannig bardagamaður sem er til í að koma frá sér tveimur höggum á kostnað þess að fá eitt á sig á móti.“ Tækifæri fyrir Gunnar Bardagastíll hans er ólíkur stíl Gunnars og í því felast tækifæri. „Ef Gunnar nær honum niður og kemst í yfirburðastöðu. Neal Magny náði að klára Rodriguez í þriðju lotu í síðasta bardaga hans, Rodriguez var þá orðinn þreyttur í bardaga sem hann var, að mínu mati, á leið að vinna þegar hann gleymir sér og Magny nær að hengja hann. Ég sé tækifæri fyrir Gunnar ef hann nær honum niður í hengingar- tök eða lása, það verður hins vegar ekkert auðvelt. Rodriguez er með ágætis fellivörn og glímutakta en Gunnar hefur samt sem áður náð betri mönnum en honum niður í gólfið. Rodriguez mun að mínu mati reyna að keyra upp tempóið í bar- daganum, vera alveg í andlitinu á Gunnari og það verður áhugavert að sjá hvernig Gunnar mun eiga við það. Hann og allir vita það hins vegar að langmestu möguleikarnir á sigri felast í því að ná Rodriguez í gólfið og það er alltaf það sem á að stefna að.“ Heldur út Hvernig sér Pétur fyrir sér að Gunn- ar muni haga undirbúningi sínum þessar næstu vikur fyrir bardaga? „Gunnar mun vilja koma tíma- setningunni hjá sér almennilega í gang, hann mun sparra mikið og er þar af leiðandi á leið til Írlands á næstunni þar sem hann mun æfa hjá SBG í Dublin. Líkam- legt form hjá Gunnari er mjög gott, úti á Írlandi getur hann tekið lotur á æfingum með atvinnubardagaköpp- um og náð tímasetningunum hjá sér betur í gang. Hann er bara mjög spenntur að vera kominn með bardaga á nýjan leik, koma sér aftur í þessa púlíu. Það var búið að stefna að því lengi að reyna komast inn á þetta bardagakvöld í London og Gunn- ar hafði það alltaf á bak við eyrað. Hann var bara mjög feginn að vera kominn með andstæðing og að hafa eitthvað til að stefna á. Sjálfur vissi hann ekkert ýkja mikið um Rodriguez þegar nafn hans kom til hans. Hann var bara til í erfiðasta gæjann sem stóð honum til boða, sigur á honum mun gefa mest upp á framhaldið að gera. Gunnar er bara tilbúinn að stíga aftur inn í bardagabúrið og gera það sem hann er bestur í.“ Setti strik í reikninginn Bardaginn gegn Rodriguez fer fram rúmu ári eftir að Gunnar bar sigur úr býtum í bardaga gegn Takashi Sato. Fyrir þann bardaga hafði Gunnar verið frá í um tvö og hálft ár. Vonir stóðu til þess í fyrra að Gunnar myndi berjast oftar en raunin varð, ófyrirséð aðgerð á nefi setti strik í reikninginn. Vonbrigði fyrir okkar mann sem var kominn aftur á ról. „Sér í lagi vegna þess að fyrir þann bardaga hafði Gunnar verið lengi frá bardagabúrinu. Hann vonaðist til að geta barist meira í fyrra, að taka árið með trompi, en því miður fór þetta svona og endur- hæfingin tók aðeins lengri tíma en menn vonuðust eftir. Vonandi nær hann fleiri bardögum á þessu ári, það verður spennandi að sjá hvað það felur í sér. Hann er enn á góðum aldri sem íþróttamaður. Í UFC hefur maður verið að sjá bardagamenn toppa á mjög mismunandi tíma og aldri. Það er erfitt að segja til um það hve- nær menn eru upp á sitt besta, það eru dæmi um bardagakappa sem hafa unnið titla í UFC 37-38 ára. Mér finnst ég sjá það í Gunnari að hann er til í að minna á sig. Maður sér það bara á tilkynningum UFC á samfélagsmiðlum í tengslum við bardaga hans að margir segjast hafa verið búnir að gleyma Gunnari. Það stóð til að gera það í fyrra í kjölfar sigursins á Sato og fylgja því eftir en þá tók aðgerðin við. Nú er bara að reyna ná sigrinum aftur, helst klára gæjann. Ef þú klárar Rodriguez get- urðu verið viss um að fá athygli, það hefur ekki mörgum tekist að klára hann, ekki mörgum tekist að vinna hann á atvinnumannaferlinum.“ Selst upp á nokkrum mínútum Bardagakvöldið í London er að sögn UFC það stærsta sem haldið hefur verið í Evrópu. Aðalbardagi kvöldsins er titilbardagi veltivigtar- deildarinnar milli Leon Edwards og Kamaru Usman, þeirra þriðji bar- dagi. Þá munu fleiri þekkt nöfn stíga inn í búrið í O2-höllinni. „Það verður mjög gaman að sjá hvaða bardagar munu bætast þarna við en eins og þetta lítur út núna er von á svakalegri veislu. Ég held að stemningin verði mögnuð, miða- salan hefst í næstu viku og ég býst við því sama og alltaf þegar barist er í Lundúnum, það selst upp á innan við fimm mínútum eftir að miðasala er opnuð. Það verður vesen að tryggja sér miða því ég veit að áhuginn er mjög mikill á þessu bardagakvöldi. Maður var pínu svekktur að sjá bar- dagakvöldið vera sett aftur í O2- höllina, margir höfðu gert sér vonir um að Wembley yrði bókaður undir þetta, jafnvel Þúsaldarleikvangur- inn í Cardiff.“ n 10 íþróttir FRÉTTABLAÐIÐ 21. jAnúAR 2023 LAUGArDAGUr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.