Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 55
Til að bregðast við hefur Tesla ráðið aukinn mannskap en fjölgað hefur verið um 300 störf í Berlín á einni viku. Um er að ræða 6,2 lítra V8-vél sem skilar 646 hestöflum. njall@frettabladid.is Það var hinn nýi rafjeppi Jeep Aven- ger, sem kom sá og sigraði í valinu á bíl ársins í Evrópu 2023 á dögunum. Tilkynnt var um valið á Bílasýning- unni í Brussel en valið stóð á milli sjö bíla í úrslitum. Bíllinn er hann- aður með Evrópumarkað í huga en Avenger vann með nokkuð góðum mun og hlaut 328 stig í valinu, 87 stigum á undan næsta bíl sem var Volkswagen ID.Buzz. Að sögn Antonella Bruno, for- stjóra Jeep í Evrópu, mun fjórhjóla- drifin útgáfa bílsins koma á markað á næsta ári. Jeep Avenger rafbíllinn er kominn á markað í Evrópu sem framdrifsbíll og er einungis seldur sem raf bíll á f lestum mörkuðum í Evrópu. Fjórhjóladrifin útgáfa hans verður væntanlega með tveimur raf- mótorum en slíkur tilraunabíll var sýndur á bílasýningunni í París í fyrra. Þó að Avenger sé byggður á e- CMP-undirvagninum, sem einnig er undir framhjóladrifnum bílum eins og Opel Mokka og Peugeot e-2008, hafa hönnuðir Jeep þróað fjórhjóla- drifsútgáfu með þeim undirvagni. Þegar höfðu verið gerðar yfir 7.000 pantanir á framdrifsútgáfunni áður en hann fór á markað sem er meira en nokkur annar Jeep á undan honum. Að sögn Sigurðar Kr. Björns- sonar hjá Ísband er reiknað með að Avenger komi hingað til lands í maí. Endanlegt verð liggur ekki fyrir en það verður kynnt fljótlega og mun þá forsala á bílnum hefjast í kjöl- farið. n Jeep Avenger kemur með fjórhjóladrifi Jeep sendi frá sér þessa mynd sem sýnir Jeep Avenger í fjórhjóladrifsútgáfu. MYND/JEEP Nýlega var Jeep Avenger valinn Bíll ársins í Evrópu 2023. Chevrolet hefur kynnt til sög- unnar fyrsta Corvette-sport- bílinn sem er rafdrifinn að hluta. Bíllinn heitir Corvette E-Ray og er með rafmótor við framdrifið sem gerir hann að fyrsta Corvette-bílnum með fjórhjóladrifi. njall@frettabladid.is Þeir sem elska stórar bensínvélar þurfa samt ekkert að óttast því að LT2 V8-vélin fær að halda sér. Um er að ræða 6,2 lítra vél sem ásamt raf- mótornum skilar 646 hestöf lum. Þótt það sé aðeins undir afli C8 Z06 er E-Ray samt f ljótari í hundraðið vegna rafmótorsins, eða aðeins 2,5 sekúndur. Rafmótorinn er tengdur við 1,9 kWst rafhlöðu sem er ekki hlaðanleg með snúru. Vélin getur slökkt á f jórum strokkum til að spara eldsneyti og jafnvel er hægt að aka bílnum stutt- ar vegalengdir á rafmagninu ein- göngu. Er þá keyrt á Stealth Mode akstursstillingu en hægt er að velja á milli sex stillinga og þar með talið brautarstillingar. Bíllinn er 110 kíló- um þyngri en hefðbundin Corvette vegna rafbúnaðarins og þess vegna eru keramikbremsur og Magnetic Ride Control-fjöðrun staðalbún- aður. Grunnútfærsla Corvette E-Ray mun kosta frá 15 milljónum króna í Bandaríkjunum. n Frumkynning Corvette E-Ray í tvinnútfærslu E-Ray sportbíllinn er 90 mm breiðari en venjuleg Corvetta og fær öðruvísi fram- og afturenda. MYNDIR/CHEVROLET Miðjuskjárinn hallar að ökumanni og stýrið er ekki alveg hringlaga. njall@frettabladid.is Að sögn fjármálaráðherra Branden- burg-héraðs í Þýskalandi, þar sem risaverksmiðja Tesla er staðsett, er þörf á aukinni framleiðslu þar til að bregðast við aukinni eftirspurn. Í síðustu viku lækkaði Tesla verð umtalsvert á bílum sínum eða um allt að 20% og þar af leiðandi hafa biðlistar lengst. Hefur afhendingar- tími Tesla Model Y lengst um mánuð á einni viku svo dæmi sé tekið hjá vefmiðlinum AutoNews Europe. Til að bregðast við þessu hefur Tesla ráðið aukinn mannskap en fjölgað hefur um 300 störf í verk- smiðjunni á einni viku. Eins og staðan er í dag afhendir verksmiðj- an 3.000 bíla á hverri viku. n Tesla bregst við auknum pöntunum Starfsmenn Tesla í Gruenheide-verksmiðjunni nálægt Berlín hafa kvartað undan auknu vinnuálagi. MYND/EPA njall@frettabladid.is Þar sem að Fiat-merkið er nú komið undir hatt Stellantis Group er við- búið að nokkrar breytingar verði gerðar á framleiðslu merkisins. Ein af þessum breytingum er að áætlað er að breyta Tipo-fjölskyldubílnum í lítinn jeppling sem koma mun á markað árið 2025, en þá verða liðin tíu ár frá því að núverandi gerð hans kom á markað. Mikið stendur reyndar til hjá Fiat á næstu árum því von er á nýjum gerðum af Fiat Punto og Panda. Að sögn Olivier Francois, forstjóra Fiat, verður nýr Tipo-jepplings- legur blendingsbíll og með frétt- inni fylgir tölvugerð mynd sem vefmiðillinn Auto Express lét gera af hugsanlegu útliti hans. Einnig er von á slíkri útgáfu af rafdrifinni útgáfu 500-bílsins sem fær einfald- lega nafnið 500X EV, en hann kemur á markað á þessu ári. Nýr Tipo mun koma á CMP-undirvagni Stellantis sem er undir fjölda bíla eins og Peu- geot 208 og Citroen C4, en þá verður líka stutt í að STLA-undirvagninn leysi hann af hólmi. Líklegt má teljast að nýr Tipo verði einungis seldur sem raf bíll á mörgum mörkuðum í Evrópu. n Fiat Tipo verður jepplingur næst Tölvugerða myndin sýnir bíl með jepplingsútliti byggðu á nýlegum útlits- þáttum nýjustu bíla Fiat. MYND/AVARVARII Nýr Fiat Tipo mun koma á CMP-undir- vagni Stellantis sem er einnig undir Peugeot 208 og Citroen C4. FRéTTAblAðið bílar 3121. JAnúAR 2023 laUGarDaGUr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.