Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 17
Þetta var alls ekki planið mitt, ég ætlaði bara að skapa mér líf með börnunum mínum tveimur. unni. Ég er kannski svolítið skrítin. Þeir eru í allt öðrum geirum en framúrskarandi á sínum sviðum.“ Var aldrei kölluð frek Jóhanna segist hafa verið ákveðið barn en verið kennt að fara vel með þann eiginleika. „Ég var aldrei kölluð frek enda ekki gott að segja litlum stelpum að þær séu frekar heldur betra að kenna þeim hvernig maður fer með það að vera ákveðinn. Ég hef fengið gott veganesti, gott heimili, öryggi og ást og umhyggju. Ef ég hefði lent í áföllum í æsku væri ég líklega að díla við meiri kvíða og slíkt. Þó að ég eigi auðvitað mína slæmu daga og það þyrmi yfir mig. Sem mamma er maður líka alltaf með þetta mammviskubit, alltaf að reyna að gera betur og að gagnrýna sjálfan sig. Þannig erum við flestar mömmurnar held ég.“ Aldrei farið út á lífið Jóhanna viðurkennir að hún hafi þurft umhugsunarfrest til að ákveða að leggja í þetta verkefni, Chicago, enda tæki það tíma frá börnunum. „Maður verður auðvitað þreyttur með lítið barn og á lítið eftir um helgar. En ég myndi aldrei bóka mig í neitt annað en verkefni tengd söngnum. Þá fer ég bara og syng, það er bara inn-og-út missjón,“ segir hún og jánkar því að lítið sé um félagslíf utan vinnu. „Það er allt í lagi, maður getur ekki fengið allt og fórnað engu. Ég er ótrúlega heimakær, finnst gaman að halda matarboð eða fara í matarboð og á kaffihús með vinkonum mínum en ég hef aldrei farið út á lífið á ævinni og aldrei drukkið áfengi.“ Spurð út í þá ákvörðun að snerta ekki áfengi segir hún það í raun aldrei hafa komið til greina. „Ég var mikið erlendis á plötu- samningi á yngri árum og byrjaði aldrei að drekka. Ég vissi að ég myndi hafa nóg á minni könnu og það væri óþarfi að fara að taka ein- hverja áhættu líka með áfengi. Ég hef ekkert á móti því að fólk geri hvað sem það vill í þessum efnum,“ bætir hún við sem varnagla. Hún segist hlýða á sína innri rödd. „Mér hefur oft liðið sem það sé ákveðin stýring í gangi og þá bara hlustar maður á hana.“ Fjölmiðlar fóru yfir línuna Einkalíf Jóhönnu Guðrúnar var áberandi í fjölmiðlum árið 2021 þegar hún skildi við eiginmann sinn og barnsföður og hóf nokkru síðar nýtt samband. Þegar hún svo varð barnshafandi snemma í því sam- bandi birtu miðlar fréttir um það án þess þó að hafa samband við hana til að fá fréttina staðfesta. „Það sem mér fannst mjög ljótt var að þetta voru mjög persónuleg mál á mjög viðkvæmum tíma í mínu lífi og það var enginn sem hringdi í mig og spurði mig út í þetta. Ég var sjálf ekki búin að tilkynna neins staðar á netinu að ég væri ófrísk. Ég var ekki búin að segja dóttur minni, enda vildi ég bíða fram yfir 20 vikna sónarinn til að ganga úr skugga um að allt væri með felldu. Ég gat ekki hugsað mér að segja henni fyrr en ég vissi það. Maður veit aldrei.“ Sú bið styttist skyndilega þegar Jóhanna sá fréttir um sjálfa sig og þurfti að segja þá sex ára dóttur sinni það símleiðis að hún ætti von á systkini, svo hún heyrði það ekki annars staðar frá. „Þarna var valdið tekið úr hönd- um mér og mér fannst farið algjör- lega yfir línuna og ráðist inn í mitt persónulega rými. Það hefði verið það minnsta að ég hefði fengið að staðfesta þetta. Ég veit ekki hvernig blaðamenn fengu þetta staðfest, kannski spurðu þeir einhvern úti í bæ, en mér er alveg sama á meðan þau spurðu ekki mig, sem fréttin fjallaði um. Ég veit að þetta er ekk- ert einsdæmi þegar kemur að óvið- eigandi greinum en þetta var það versta sem ég hafði lent í – þótt ég hafi lent í ýmsu í þessum efnum. Þetta fannst mér nýjar lægðir og vona að þetta sé ekki það sem koma skal á Íslandi. Ég kærði mig ekki um að þetta færi í fjölmiðla og hafði því sjálf ekkert sett á samfélagsmiðla.“ Til samanburðar nefnir Jóhanna að þegar hún gekk með son sinn árið 2019 hafi hún ekki sett neitt um það á samfélagsmiðla fyrr en hún var komin rúmar 30 vikur á leið. „Ég veit alveg að ef ég set eitthvað á Facebook eða Instagram þá ratar það í fjölmiðla en þá var það mitt að stjórna því.“ Fundu hvort annað á ný Jóhanna og Ólafur tóku sem fyrr segir saman fyrir tveimur árum en það voru ekki þeirra fyrstu kynni enda höfðu þau verið par á sínum yngri árum, eða frá 2008 til 2010. Aðspurð hvort þetta sé sönnun þess að lengi lifi í gömlum glæðum skellir Jóhanna upp úr og segir: „Já, ætli það ekki bara. Við höfð- um ekkert talað saman í öll þessi ár. Við vorum búin að fara út í lífið og gera alls konar hluti sitt í hvoru lagi en ekkert búin að mætast. Ég rakst svo á hann eftir að ég skildi. Ég upp- lifði það sem þessa ákveðnu stýr- ingu, ég átti bara að hitta þennan mann.“ Jóhanna segir að eftir þennan óvænta fund hafi þau tekið upp spjall og fljótt hafi verið ljóst í hvað stefndi þó svo hún hafi alls ekki verið á leið í nýtt samband, nýskilin með tvö lítil börn. „Þetta var alls ekki planið mitt, ég ætlaði bara að skapa mér líf með börnunum mínum tveimur. Ég ætlaði að prófa það í einhver ár svo þetta var alveg u-beygja. Það var heldur ekkert planað að eignast barn svo snemma en hún er náttúr- lega fullkomin og við gætum ekki verið glaðari með hana. Hún er algjört ljós í lífi allra í kring.“ Spyrnti á móti nafninu Jóhanna Guðrún flissar þegar hún er spurð út í nafn dótturinnar sem heitir í höfuðið á móður sinni. Blaðamaður bendir í þeim efnum á að slíkt þyki ekki tiltökumál þegar kemur að því að synir séu nefndir eftir föður og aldalöng hefð sé fyrir því og segist Jóhanna einmitt hafa rætt þá staðreynd við vinkonur sínar á sínum tíma. „Ég spyrnti hressilega á móti þess- ari hugmynd í svolítinn tíma,“ segir hún, en hugmyndin kom frá barns- föðurnum. „Ég hafði sagt að hann mætti ráða nafninu enda heita eldri börnin mín í höfuðið á foreldrum mínum. Þegar hann svo kom með þessa hugmynd var ég ekki alveg á því. Hann benti þá á að það þýddi ekki að segja að hann mætti ráða og segja svo bara nei,“ segir hún og hlær. „Ég ákvað því að segja bara ókei. Mér fannst líka mjög fallegt að hann vildi þetta – en þetta var mikið diskú terað og mér fannst þetta svolítið erfitt. Dóttir mín fékk að tilkynna nafnið í skírninni og hún þurfti alveg að venjast því að segja þetta nafn. Það voru allir pínu hissa,“ segir hún og hlær. „Bræður mínir héldu að dóttir mín væri að grínast. En það eru allir glaðir með nafnið enda heiti ég í höfuðið á tveimur ömmum mínum,“ segir hún og viðurkennir að það hafi tekið tíma að venjast því að kalla dótturina nafninu. „Ég var sífellt að segja að ég hefði ekki valið nafnið.“ Skil ekki þessa slúðurmenningu Ellefu ár liðu frá því að upp úr slitn- aði milli Jóhönnu og Ólafs og þar til þau náðu saman á ný, en ætli hann hafi beðið þess að hún rataði aftur til hans? „Ég veit það ekki, en það er sagan sem ég segi sjálfri mér,“ segir hún og skellir upp úr. Aðspurð hvernig gangi að púsla saman nýrri fjölskyldu segir hún það ganga vel. „En maður er oft þreyttur og bug- aður á því og ég lenti í því síðasta laugardag að vera grenjandi heima hjá mér af þreytu. Það er ekkert full- komið og þetta hefur auðvitað tekið á en það eru allir að gera sitt besta. Ég get ekki kvartað. Maður þarf líka að beita ákveðnu æðruleysi í lífinu, það eru allir heilbrigðir og það líður öllum vel.“ Sögusagnir eiga það til að kvikna þegar fólk efnir til nýs sambands stuttu eftir skilnað og fór Jóhanna Guðrún ekkert varhluta af því. „Ég vissi alveg að fólk myndi leggja saman tvo og tvo og fá út ein- hverja fáránlega tölu. Auðvitað er það ömurlegt, enda var þetta ekki þannig og það kemur heldur ekki neinum við. Ég skil ekki þessa slúð- urmenningu, að sitja og tala um líf annarra, sérstaklega þegar fólk er að ganga í gegnum erfiðleika. Það var mjög erfitt að fara í gegnum og ég ætla ekkert að ljúga öðru. Það er erf- itt að vita til þess að þessa vikuna sé maður það sem fólk er að tala um.“ En Jóhanna Guðrún er hugdjörf sem fyrr og með skýran fókus. Lífið snýst um fjölskylduna og sönginn en auk þess að fara með aðalhlut- verkið í söngleiknum Chicago er hún með tvær stúdíóplötur í vinnslu, gamlar íslenskar perlur og popp. Eftir u-beygjuna liggur leiðin beint áfram og upp. n Jóhanna hér í hlutverki Velmu í uppfærslu Leikfélags Akur- eyrar á Chicago. Jóhanna hefur dvalið norðan heiða undan- farna mánuði við æfingar. Fréttablaðið/ auðunn Það hefur mikið mætt á Jóhönnu sem skiptir tíma sínum á milli strangra æfinga og umönnunar átta mánaða gamallar dóttur. Fréttablaðið/auðunn Fréttablaðið helgin 1721. janúar 2023 lAUgARDAgUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.