Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 32
kopavogur.is Í Kópavogi eru 21 leikskóli með u.þ.b. 2100 börn og um 700 starfsmenn í um 550 stöðugildum. Kópavogsbær er barnvænt og heilsueflandi sveitarfélag þar sem leikskólarnir vinna að innleiðingu Barnasáttmálans í öllu sínu starfi. Starf leikskóla Kópavogs einkennist af faglegum metnaði þar sem lögð er áhersla á skapandi og ánægjulegt starfsumhverfi barna og starfsmanna. Mikilvægt er að ráðgjafi tengiliða leikskóla sé jákvæður og uppbyggjandi í samskiptum, hafi ríkan vilja til að ná árangri og brennandi áhuga á þróun samþættrar þjónustu í þágu farsældar barna. Ráðgjafi tengiliða annast faglega ráðgjöf til tengiliða í leikskólum. Hann aðstoðar þá við að mæta þörfum barna og fjölskyldna og samþætta þjónustu innan og utan leikskólans með árangursríkum hætti. Helstu verkefni · Veitir ráðgjöf og upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barna á 1., 2. og 3. stigi þjónustu til tengiliða leikskóla og eftir atvikum til foreldra, forráðamanna, annarra aðila og stofnana í sveitarfélaginu. · Aðstoðar tengiliði við að finna leiðir til að mæta þörfum barna og fjölskyldna og samþætta þjónustu innan og utan leikskólans með árangursríkum hætti. · Miðlar til starfsmanna leikskóla nýjungum varðandi samþætta þjónustu og skipuleggur fræðslu. · Styður tengiliði leikskóla í hlutverki sínu og tekur þátt í innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna hjá Kópavogsbæ. · Stuðlar að og styður samstarf í einstökum málum og samstarfsverkefnum á milli deilda og sviða með það að markmiði að tryggja samþættingu þjónustu og snemmtækan stuðning. · Skipuleggur ásamt sérkennslustjóra og hefur umsjón með fundum með starfsmönnum leikskóla. · Safnar og miðlar tölfræðilegum upplýsingum sem snúa að samþættri þjónustu. · Hefur samstarf við þá aðila er þurfa þykir varðandi innleiðingu samþættrar þjónustu í leikskólum. Menntunar- og hæfniskröfur · Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun. · Framhaldsmenntun (Diplóma að lágmarki) á sviði uppeldis- og menntunarfræða, stjórnunar eða sambærilegra greina. · Reynsla af starfi með börnum. · Góð færni í mannlegum samskiptum, skipulagsfærni og vönduð vinnubrögð. · Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi. · Færni til að tjá sig skipulega, bæði í ræðu og riti. Umsóknarfrestur er til og með 6. febrúar 2023. Nánari upplýsingar um starfið má finna á ráðningarvef Kópavogsbæjar https://kopavogur.alfred.is/ Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt í gegnum ráðningarkerfið Alfreð. Ráðgjafi tengiliða leikskóla á menntasviði Kópavogsbæjar Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is Við leiðum fólk saman hagvangur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.