Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 8
Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is En þegar betur er að gáð má velta því fyrir sér hvor er villtur og hvor er stilltur. Þætti í lagi að matvöru- verslun hætti einn daginn að greiða starfsfólki á kassa laun en henti nokkrum krónum í Mæðra- styrks- nefnd í staðinn? Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Mín skoðun Gunnar Sif Sigmarsdóttir Erum við tilbúin? Samband íslenskra sveitarfélaga og Mannvit standa að fræðsluviðburði og pallborðsumræðu um áhrif loftslagsbreytinga á sveitarfélög, fyrirtæki og innviði. Grand hótel 3.febrúar Kl. 8:30-10:00 Skráning á www.mannvit.is Hjúkrunarfræðingar í Bretlandi fóru í tveggja daga verkfall í vikunni. Að sögn Samtaka breskra hjúkrunarfræðinga hefur raunvirði launa félagsmanna þeirra lækkað um tuttugu prósent á síðustu tíu árum. Kórónaveiruárin afhjúpuðu ólíkt mikil- vægi einstakra starfsstétta. Það voru ekki auglýsingahönnuðir eða sjóðstjórar sem báru byrðar heimsfaraldursins á herðum sér. Yfir dimmustu daga faraldursins, þegar útivistarbann ríkti í Bretlandi og einu hljóðin sem bárust utan af götu voru ýlfur sjúkrabíla, sýndi almenningur þar í landi hjúkrunarfólki þakklæti sitt með vikulegu lófataki. Margir heilbrigðisstarfsmenn tóku gjörningnum þó fálega. Kaldar, dauðar hendur Styr hefur staðið um áramótaskaup Sjón- varpsins sem sýnt var á gamlárskvöld. Deilurnar standa þó ekki um hvort skaupið hafi verið fyndið eins og venjan er. Hinn nýi fjölmiðill Heimildin greindi frá því nýverið að leikstjóri skaupsins, Dóra Jóhannsdóttir, hefði gert alvarlegar athugasemdir við fram- göngu framleiðslufyrirtækisins S800 sem RÚV fól gerð skaupsins. Dóra sagði fram- leiðandann hafa þrýst fast á um að tökur á skaupinu færu fram í nýjum miðbæ Selfoss, en í ljós kom að fasteignafélagið sem byggði og á miðbæinn á Selfossi er helmings eigandi í umræddu framleiðslufyrirtæki. Einnig gerði Dóra athugasemdir við duldar aug- lýsingar og að kröfu hennar um að fá að sjá fjárhagsáætlun hefði verið neitað. En þá er ekki allt talið. Hársbreidd munaði að hin sívinsæla Spaugstofa hefði hætt við þátttöku í lokalagi skaupsins. Var ástæðan sú að framleiðandinn ákvað að leikurunum yrðu ekki greidd laun fyrir vinnu sína heldur yrði fé í staðinn látið af hendi rakna til góðgerðarmála. Í vikunni sagði talsmaður verkalýðsfélags heilbrigðisstarfsfólks í Bretlandi „kaldar, dauðar hendur“ í forsætis- og fjármálaráðu- neytinu koma í veg fyrir mannsæmandi laun starfsstéttarinnar. Þetta eru þó sömu hendur og klöppuðu fyrir heilbrigðisstarfsfólki í Covid. Lokalag áramótaskaupsins hefur hlotið mikið lof. En leikarar, listamenn og skemmtikraftar vita – rétt eins og hjúkr- unarfræðingar – að lófatak leiðir ekki til magafylli. „Okkur fannst skrítið og óeðlilegt að við ættum að koma og vinna vinnuna okkar á þessum forsendum,“ sagði Pálmi Gestsson Spaugstofumaður í samtali við Heimildina. Spaugstofan leitaði til Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum. Framkvæmdastjóri stéttarfélagsins brást hart við og sagði „gjörsamlega galið“ hvernig staðið var að málum. Öllum finnst okkur sjálfsagt að við fáum greitt fyrir vinnu okkar. En þegar kemur að listafólki gegnir öðru máli. Ef undirrituð, sem starfar sem rithöfundur, fengi þúsundkall fyrir hvert það verkefni sem boðist hefði í áranna rás gegn greiðslu á formi „þetta er gott fyrir ferilskrána þína“ eða „börnin/gamal- mennin/saumaklúbburinn yrðu þér þakk- lát“, ætti ég fyrir svo glæsilegri ferð til Tene að hún ylli seðlabankastjóra andvökunótt. Var tökufólk áramótaskaupsins krafið um sjálfboðavinnu? Bílstjórar? Framkvæmda- stjóri framleiðslufyrirtækisins? Þætti í lagi að matvöruverslun hætti einn daginn að greiða starfsfólki á kassa laun en henti nokkrum krónum í Mæðrastyrksnefnd í staðinn? Leikstjóri áramótaskaupsins segir fram- leiðendur þess hafa reynt að koma sér undan því að svara spurningum sem komu þeim illa með því að útmála hana sem erfiða í samskiptum. Hún bað fólk að vera á varð- bergi þegar reynt væri að „sverta mannorð og þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum.“ Ekki verður annað séð en að í veröld fullri af tilætlunarsömum körlum vanti heldur fleiri erfiðar konur en færri. n Erfiðar konur Það sem maðurinn má, leyfist öðrum ekki. Þar er komin meginreglan í sambúð manns og dýra, að því er mönnum finnst. Hún hverfist um þá hugsun að stilltur og skynugur maðurinn eigi að heita villtum skepnum yfirsterkari. Svo einfalt sem það er. En þegar betur er að gáð má velta því fyrir sér hvor er villtur og hvor er stilltur. Svona í raun og sann. Og hvor sýnir hinum meiri yfirgang og ofstæki. Eins er spurningin auð- vitað sú – og hún er á stundum æði ágeng; hvor er skynugri? Í nýsögðum fréttum var greint frá því að forkólfar Sveitarfélagsins Múlaþings hefðu óskað eftir því við Umhverfisstofnun að vöktun yrði hafin á hreindýrum vegna tjóns sem þau valda á bújörðum. Kanna ætti hversu miklar skemmdir þessi villtu spendýr væru að valda á túnum, girðingum, ökrum og skógræktarsvæðum. Og ekki var látið hjá líða að taka dæmi í téðri frétt. Fyrir áratug hefði stór hreindýra- hjörð nagað upp tré hjá bónda í Breiðdal. Sveitamaðurinn hefði engin önnur ráð en að siga hundum á skaðvaldinn og reyna með því móti að stugga dýrunum á burt. Að öðru leyti væru búhöldar á Héraði svo til alveg ráðalausir. Í fréttinni var raunar látið hjá líða að segja frá því að landeigendur eystra fá vel yfir 100 milljónir á ári í tekjur af leyfum til að drepa hreindýrin. Álíka kvartsárir eru búandmenn á Suður- landi, en þar er að vísu vargurinn í líki álftar. Þær éti upp heilu hektarana frá jarðar- eigendum á örskotsstund. Ótækt væri að ekki mætti fækka álftinni. Auðvitað ætti mönnum að vera frjálst að skjóta hana, svo halda mætti aftur af óværunni. Þegar betur er að gáð – og málið skoðað ofan í rótina, hafði viðkomandi bóndi tapað tveimur prósentum af ræktuðu landi sínu. Fyrir norðan og vestan kvarta menn líka sáran yfir ágangi tófunnar, þeim svívirðilega svarki sem engu þyrmi. Og enda þótt þar sé komið eina náttúrulega og upprunalega landspendýrið á Íslandi sem ætti ef til vill að njóta ákveðinnar sérstöðu í lífríki landsins, stendur hugur margra landeigenda til þess að útrýma lágfótunni, þessum djöfullega dýrbít. Engu skiptir þótt fyrir liggi litlar sem engar upplýsingar um fjárhagstjón af völdum refa. Samt eru yfir hundrað þúsund melrakkar skotnir á ári. Og ríkið greiðir byssumönnum milljónir fyrir það í hverjum einasta mánuði. Það er af því að maðurinn má. Sú skynuga skepna. n Markaðurinn má 8 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 21. jAnúAR 2023 LAuGARDAGuR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.