Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 32
kopavogur.is
Í Kópavogi eru 21 leikskóli með u.þ.b. 2100 börn og um 700 starfsmenn í um 550 stöðugildum.
Kópavogsbær er barnvænt og heilsueflandi sveitarfélag þar sem leikskólarnir vinna að innleiðingu
Barnasáttmálans í öllu sínu starfi. Starf leikskóla Kópavogs einkennist af faglegum metnaði þar sem
lögð er áhersla á skapandi og ánægjulegt starfsumhverfi barna og starfsmanna.
Mikilvægt er að ráðgjafi tengiliða leikskóla sé jákvæður og uppbyggjandi í samskiptum, hafi ríkan vilja
til að ná árangri og brennandi áhuga á þróun samþættrar þjónustu í þágu farsældar barna. Ráðgjafi
tengiliða annast faglega ráðgjöf til tengiliða í leikskólum. Hann aðstoðar þá við að mæta þörfum
barna og fjölskyldna og samþætta þjónustu innan og utan leikskólans með árangursríkum hætti.
Helstu verkefni
· Veitir ráðgjöf og upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barna á 1., 2. og 3. stigi þjónustu
til tengiliða leikskóla og eftir atvikum til foreldra, forráðamanna, annarra aðila og stofnana í
sveitarfélaginu.
· Aðstoðar tengiliði við að finna leiðir til að mæta þörfum barna og fjölskyldna og samþætta þjónustu
innan og utan leikskólans með árangursríkum hætti.
· Miðlar til starfsmanna leikskóla nýjungum varðandi samþætta þjónustu og skipuleggur fræðslu.
· Styður tengiliði leikskóla í hlutverki sínu og tekur þátt í innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í
þágu farsældar barna hjá Kópavogsbæ.
· Stuðlar að og styður samstarf í einstökum málum og samstarfsverkefnum á milli deilda og sviða með
það að markmiði að tryggja samþættingu þjónustu og snemmtækan stuðning.
· Skipuleggur ásamt sérkennslustjóra og hefur umsjón með fundum með starfsmönnum leikskóla.
· Safnar og miðlar tölfræðilegum upplýsingum sem snúa að samþættri þjónustu.
· Hefur samstarf við þá aðila er þurfa þykir varðandi innleiðingu samþættrar þjónustu í leikskólum.
Menntunar- og hæfniskröfur
· Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.
· Framhaldsmenntun (Diplóma að lágmarki) á sviði uppeldis- og menntunarfræða, stjórnunar eða
sambærilegra greina.
· Reynsla af starfi með börnum.
· Góð færni í mannlegum samskiptum, skipulagsfærni og vönduð vinnubrögð.
· Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi.
· Færni til að tjá sig skipulega, bæði í ræðu og riti.
Umsóknarfrestur er til og með 6. febrúar 2023.
Nánari upplýsingar um starfið má finna á ráðningarvef Kópavogsbæjar https://kopavogur.alfred.is/
Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt í gegnum ráðningarkerfið Alfreð.
Ráðgjafi tengiliða leikskóla
á menntasviði Kópavogsbæjar
Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík
Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is
Við leiðum
fólk saman
hagvangur.is