Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 16
Maður verður bara að taka ákvörðun um það hvort maður ætli að gera hlutina og treysti sjálfum sér í það. En ég viðurkenni að þetta er krefjandi verkefni fyrir mig þótt ég sé með alla mína reynslu. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir er ýmsu vön þegar kemur að kastljósi fjölmiðla enda ólst hún upp í því ljósi. Hún segir þó nýjum lægðum hafa verið náð þegar fjölmiðlar birtu að hún ætti von á barni með nýjum manni, að henni forspurðri. Það er ansi margt breytt í lífi Jóhönnu sem nú tekst á við ný hlutverk í einka- lífi og á sviði. Ég get ekki gert börnunum mínum það að mæta í myndatöku þegar ég loksins kem heim í helgar- frí,“ segir Jóhanna þegar við tölum fyrst saman í síma með mögulegt viðtal í huga. Jóhanna hef ur undanfar na mánuði verið við æfingar á söng- leiknum Chicago sem frumsýndur verður um næstu helgi hjá Leikfélagi Akureyrar. Þar hefur hún því búið virka daga með yngsta barninu, átta mánaða gamalli dóttur sem fékk nafn móður sinnar, Jóhanna Guð- rún. Eldri börnin, sjö og þriggja ára, eru í góðum höndum sunnan heiða og helgarnar því eðli málsins sam- kvæmt helgaðar samveru móður og barna. „Elsta stelpan er byrjuð í skóla svo það var ekki hægt að fara með þau öll norður. Ég flýg heim á föstu- dögum og er með þeim um helgar og sem betur fer er stór her af fólki í kringum mig. En þau verða fegin að fá mömmu sína alveg til baka,“ segir Jóhanna sem sér nú fyrir endann á æfingaferlinu og þá snýst rútínan við og hún flýgur norður um helgar til að sýna. „Þá tek ég bara djúníor með,“ segir hún og á við yngstu dótturina sem hjalar í fangi hennar á meðan við tölum saman. „Hún er svo lítil að hún þarf að fá að vera með.“ Við látum þetta ganga Jóhanna er í sambúð með Ólafi Frið- riki Ólafssyni og eiga þau dótturina saman. „Hann hefur líka verið með mér hér og tekið vinnuna með. Ég hefði síður viljað vera alveg ein, en þau hafa verið ýmisleg púslin og við líka verið með yndislegar konur til að passa. Þetta hefur þó gengið ótrúlega vel.“ Dóttirin var nýfædd þegar Marta Nordal bauð Jóhönnu aðalhlut- verkið, voðakvendið Velmu, í upp- færslu hennar á Chicago. „Ég áttaði mig strax á því að þetta gæti orðið svolítið flókið. En ég er þekkt fyrir að vera pínu klikkuð þegar kemur að svona löguðu og hugsa bara: „Við látum þetta ganga.“ En ég fékk góðan stuðning og maðurinn minn var til í að koma með mér. Þannig hefur þetta gengið þó það sé svolítið kreisí að gera þetta.“ Aðspurð viðurkennir Jóhanna að áskorunin við að taka að sér svo stórt hlutverk stuttu eftir barneign sé falin í f leiru en að finna pössun. „Maður er pínu viðkvæmur svona með lítið barn. En mig langaði ótrú- lega til að prófa, enda virkilega djúsí hlutverk, það má eiginlega segja að þetta sé draumahlutverk. Þetta er verk sem flestir þekkja, skemmti- legur karakter og kastið er frábært, vel valinn maður á hverjum stað.“ Mikilvægt að ögra sér Jóhanna tók þátt í tónleikaupp- færslu á Evitu í Hörpu árið 2019 svo hún er ekki alveg nýgræðingur í söngleikjabransanum. „Munurinn er aftur á móti sá að þar voru allar senur sungnar svo ég gat notað söngreynslu mína. Í Chicago er mikið meira af leiknum senum sem er nýtt fyrir mér. Það var ástæðan fyrir því að mig langaði að taka þetta að mér, sem listamaður verður maður sífellt að ögra sér til að stækka og þarna sá ég tækifæri til þess. Þetta hefur svo sannarlega verið mikill skóli enda er ég í góðum félagsskap með reyndum leikurum.“ Jóhanna segist jafnvel vilja leika meira í framtíðinni. „Það væri gaman, þó ég myndi kannski vilja sleppa því að dröslast svona til Akureyrar en ef mér byðist eitt- hvað í bænum hefði ég áhuga á því – þetta er svona „level-up“. Ég elska auðvitað að dansa og syngja og það er mikið dansað í þessari sýningu og við með frábæra dansara.“ Hinn breski Lee Proud er dans- höfundur sýningarinnar en þau Jóhanna störfuðu einnig saman í Evitu. „Ég vissi því alveg að hverju ég gekk þar og að við myndum smella saman. Hann er mjög kröfuharður en ég hef dansað helling og er ekki hrædd við það. Maður verður bara að taka ákvörðun um það hvort maður ætli að gera hlutina og treysti sjálfum sér í það. En ég viðurkenni að þetta er krefjandi verkefni fyrir mig þótt ég sé með alla mína reynslu.“ Ósofin á æfingar Þegar æfingaferlið hófst var dóttirin hálfs árs gömul og er enn á brjósti. „Maður var alveg að fara ósofinn á æfingar eins og bara er þegar maður er með lítil börn. En ég held ég sé bara ekki týpan til að vera heima að baka. Mig dreymir um að vera þannig en ég bara er það ekki,“ segir Jóhanna og rifjar upp þegar hún var með soninn nýfæddan árið 2019. „Ég var þá að skutla eldri dóttur- inni í barnaafmæli með hann líka í bílnum og svo á leið beint á æfingu, þegar ég keyri fram hjá konu sem var á leið í sama afmæli með barna- vagn og eldra barn á röltinu. Þetta var svo notalegt að sjá og ég sem var að verða of sein á æfingu með bæði börnin í bílnum á algjörum hlaup- um, hugsaði með mér: Af hverju er ég ekki svona?“ segir hún og hlær. Þakklát foreldrum sínum Undanfarin ár hafa sannarlega verið viðburðarík í einkalífi Jóhönnu Guðrúnar en á sjö árum hefur hún eignast börnin sín þrjú, skilið við fyrri barnsföður sinn og tekið upp samband við þann síðari. „Ég mæli ekkert með því að gera þetta svona hratt en ég er líka ótrú- lega heppin. Mamma mín og pabbi eiga stóran þátt í því að ferill minn hefur verið eins og hann er. Þegar ég hef verið að koma fram hafa þau tekið börnin sem líður eins og heima hjá sér þar. Ég hefði aldrei viljað að börnin mín liðu fyrir það sem ég geri. Ég hef alltaf þakkað for- eldrum mínum fyrir þetta. Maður sér ýmislegt betur þegar maður sjálfur eignast börn, en þau voru góð í að spotta hæfileika okkar systkina og mamma sá strax tónlist- ina í mér og studdi mig í því.“ Foreldrar Jóhönnu Guðrúnar hafa sannarlega verið henni stoð og stytta, allt frá því ferill hennar hófst á barnsaldri. „Ég á tvo eldri bræður sem eru geggjaðir. Það er þó enginn nema ég í þessum bransa í fjölskyld- Ekki hægt að fá allt og fórna engu Stórar breyt- ingar hafa orðið á lífi Jóhönnu Guðrúnar sem nú tekst á við ný hlutverk bæði í einkalífi og á sviði. Mynd/Saga Sig Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is 16 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 21. jAnúAR 2023 lAUgARDAgUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.