Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 56
Þótt myndirnar sæki margar hverjar innblástur sinn og efnivið í landslag vill Kristján ekki kalla þær landslagsmyndir og segir það ekki vera hlutverk listamannsins að útskýra verkin alla leið. „Þegar ég geri þessi verk, er ég meira bara eins og fréttaritari eða skrásetjari. Mér finnst það vera áhorfandans að fara inn í verkið og skoða það og þar af leiðandi hugsa svolítið um það sem verkið er að segja og fara inn í innihaldið,“ segir hann. Pantaði sér loftstein Að sögn Kristjáns eiga verk hans það sameiginlegt að fjalla um tilvist mannsins í víðu samhengi en verkin takmarkast þó ekki bara við jörðina heldur eru einnig um himintunglin. Eitt verkið vann Kristján nefnilega upp úr broti af loftsteininum Tam- dakht H5, sem féll til jarðar í des- ember 2008 í Marokkó, sem hann pantaði sérstaklega og vann lit úr. „Ég held að við þurfum að skoða þetta í svolítið stærra samhengi en þessa agnarlitlu kúlu sem við búum á. Það sem er líka áhugavert er að það hafa fundist efnahvörf í loftsteinum sem eru þau sömu og eru í lífinu á jörðinni. Það eru get- gátur um það að líf á jörðinni hafi kviknað vegna utanaðkomandi efna sem hafa hugsanlega komið hingað með loftsteinum. Þá getum við sagt að það sé ekki fráleitt að draga þá ályktun að við séum geimverur,“ segir Kristján og hlær. Vildi íslenskt postulín Á sýningu Kristjáns er einnig að finna tvö verk sem hann tileinkar Júlíönu Maríu sem var drottning Danmerkur á seinni hluta 18. aldar „Hún stofnaði konunglegu postu- línsverksmiðjuna sem heitir í dag Royal Copenhagen. Á þessum tíma um 1775 þá komu Danir hingað og nálguðust hér íslenskt postulín sem þeir fundu uppi á Bleikjuholti á Ströndum. Þeir f luttu þetta efni á skipi til Danmerkur til að athuga hvort það væri hægt að nota það í postulínsgerð í þessari nýju verk- smiðju.“ Danir höfðu nefnilega sjálfir ekk- ert postulín en hið íslenska postulín kom þeim þó ekki að notum því það glataðist í heimferðinni. „Það vildi ekki betur til en að skipið lenti í einhverju óveðri og allt postulínið fór í hafið. Þannig að það varð ekkert úr því að íslenskt postu- lín yrði notað í þessari verksmiðju. Ég tók mig til og varð mér úti um þetta sama postulín og er búinn að búa til verk tileinkað þessari drottningu, annars vegar er það kaffikanna fyrir Júlíönu Maríu og hins vegar undirskál,“ segir Krist- ján. Á verkunum má sjá útlínur íslenskra blóma sem vísa í skreyt- ingar eins og eru gjarnan á postu- línsmunum. Hendir hinum verkunum Kristján ferðast víða til að sækja sér efnivið í verk sín en ekki er alltaf hlaupið að því að verða sér úti um efni, til dæmis eru tvö verk á sýningunni gerð með annars vegar steinefni frá Betlehem og hins vegar jarðvegi frá musterishæðinni í Jerú- salem. Ertu lengi að vinna hvert verk? „Það getur verið, já. Efnið getur verið á vinnustofunni í nokkur ár þangað til ég vinn verkin. Ef mér tekst að gera ásættanleg verk geri ég stundum fleiri en eitt verk þangað til ég er ánægður og þá hendi ég yfir- leitt hinum eða farga þeim. Þetta er svolítið þannig vinnulag sem ég nota.“ n Þó að verkin séu efniskennd þá fjalla ég í raun og veru ekki um efnið heldur frekar það sem er handan við efnið. tsh@frettabladid.is Sýningunni Geómetríu í Gerðar- safni lýkur á sunnudag og verða því haldnar tvær leiðsagnir um sýn- inguna nú um helgina. Á laugardag klukkan 14 ræðir Loji Höskuldsson myndlistarmaður og áhugamaður um módernískan arkitektúr um hús Sigvalda Tordarsonar í tengslum við sýninguna. Á sunnudag klukkan 2 munu svo Brynja Sveinsdóttir og Cecilie Gaihede sýningarstjórar leiða gesti um sýninguna á síðasta sýningardegi. Geómetría var opnuð í Gerðar- safni síðasta haust en um er að ræða yfirlitssýningu á verkum 22 listamanna sem voru í forsvari list- hreyfingarinnar geómetríu á sjötta áratug síðustu aldar. „Geómetría spratt úr tilrauna- mennsku og framsæknum hug- myndum um eðli og möguleika listarinnar. Hreyfingin kom sem loftsteinn inn í íslenskt menning- arlíf í upphafi sjötta áratugarins og olli straumhvörfum í listalífi þjóð- arinnar. Hreyfingin var andsvar við ríkjandi fagurfræði þar sem leitast var við að finna nýjar leiðir til sköp- unar og tjáningar. Geómetrían var ekki einangruð myndlistarstefna heldur nýtt viðmót, túlkun og tján- ing á samtímanum þar sem mynd- listin flæddi út fyrir rammann, sam- runi listgreina var mögulegur og borgin var vettvangur menningar,“ segir í sýningartexta Gerðarsafns. L i s t a me n n s ý n i ng a r i n n a r eru Ásgerður Búadóttir, Bene- dikt Gunnarsson, Eiríkur Smith, Eyborg Guðmundsdóttir, Gerður Helgadóttir, Guðmunda Andrés- dóttir, Guðmundur Benediktsson, Hafsteinn Austmann, Hjörleifur Sigurðsson, Hörður Ágústsson, Karl Kvaran, Kjartan Guðjónsson, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Málfríður Konráðsdóttir, Nína Tryggvadóttir, Skarphéðinn Har- aldsson, Svavar Guðnason, Sverrir Haraldsson, Vala Enard Hafstað, Valtýr Pétursson og Þorvaldur Skúlason. Aðgangur að leiðsögnunum er ókeypis og öll eru velkomin. n Síðasta sýningarhelgi Geómetríu í Gerðarsafni Cecilie Gaihede og Brynja Sveinsdóttir, sýningarstjórar Geómetríu, munu leiða gesti um sýninguna á síðasta sýningardegi. Fréttablaðið/anton brink Kristján Steingrímur sankar að sér jarðefnum og stein- efnum víðs vegar að úr heim- inum til að vinna málverk. Eitt verkanna á nýrri sýningu hans í BERG Contemporary er gert úr loftsteini. Listamaðurinn Kristján Steingrímur opnar sýninguna Héðan og þaðan í galleríinu BERG Contemporary í dag, laugardag. Sýningin saman- stendur af málverkum sem Kristján vinnur úr náttúrulegum efnum sem hann sankar að sér víða úr heim- inum. „Ég nota jarðefni og steinefni, sem ég sæki á mismunandi staði á jörðinni og vinn úr þeim liti. Ég myl þá niður í litaduft og blanda í þá bindiefni, annaðhvort línolíu eða akrýl. Þetta er í sjálfu sér þekkt aðferð, gömul og ný, við að búa til liti og málningu. Nema að ég sæki þá á staði sem ég heimsæki og eru að ein- hverju leyti manninum mikilvægir og hafa þar af leiðandi skírskotun,“ segir Kristján. Handan við efnið Um er að ræða bæði staði á Íslandi og erlendis og sækja málverk Krist- jáns gjarnan nöfn sín frá þessum stöðum en þau heita nöfnum á borð við Námaskarð, Seyðishólar, Sól- heimajökull, Rauðisandur, Betle- hem, Carmel, Omaha Beach, Sienna og Bordeux. „Þó að verkin séu efniskennd þá fjalla ég í raun og veru ekki um efnið heldur frekar það sem er handan við efnið,“ segir Kristján. Beðinn um að nefna dæmi um staði sem hann hefur heimsótt bendir Kristján á tvö verk sem hanga í sýningarsal BERG Contemporary. „Hér eru tvö verk, annars vegar verk sem heitir Undan jökli og er gert úr steinefni frá rótum Sólheima- jökuls. Þetta eru steinefni sem hafa nýlega komið fram og enginn hefur séð áður. Þetta er þar af leiðandi náttúrlega svolítið tilvísun í hvað er að gerast með loftslagsbreytingar. Hér er verk sem ég kalla Hyldýpið bláa og er í raun og veru steinar úr Drekkingarhyl á Þingvöllum. Þetta fjallar um konurnar sem var drekkt á Þingvöllum og hversu rugluð mannskepnan getur verið,“ segir hann. Eins og fréttaritari Við fyrstu sýn gætu þetta virst vera abstraktmyndir en það eru vísanir í þeim, ekki satt? „Það eru vísanir í flestöllum verk- unum mínum. Ég nota tiltölulega einfalda myndræna framsetningu. Ýmist tvískipt form, lóðrétt eða lárétt. Kannski vegna þess að ég vil ekki flækja málin, ég er ekki að leita að formum, ég vil frekar nýta mér og nota form til að koma innihaldinu til skila.“ Tilvist mannsins í víðu samhengi Kristján Steingrímur fyrir framan nokkur verk sín á sýningunni Héðan og þaðan í BERG Contemporary. Fréttablaðið/Valli Kristján ferðast víða um heim til að sækja sér efnivið í verk sín. Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is 32 menning FRÉTTABLAÐIÐ 21. jAnúAR 2023 LAUgARDAgUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.