Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 59
Það er eins og umræð- an þroskist ekkert eða þróist áfram. Kynjafræðingarnir Þorsteinn V. Einarsson og Sóley Tómas- dóttir undirbúa nú nýja hlað- varpsþætti þar sem þau ætla að ræða saman um málefni líðandi stundar út frá femín- ísku sjónahorni. Þorsteinn saknar þess að sjá umræðu um karlmennsku þroskast. odduraevar@frettabladid.is „Ég og Sóley vinnum aðeins saman í fræðslu og áður en við hittumst ræðum við málin og förum yfir hlutina. Við áttuðum okkur svo á því að fólki fannst það áhugavert þegar við vorum saman að spegla hluti og vildi fá að heyra okkar take á því og þá datt okkur í hug að gera nýjan hlaðvarpsþátt, svona eins og kallakallar, og spjalla um málefni líðandi stundar og kryfja þau,“ segir Þorsteinn V. Einarsson sem fyrir löngu hefur vakið athygli fyrir samfélagsverkefni sitt sem ber heitið Karlmennskan. Á þeim vettvangi hefur Þorsteinn leitast við að hreyfa við íhaldssöm- um hugmyndum um karlmennsku. Hann segir ekki vöntun á fjölda hlaðvarpsþátta þar sem einungis karlar hittist og ræði saman sín á milli um allt milli himins og jarðar og hann og Sóley hafi fengið hug- myndina að nýja þættinum sem enn er nafnlaus. „Markmiðið er að eiga gagnrýnið og upplýst samtal um þessi mikil- vægu málefni og hafa þau aðgengi- leg fyrir fólk svo það geti velt fyrir sér þessum jafnréttis- og mann- réttindamálum út frá okkar sjónar- horni,“ segir Þorsteinn. Hann segir alla hafa skoðun á þessum málum. „Bara alveg eins og við höfum öll skoðun á til dæmis handbolta. Þar erum við svo með HM-stofuna og viðtöl en það er rosalega lítið svoleiðis í boði sem snýr að jafnréttismálunum, jafn- vel þó að í hverri einustu viku komi alltaf eitthvað upp í umræðunni sem varðar mannréttindamál og misrétti,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn og Sóley verða með kallakalla spjall Ég til dæmis þarf alltaf að vera að svara því sama, að nei, ég hata ekki karla, nei, ekki er öll karlmennska skað- leg. Tilfallandi fjölmiðlar fjalli um þau mál en Þorstein og Sóleyju langar að gera það á markvissari hátt. „Okkur langar að taka sam- tímann og kryfja hann á mark- vissan hátt og greina hann út frá þessum jafnréttissjónarmiðum,“ útskýrir Þorsteinn. „Okkur finnst sjálfum gaman að spjalla saman og vonandi getur fólk notfært sér þetta og þó að markmiðið sé klárlega að fara á dýptina ætlum við líka að reyna að hafa þetta smá skemmtilegt.“ Aðspurður hvor t umræðan um jafnréttismál hafi harðnað á undanförnum árum segir Þor- steinn hægt að færa rök fyrir því. „Það sem mér finnst áhugavert er að við erum alltaf að takast á um sömu hlutina. Ef við tölum bara um karlmennsku og ábyrgð karla, hvers er krafist af körlum, þá virð- umst við alltaf vera í sömu helvítis hjólförunum,“ svarar Þorsteinn. „Ég til dæmis þarf alltaf að vera að svara því sama, að nei, ég hata ekki karla, nei, ekki er öll karl- mennska skaðleg og það er enginn sem hefur sagt að það sé eitthvað að því að vera karlmaður, sem dæmi. Það er eins og umræðan þroskist ekkert eða þróist áfram og eins og sumir menn ákveði bara að loka eyrunum og taki þetta ekkert inn og kalli þetta bara eitthvert kjaftæði og það er ekkert bara einn maður sem stendur fyrir því, það virðist vera mainstream við- horfið.“ Þorsteinn segist gera ráð fyrir því að fyrsti þáttur hjá honum og Sóleyju komi út í febrúar. „Planið var að taka nýja árið með trompi, eigum við ekki bara að setja smá pressu á okkur og segja að við byrjum í febrúar? Segjum það, fyrsti þáttur kemur út í febrúar,“ segir Þorsteinn hlæjandi. n Fréttablaðið lífið 3521. janúar 2023 lAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.