Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 60
Við erum eiginlega bara alla daga að einbeita okkur að atriðinu í keppninni. Brynja Mary Íslensku systurnar Brynja Mary og Sara Victoria Sverris­ dætur keppa í Dansk Melodi Grand Prix. Þrátt fyrir að vera ungar eru þær reynsluboltar sem hafa ekki hætt að syngja síðan þær voru þriggja ára. odduraevar@frettabladid.is Þær Brynja Mary og Sara Victoria Sverrisdætur verða fulltrúar Íslands í dönsku undankeppninni fyrir Eurovision þann 11. febrúar næst­ komandi. Þær stíga á svið undir nafni hljómsveitar sinnar Eyjaa með lagið I Was Gonna Marry Him, en þær eru einmitt að vinna með hluta af sama teymi og Emmelie de Forrest, danski sigurvegarinn í Eurovision árið 2013. „Þetta var ekkert eðlilega góður dagur en það var brjálað að gera, við fórum í fullt af viðtölum og ræddum lagið, það var mjög gaman,“ segir Brynja Mary sem fagnaði 19 ára afmælinu sínu sama dag og lagið kom út og heimurinn fékk að vita að þær systur yrðu meðal keppenda í Dansk Melodi Grand Prix. Þrátt fyrir ungan aldur eru þær systur engir aukvisar þegar kemur að tónlistinni. „Við höfum verið að undirbúa þetta frekar lengi,“ segir Brynja Marie sem tók þátt í Söngva­ keppni Sjónvarpsins árið 2020 með frumsamið lag sitt Augun þín. Hún og Sara Victoria, sem er 17 ára gömul, hafa þannig f lakkað á milli Danmerkur þar sem þær búa og Los Angeles í Bandaríkjunum en þær eru á samningi hjá Univer­ sal. Þær hafa gefið út þó nokkur lög síðan, meðal annars lagið Don’t Forget about me sem var meðal tíu vinsælustu laga Danmerkur í sextán vikur samfleytt í fyrra. „Við vorum í alþjóðlegu dans­ námi í fyrra, að hluta til í Kaup­ mannahöfn og síðan í Los Angeles í þrjá mánuði,“ segir reynsluboltinn Brynja Mary en Justin Bieber var þar líka. Hún segir þær systur ekki hafa hugsað sig tvisvar um þegar þeim var boðið að taka þátt í dönsku undankeppninni. „Það fer auðvitað gríðarlegur tími í þetta. Við erum á stífum æfingum og svo eru það myndatökur og við­ töl og allt þetta. Við erum eiginlega bara alla daga að einbeita okkur að atriðinu í keppninni,“ segir Brynja en keppnin fer fram þann 11. febrú­ ar næstkomandi. Átta lög taka þátt og fer sigurlagið áfram í Eurovision og verður fulltrúi Danmerkur í Liverpool í maí. Höf­ undar lagsins eru Rasmus Olsen, Maria Broberg og Thomas Butten­ schön sem öll hafa tekið þátt áður í undankeppninni. „Það er búið að vera geggjað að vinna með þeim. Þau eru með svo góðar hugmyndir og þekkja Melodi Grand Prix rosa­ lega vel og vita alveg hvað virkar,“ segir Brynja um samstarfið. Hún segir aðspurð Melodi Grand Prix risastóra keppni. „Það fer mjög mikið púður í þessa keppni. Við vissum eiginlega ekki hvað þetta er mikið, það er spáð og spekúlerað í öllu mögulegu sem við höfðum ekki hugmynd um að við þyrftum að velta fyrir okkur.“ Þær systur hafa sungið og dansað síðan þær voru þriggja ára gamlar. „Við byrjuðum í svona músíkleik­ skóla þegar við vorum þriggja ára og mamma keyrði okkur alltaf í klukkutíma alla morgna í skólann af því við elskuðum að syngja og dansa,“ segir Brynja. Hún viðurkennir að þær systur geti hreinlega ekki beðið eftir því að stíga á svið í febrúar til að heilla Dani upp úr skónum. „Það er allt að gerast og við erum tilbúnar að stökkva á sviðið og gefa allt í þetta.“ n Halldór Auðar Svansson Frétt vikunnar | „Jón Gunnarsson dómsmálaráð­ herra hefur pínu einokað frétta­ plássið þessa vikuna, með því að vera allt í einu bara búinn að leyfa lögreglunni að nota rafbyssur,“ segir Halldór Auðar Svansson, varaþing­ maður Pírata, spurður hvað honum finnist fréttnæmast í vikunni sem nú var að líða. „Þetta var að sjálfsögðu mjög fréttnæmt þar sem enginn annar virðist hafa vitað af þessu, ekki einu sinni samstarfsfólk ráðherrans í rík­ isstjórn,“ segir Halldór. „Annað í vikunni sem tengist hans ráðuneyti er birting á stjórn­ sýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á innheimtu dómsekta, sem sýnir að lítið hefur áunnist í að bæta óeðli­ lega lágt innheimtuhlutfall frá því að fyrst var á þetta bent árið 2009. Það er sérstaklega áhugavert að innheimtuhlutfallið lækkar eftir því sem upphæð sektanna hækkar, þannig að þarna eru að tapast veru­ legir fjármunir og fælingarmáttur sekta við brotum á borð við skatta­ lagabrot í raun mjög takmarkaður, af því það næst í f lestum tilfellum hreinlega ekki að innheimta sekt­ irnar. Svo var það enn ein fréttatil­ kynningin um þjóðarhöll, sem spilar beint inn í HM­stemning­ una. Ágætt að láta vita af því að þetta sé á plani en stærsta alvöru fréttin væri nú sú að það hefði náðst að semja um kostn­ aðarskiptinguna. Ég skýt á að sá þáttur þessa verkefnis verði lang­ tímafrekastur.“n Fyrirvaralaust rafbyssuleyfi og þjóðarhöll Ætla að heilla dönsku þjóðina upp úr skónum Systurnar hafa gefið út þó nokkur lög og eru sann- kallaðir reynslu- boltar þrátt fyrir ungan aldur. Halldór Auðar Svansson v Til að taka þátt í leiknum þarft þú að 1) Finna PLAY flugvélina á flugi í Fréttablaðinu. 2) Segja okkur á hvaða blaðsíðu þú fannst PLAY flugvélina og skrá það á www.frettabladid.is/lifid/playleikur Fréttablaðið og PLAY ætla að bjóða heppnum lesanda Fréttablaðsins 100.000 króna gjafabréf frá PLAY í hverri viku fram að 11. febrúar. Finnur þú á flugi í Fréttablaðinu? 36 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 21. jAnúAR 2023 lAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.