Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 57
Þrátt fyrir myndrænar hugmyndir og kjark- aða túlkun er drama- túrgía Macbeth ekki nægilega skörp. Leikhús Macbeth eftir William shakespeare Borgarleikhúsið Þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson Leikstjóri: Ursule Barto Leikarar: Hjörtur Jóhann Jónsson, Sólveig Arnarsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Björn Stefánsson, Haraldur Ari Stefánsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Árni Þór Lárusson, Bergur Þór Ingólfsson, Rakel Ýr Stefánsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Esther Talía Casey, Ásthildur Úa Sigurðardóttir og Sölvi Dýrfjörð Leikmynd: Milla Clarke Búningar og leikgervi: Liucija Kvasyte Tónlist: Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson Lýsing og myndbandshönnun: Pálmi Jónsson Dramatúrg: Andrea Elín Vilhjálmsdóttir Hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson Sigríður Jónsdóttir Örlaganornirnar heimsóttu Borgar- leikhúsið föstudaginn þrettánda. Skoski konungurinn Macbeth mættur á svið til að ásækja okkur. Við byrjum og endum í þögn en lífið er yfirfullt af skarkala: „Flöktandi skuggi er lífið, leikara- grey, sem rigsar um æstur á sviðinu í stutta stund en þagnar svo alveg. Það er bara saga sem fábjáni þylur, full af hávaða’ og ofsa, innihaldslaus með öllu.“ Innantóm orð Við lifum í heimi innantómra yfir- lýsinga þar sem einræðisherrar, þeir fésterku og stjórnmálafólk keppist við að stjórna heiminum, algjör- lega aftengd samfélaginu. En orð, jafnvel innantóm, hafa skelfilegar afleiðingar þegar sullað saman með valdafýsn og of beldi í nornapotti. Kristján Þórður Hrafnsson stað- festir stöðu sína sem einn færasti Shakespeare-þýðandi seinni tíma. Textinn er tær, tímalaus og takt- fastur. Ekkert óþarfa f lúr heldur þjónar þýðingin upprunalega text- anum, færir í nútímalegt form og gerir leikvænan. Ursule Barto er ungur og upp- rennandi leikstjóri frá Litáen. Hún er með gott auga fyrir mynd- rænum atriðum og gengur rösk- lega til verks. Launmorð sem leikur yfirstéttarinnar, stjórnsýsluleg úrkynjun og spilling hinna ungu til að keyra konungskerfið áfram. Sölvi Dýrfjörð í ballettbúningi vopnaður hríðskotabyssu, sakleysið vopn- vætt til að vernda konungsveldið. Þrátt fyrir stórar hugmyndir er of oft holur hljómur í heiminum sem Barto byggir. Óljós ásetningur Macbeth leiðir leikinn. Áhorfendur sjá hann fyrst útataðan blóði og örmagna. Hjörtur Jóhann Jónsson ber leiksýninguna á baki sér, stund- um sperrtur, á öðrum stundum bog- inn, holdgerving óöryggis og nart- andi ótta. Macbeth er sinn versti óvinur og ferðalag Hjartar Jóhanns inn í sálræna martröð kóngsins er sem opið sár. Gallinn er sá að ásetningur Macbeth er óljós, hann grípur ákvarðanir úr lausu lofti og marserar ástæðulaust inn í eilífð- ina. Sólveig Arnarsdóttir leikur lafði Macbeth, kasólétta og kalda. Þung- unin er eftirtektarverð ákvörðun og setur hana í öðruvísi aðstæður en áhorfendur eru vanir, Lafði Mac- beth er ekki einungis að hugsa um stöðu þeirra hjóna heldur arfleifð. Sólveig er staðsett fyrir utan fram- vinduna og einangrast, sömuleiðis er samband Macbeth-hjónanna óljóst. Aftur á móti er blettasenan sem opinberun, hrá og óhrein. Bankó leik ur Sig urður Þór Óskarsson af mikilli yfirvegun og öryggi. Rök og réttsýni stýra hans karakter en leitt er að sjá hvernig bæði dauðdagi og endurkoma hans eru dapurlega sviðsett. Ross er fremur utanveltu en Bergur Þór Ingólfsson nærir hann með húmor. Sólveig Guðmundsdóttir er heldur klunnalegur Dúnkan en fantagóð í smærri hlutverkum. Ásthildur Úa er eitt mest spennandi leikaraefni síðustu ára. Þrátt fyrir smá hlutverk, sem skolast svolítið saman, þá setur hún mark sitt á Macbeth, örugg í fasi með tifandi sviðsframkomu. Ekki nógu skörp dramatúrgía Mótherjar Macbeth eru Macduff- parið, Haraldur Ari Stefánsson og Björn Stefánsson, og Malkolm, leikinn af Árna Þór Lárussyni. Þeir veltast um í ofgnótt hinnar ráðandi stéttar fyrir hlé og mæta síðan til- búnir í stríð þegar stöðu þeirra er ógnað. En aftur vantar heila brú í þeirra sögu og synd að sjá illa farið með morðið á fjölskyldu Macduff. Nornirnar þrjár, möppudýr og tölvunördar, sem mata Macbeth á falsfréttum, spádómum og kukli, koma sterkar inn í byrjun. Rakel Ýr Stefánsdóttir, Þórunn Arna Krist- jánsdóttir og Esther Talía Casey eru eftirminnilegar en kraftur þeirra dalar með kaotískri nálgun og lang- dregnum senum. Þrátt fyrir myndrænar hugmynd- ir og kjarkaða túlkun er drama- túrgía Macbeth ekki nægilega skörp. Málefni á borð við pólitík, stöðu kvenna og ímyndarsköpun taka táknrænt pláss en persónurnar og söguþráðurinn eru út um víðan og blóði drifinn völl. Sem dæmi tekur upptökuvélin mikið pláss fyrst um sinn en hverfur seinna, tapað tæki- færi til að sýna togstreituna á milli hins opinbera og persónulega. Veigamiklar senur týnast og keðju- verkun atvika slitnar. Shakespeare á að ögra Tvær ungar konur mynda listræna þríeykið með Barto. Leikmynd Millu Clarke er eins og mínímalískt helvíti, háir hvítir og gluggalausir veggir. Risastóra fundarborðið undir lokin kallar fram tákn úr samtíma okkar en önnur virka síður, eins og stóri háfurinn. Fata- hönnuðurinn Liucija Kvasyte fyllir tómarúmið með tryllingslegum fatnaði, eins og fortíð og nútíð séu að takast á í spjörunum. Þó má setja spurningarmerki við safaríbúning Ross, einkennilegt uppbrot. Hrafn- kell Flóki Kaktus Einarsson bætir síðan við dúndrandi teknótónlist og þungum bassa, nánast ærandi á köflum, en er hressandi og aflmikið innlegg. Leikverk Shakespeare eru akur sem má endalaust plægja og fram- reiða upp á nýtt. Engin ein nálgun er rétt og sýningar á verkum hans eiga að ögra. Þetta er ástæðan fyrir langlífi leiktextans, tindrandi texti og söguheimur uppfullur af tæki- færum. Stjórnendur Borgarleikhúss- ins eru djarfir að storka örlögunum, sleppa skoska kónginum lausum og gefa upprennandi leikstjóra með ungt listrænt teymi tækifæri til að temja ófreskjuna. Björninn var ekki unninn í þetta skiptið en baráttan var virðingarverð. n Niðurstaða: Óreiðukennd nálgun hamlar annars forvitnilegri sýningu. Pólitískt og fagurfræðilegt umrót Hjörtur Jóhann Jónsson ber leiksýninguna á baki sér, stundum sperrtur en á öðrum stundum boginn, í hlut- verki Macbeth. MynDir/Íris Dögg EinarsDóTTir Örlaganornirnar þrjár sem mata Macbeth af falsfréttum, spádómum og kukli, koma sterkar inn í byrjun sýningar. Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn auglýsir ferðastyrki Árið 2023 verða veittir úr Sænsk-íslenska samstarfssjóðnum ferðastyrkir til að styðja íslenska þátttakendur í sænsk-íslenskum verkefnum. Markmið sjóðsins er að stuðla að auknu samstarfi Svíþjóðar og Íslands á sviði vísinda, menntunar og menningar. • Um styrki þessa skal sótt á sérstökum eyðublöðum er að finna á vefslóðinni https://svenskislandskafonden.se/ansok-om-resebidrag/ Umsóknarfrestur er til klukkan 23:00 að íslenskum tíma 28. febrúar 2023 og skal skila umsóknum samkvæmt upplýsingum á heimasíðu sjóðsins. Fréttablaðið menning 3321. janúar 2023 LAUgARDAgUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.