Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 46
Við hentum öllu út, brutum niður vegginn inn í hlöðuna til að búa til meira pláss og færðum innganginn inn í húsið. Hesthús Nadiu Katrínar Ban- ine og eiginmanns hennar Gunnars Sturlusonar í Víði- dalnum er einkar huggulegt enda hefur það vakið athygli hjá nágrönnum sem hafa jafn- vel sótt til þeirra lausnir og hugmyndir. Nadia, sem er annálaður fagurkeri, lét gamlan draum rætast og mennt- aði sig í innanhússhönnun í Mílanó þaðan sem hún útskrifaðist frá hönnunarskólanum Istituto Euro- peo di Design fyrir tveimur árum. Aðalstarf hennar sem löggiltur fasteignasali rímar vel við áhugann á innanhússhönnun en hún býður seljendum sem öðrum upp á ráðgjöf þegar kemur að því að gera heimilið sem fallegast. Sameinaði áhugamálin Þegar kom að kaupum á hesthúsi í Víðidal gat Nadia sameinað áhuga- málin tvö, hestamennsku og innan- hússhönnun, en Nadia segist hafa farið að stunda hestamennsku 10 ára gömul. „Þá eignaðist ég dásamlega vin- konu sem kynnti mig fyrir hesta- mennskunni og fór það svo að ég keypti mér minn eigin hest þegar ég var 15 ára. Ég fór líka nokkur sumur í sveit og það kynti enn frekar undir þessari bakteríu. Ég gerði svo langt hlé á þessu þegar ég bjó erlendis og hafði sennilega ekki farið á hestbak í næstum 20 ár þegar ég byrjaði aftur, sem hafði þær afleiðingar að ég fór alveg á bólakaf aftur,“ segir hún og hlær. Nadia tók þetta alla leið og fór í nám í reiðmennsku við Bændaskólann á Hvanneyri. „Ég fékk svo að læra aðeins meira hjá vinkonu minni og hennar manni sem reka tamningastöð í Austur- Landeyjunum.“ Veðursæld í Víðidalnum Nadia og Gunnar keyptu húsið í Víðidalnum árið 2018 og fóru þau strax í að gera það upp. „Við vorum áður með hesthús í Kópavoginum, en okkur finnst bæði meiri veðursæld og skemmti- legri reiðleiðir í Víðidalnum,“ segir Nadia en þau hjónin stunda hesta- mennskuna af miklum móð auk þess sem dætur Nadiu bætast við á sumrin. „Við hentum öllu út, brutum niður vegginn inn í hlöðuna til að búa til meira pláss og færðum inn- ganginn inn í húsið,“ segir Nadia en þegar húsið er fullt komast fyrir sjö hestar. Nágrannar fylgdu í kjölfarið Hesthúsið er einkar hlýlegt eins og sjá má, með snyrtilegri kaffistofu, þvottavél og þurrkara og segir Nadia mikla vitundarvakningu hafa orðið hjá hestamönnum þegar kemur að því að hafa líka huggulegt í hesthús- inu sínu. Hentu öllu út úr hesthúsinu Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is „Það er gaman að sjá hvað margir nágrannar okkar hafa fylgt í kjöl- farið að gera hesthúsin hlýlegri. Það má alveg segja að það var mikill gestagangur hjá okkur fyrst eftir að við tókum húsið í gegn. Kunnugir og ókunnugir voru að kíkja í gætt- ina hjá okkur og spyrja um lausnir og fá hugmyndir. Fyrir nokkrum árum kom ný reglugerð sem lagði línurnar með stærðina á hverri stíu og í kjölfarið var mikið af fólki sem fór í það að endurnýja húsin svo að plássið nýtist betur.“ Hesthús Nadiu og Gunnars í Víðidalnum er einkar hlýlegt og snyrtilegt enda verja þau miklum tíma þar. Fréttablaðið/Valli Pláss er fyrir sjö hross í stíum í húsinu. Fréttablaðið/Valli 22 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 21. jAnúAR 2023 lAUgARDAgUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.