Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 51
Við leggjum áherslu á að
þarna verði eingöngu að
finna greinar sem byggja á
faglegum og vísinda-
legum grunni og fjalla um
náttúruvernd í víðum
skilningi.
Sveinn Runólfsson, formaður VÍN
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að
senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Elsku móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Hallbjörg Gunnarsdóttir
Bebba
Hrafnistu Hafnarfirði,
lést 9. janúar. Útför hennar fer fram frá
Víðistaðakirkju þriðjudaginn 24. janúar klukkan 14.
Steinunn Ólafsdóttir
Gunnar Guðnason Guðrún Tryggvadóttir
Guðjón Guðnason Hafdís Ólafsdóttir
Grétar Guðnason
Guðni Guðnason Jenný Guðmundsdóttir
María Jóna Guðnadóttir Hallgrímur S. Þorvaldsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Okkar ástkæra
Sjöfn Steingrímsdóttir
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Siglufirði, 31. desember 2022.
Útförin hefur farið fram.
Þökkum samúð og hlýhug.
Erling Ísfjeld Magnússon
Guðrún Hjartardóttir
Grímur Hjartarson
Agnes Braga Bergsdóttir
og fjölskyldur
Elsku pabbi okkar, tengdapabbi,
afi og langafi,
Brynjólfur Sandholt
fv. yfirdýralæknir,
lést 18. janúar. Útförin fer fram frá
Áskirkju fimmtudaginn 26. janúar kl. 16.
Egill Sandholt Hrönn Steingrímsdóttir
Hildur Sandholt Sigurður Sigurðarson
Unnur Sandholt Bertel Ólafsson
Jón Atli Brynjólfsson Hjördís Rósa Halldórsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri
Steingrímur Waltersson
verður jarðsunginn frá
Grafarvogskirkju fimmtudaginn
26. janúar, klukkan 13.
Elín Rósa Finnbogadóttir
Kristbjörg Steingrímsdóttir Haraldur Ólafsson
Finnbogi Steingrímsson
Walter Hjartarson Kristbjörg Steingrímsdóttir
Gunnhild Ólafsdóttir
og systkini hins látna
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug vegna andláts og útfarar
ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
Helgu Þórdísar
Gunnarsdóttur
fyrrverandi talsímavarðar, Ísafirði.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólkinu á
hjúkrunarheimilunum Eyri, Ísafirði, og Bergi, Bolungarvík,
fyrir kærleiksríka og góða umönnun.
Björn Jóhannsson Kristín Álfhildur Bjarnad.
María Björk Jóhannsdóttir Benedikt Jónasson
Guðmundur Friðrik Jóhannsson Dagný Rósa Pétursdóttir
ömmubörn og langömmubörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Egill Harðarson
vélaverkfræðingur,
varð bráðkvaddur 8. desember.
Útför hans fer fram frá Langholtskirkju,
mánudaginn 23. janúar, kl. 11.
Axel Viðar Egilsson Katherine Anne Brenner
Ísabella Kæja Axelsdóttir
Pétur Már Egilsson Guðrún Helga Guðmundsdóttir
Ingólfur Ari Pétursson
Gréta Sól Pétursdóttir
Heiða Ósk Pétursdóttir
Eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Jón Sigurðsson
fv. ráðuneytisstjóri, síðar
framkvæmdastjóri Íslenska
járnblendifélagsins á Grundartanga,
lést á líknardeild Landakotsspítala þann
15. janúar sl. Útför hans fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 30. janúar kl. 15.00.
Bergljót Jónatansdóttir
Rósa Jónsdóttir Birgir Thorlacius
Sigurður Ingi Jónsson Linda Rán Úlfsdóttir
Lilja Sigrún Jónsdóttir Sveinn Víkingur Árnason
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Sigríður Ólafsdóttir
lést 12. janúar.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju
föstudaginn 27. janúar kl. 13.
Gunnar Gunnlaugsson Styrgerður Jóhannsdóttir
Ólafur Ágúst Gunnlaugsson Benedikta Theodórs
Arnbjörg Gunnlaugsdóttir Heiðar B. Björnsson
Reynir Gunnlaugsson Kristín Guðbrandsdóttir
Valur Gunnarsson
og ömmubörnin
Kær systir, mágkona og frænka,
Erla Guðbjörg Jónsdóttir
áður til heimilis á Hvolsvelli,
lést á hjúkrunarheimilinu
Mörkinni 12. janúar sl.
Útförin fer fram frá Áskirkju Reykjavík
þriðjudaginn 24. janúar kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ómar G. Jónsson
Vinir íslenskrar náttúru er félag
sem beitir sér fyrir náttúruvernd
armálum með sérstaka áherslu á
skaðleg áhrif ágengra tegunda.
arnartomas@frettabladid.is
Félagið Vinir íslenskrar náttúru (VÍN)
var stofnað haustið 2022 af um fjörutíu
manns sem eiga það sameiginlegt að
vilja vernda íslenska náttúru. Tilgangur
VÍN er að fjalla um náttúruverndarmál
líðandi stundar með áherslu á skaðleg
áhrif ágengra og framandi tegunda í
íslenskri náttúru.
„Þetta byrjaði raunverulega þegar
mörg okkar voru að vinna umsögn um
landsáætlun Skógræktarinnar,“ segir
Sveinn Runólfsson, formaður VÍN. „Það
voru um 18–20 aðilar sem skrifuðu mjög
vandaðar umsagnir um landsáætlunina
sem gerði ráð fyrir óheyrilega miklum
aukningum í ræktun, sérstaklega nytja
skóga. Þessir aðilar voru margir af okkar
færustu vísindamönnum í náttúruvernd
í víðtækum skilningi.“
Ógn stafafurunnar
Sveinn segir að margar og viðamiklar
athugasemdir hafi verið gerðar við
landsáætlunina.
„Þá fórum við að ræða saman hópur
inn og sömdum ítarlegar athugasemdir
til viðbótar sem við sendum til mat væla
ráðherra og kynntum síðar á formlegum
fundi,“ segir hann. „Þar lýstum við yfir
okkar áhyggjum af landsáætluninni
sem við töldum brjóta í bága við marga
alþjóðlega samninga og lög um nátt
úruvernd. Ráðherrann brást vel við og
lét semja nýja landsáætlun í landgræðslu
og skógrækt.“
Sem dæmi nefnir Sveinn að í auknum
mæli hafi verið mælst til að notast við
tegundir sem hópurinn telur ágengar, á
borð við stafafuruna.
„Upp af þessu spratt hugmyndin um
að gera okkar viðbrögð sýnilegri með
formlegum hætti og það endar með því
að við stofnum þetta félag,“ útskýrir
hann. „Við ætlum okkur að starfa áfram
á þessum vettvangi sem hópur og veita
bæði stofnunum og stjórnvöldum visst
aðhald þegar kemur að alþjóðlegum
samningum – að við stöndumst þá en
þverbrjótum þá ekki með svona við
brögðum.“
Frumskógahernaður
Á fimmtudaginn fór svo í loftið nýr
upplýsingavefur VÍN, natturuvinir.is,
þar sem verður að finna vísindagreinar
og umfjöllun um málefni sem viðkoma
náttúruvernd.
„Við leggjum áherslu á að þarna verði
eingöngu að finna greinar sem byggja
á faglegum og vísindalegum grunni og
fjalla um náttúruvernd í víðum skiln
ingi,“ segir Sveinn. „Við leggjum gríðar
lega áherslu á verndun líffræðilegrar
fjölbreytni. Skógræktin er okkur ósam
mála um að margar tegundir séu ágeng
ar því þær hafi ekki verið úrskurðaðar
ágengar á einhverjum listum stjórnvalda
en við teljum að allir sem fari um landið
okkar með opin augun hljóti að sjá að
tegundir eins og stafafuran eru að breið
ast mjög hratt út.“
Þá segir Sveinn að VÍN muni einn
ig beita sér fyrir að koma skikk á þann
frumskógahernað sem gildi nú um kol
efnisjöfnun.
„Okkur blöskrar hvað mörg fyrirtæki
eru að kosta miklum fjármunum til að
kaupa kolefniseiningar, sem í rauninni
eru ekki til, til að jafna sína eigin kol
efnislosun. Þarna er mál sem við viljum
meðal annars beita okkur fyrir.“ n
Náttúrvernd í víðum skilningi
Gagnrýnt er að algróið land með mikla líffræðilega fjölbreytni sé rist í sundur og ágengri tegund plantað. Mynd/Borgþór Magnússon
FréTTablaðið tímamót 2721. jaNúar 2023
LaUGaRDaGUR