Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 55
Til að bregðast við
hefur Tesla ráðið
aukinn mannskap
en fjölgað hefur verið
um 300 störf í Berlín á
einni viku.
Um er að ræða 6,2 lítra
V8-vél sem skilar 646
hestöflum.
njall@frettabladid.is
Það var hinn nýi rafjeppi Jeep Aven-
ger, sem kom sá og sigraði í valinu á
bíl ársins í Evrópu 2023 á dögunum.
Tilkynnt var um valið á Bílasýning-
unni í Brussel en valið stóð á milli
sjö bíla í úrslitum. Bíllinn er hann-
aður með Evrópumarkað í huga en
Avenger vann með nokkuð góðum
mun og hlaut 328 stig í valinu, 87
stigum á undan næsta bíl sem var
Volkswagen ID.Buzz.
Að sögn Antonella Bruno, for-
stjóra Jeep í Evrópu, mun fjórhjóla-
drifin útgáfa bílsins koma á markað
á næsta ári. Jeep Avenger rafbíllinn
er kominn á markað í Evrópu sem
framdrifsbíll og er einungis seldur
sem raf bíll á f lestum mörkuðum í
Evrópu. Fjórhjóladrifin útgáfa hans
verður væntanlega með tveimur raf-
mótorum en slíkur tilraunabíll var
sýndur á bílasýningunni í París í
fyrra.
Þó að Avenger sé byggður á e-
CMP-undirvagninum, sem einnig er
undir framhjóladrifnum bílum eins
og Opel Mokka og Peugeot e-2008,
hafa hönnuðir Jeep þróað fjórhjóla-
drifsútgáfu með þeim undirvagni.
Þegar höfðu verið gerðar yfir 7.000
pantanir á framdrifsútgáfunni áður
en hann fór á markað sem er meira
en nokkur annar Jeep á undan
honum.
Að sögn Sigurðar Kr. Björns-
sonar hjá Ísband er reiknað með að
Avenger komi hingað til lands í maí.
Endanlegt verð liggur ekki fyrir en
það verður kynnt fljótlega og mun
þá forsala á bílnum hefjast í kjöl-
farið. n
Jeep Avenger kemur
með fjórhjóladrifi
Jeep sendi frá sér þessa mynd sem sýnir Jeep Avenger í fjórhjóladrifsútgáfu.
MYND/JEEP
Nýlega var Jeep Avenger valinn Bíll
ársins í Evrópu 2023.
Chevrolet hefur kynnt til sög-
unnar fyrsta Corvette-sport-
bílinn sem er rafdrifinn að
hluta. Bíllinn heitir Corvette
E-Ray og er með rafmótor við
framdrifið sem gerir hann að
fyrsta Corvette-bílnum með
fjórhjóladrifi.
njall@frettabladid.is
Þeir sem elska stórar bensínvélar
þurfa samt ekkert að óttast því að
LT2 V8-vélin fær að halda sér. Um er
að ræða 6,2 lítra vél sem ásamt raf-
mótornum skilar 646 hestöf lum.
Þótt það sé aðeins undir afli C8 Z06
er E-Ray samt f ljótari í hundraðið
vegna rafmótorsins, eða aðeins 2,5
sekúndur. Rafmótorinn er tengdur
við 1,9 kWst rafhlöðu sem er ekki
hlaðanleg með snúru.
Vélin getur slökkt á f jórum
strokkum til að spara eldsneyti og
jafnvel er hægt að aka bílnum stutt-
ar vegalengdir á rafmagninu ein-
göngu. Er þá keyrt á Stealth Mode
akstursstillingu en hægt er að velja
á milli sex stillinga og þar með talið
brautarstillingar. Bíllinn er 110 kíló-
um þyngri en hefðbundin Corvette
vegna rafbúnaðarins og þess vegna
eru keramikbremsur og Magnetic
Ride Control-fjöðrun staðalbún-
aður. Grunnútfærsla Corvette E-Ray
mun kosta frá 15 milljónum króna í
Bandaríkjunum. n
Frumkynning Corvette
E-Ray í tvinnútfærslu
E-Ray sportbíllinn er 90 mm breiðari en venjuleg Corvetta og fær öðruvísi fram- og afturenda. MYNDIR/CHEVROLET
Miðjuskjárinn hallar að ökumanni og stýrið er ekki alveg hringlaga.
njall@frettabladid.is
Að sögn fjármálaráðherra Branden-
burg-héraðs í Þýskalandi, þar sem
risaverksmiðja Tesla er staðsett, er
þörf á aukinni framleiðslu þar til
að bregðast við aukinni eftirspurn.
Í síðustu viku lækkaði Tesla verð
umtalsvert á bílum sínum eða um
allt að 20% og þar af leiðandi hafa
biðlistar lengst. Hefur afhendingar-
tími Tesla Model Y lengst um mánuð
á einni viku svo dæmi sé tekið hjá
vefmiðlinum AutoNews Europe.
Til að bregðast við þessu hefur
Tesla ráðið aukinn mannskap en
fjölgað hefur um 300 störf í verk-
smiðjunni á einni viku. Eins og
staðan er í dag afhendir verksmiðj-
an 3.000 bíla á hverri viku. n
Tesla bregst við
auknum pöntunum
Starfsmenn Tesla í Gruenheide-verksmiðjunni nálægt Berlín hafa kvartað
undan auknu vinnuálagi. MYND/EPA
njall@frettabladid.is
Þar sem að Fiat-merkið er nú komið
undir hatt Stellantis Group er við-
búið að nokkrar breytingar verði
gerðar á framleiðslu merkisins. Ein
af þessum breytingum er að áætlað
er að breyta Tipo-fjölskyldubílnum
í lítinn jeppling sem koma mun á
markað árið 2025, en þá verða liðin
tíu ár frá því að núverandi gerð hans
kom á markað.
Mikið stendur reyndar til hjá Fiat
á næstu árum því von er á nýjum
gerðum af Fiat Punto og Panda.
Að sögn Olivier Francois, forstjóra
Fiat, verður nýr Tipo-jepplings-
legur blendingsbíll og með frétt-
inni fylgir tölvugerð mynd sem
vefmiðillinn Auto Express lét gera
af hugsanlegu útliti hans. Einnig
er von á slíkri útgáfu af rafdrifinni
útgáfu 500-bílsins sem fær einfald-
lega nafnið 500X EV, en hann kemur
á markað á þessu ári. Nýr Tipo mun
koma á CMP-undirvagni Stellantis
sem er undir fjölda bíla eins og Peu-
geot 208 og Citroen C4, en þá verður
líka stutt í að STLA-undirvagninn
leysi hann af hólmi.
Líklegt má teljast að nýr Tipo
verði einungis seldur sem raf bíll á
mörgum mörkuðum í Evrópu. n
Fiat Tipo verður jepplingur næst
Tölvugerða myndin sýnir bíl með jepplingsútliti byggðu á nýlegum útlits-
þáttum nýjustu bíla Fiat. MYND/AVARVARII
Nýr Fiat Tipo mun
koma á CMP-undir-
vagni Stellantis sem er
einnig undir Peugeot
208 og Citroen C4.
FRéTTAblAðið bílar 3121. JAnúAR 2023
laUGarDaGUr