Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 21.01.2023, Blaðsíða 23
Starf bókara í matvælaráðuneyti Í matvælaráðuneytinu er laust til umsóknar starf bókara á skrif- stofu fjármála. Starfið lýtur að færslu bókhalds, afstemmingu og skýrslugerð ásamt ýmiskonar úrvinnslu úr bókhaldi. Undir skrifstofuna heyra mál sem lúta að rekstri ráðuneytisins, mannauðsmálum, skjalavistun og miðlun upplýsinga auk þess sem skrifstofan veitir fagskrifstofum ráðuneytisins stoðþjónustu. Þá fer skrifstofan með skiptingu á fjárhagsramma ráðuneytisins og annast framkvæmd og eftirfylgni fjárlaga. Helstu verkefni og ábyrgð Bókari hefur umsjón með bókhaldi matvælaráðuneytisins, en ráðuneytið notar Oracle viðskiptahugbúnað. Helstu verkefni eru merking og skráning reikninga sem og uppgjör og afstemming ýmis konar tengd bókhaldi. Þá sér bókari um móttöku og úrvinnslu reikninga sem berast rafrænt. Ennfremur hefur bókari samskipti við aðrar stofnanir og viðskiptavini varðandi bókhald og sinnir ýmsum verkefnum sem upp koma í daglegum rekstri. Hæfniskröfur • Menntun sem nýtist í starfi. • Reynsla og þekking af færslu bókhalds og afstemmingu nauðsynleg. • Góð kunnátta í töflureikni og færni í helstu notenda- forritum nauðsynleg. • Reynsla eða þekking á fjárhagskerfi ríkisins er kostur. • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð ásamt hæfileika og getu til að vinna hratt og vel undir álagi. Stjórnarráð Íslands Matvælaráðuneytið • Frumkvæði og metnaður til að sýna árangur í starfi. • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti. Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efna- hagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Starfsmenn ráðuneytisins starfa skv. kjarasamningum félags starfsmanna Stjórnarráðsins og Félags háskólamenntaðra starfs- manna Stjórnarráðsins eftir því sem við á. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum nr. 464/1996 sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Áhugasamir einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Starfshlutfall er 100%. Sótt er um starfið á starfatorg.is. Umsóknarfrestur er til og með 6. febrúar 2023. Nánari upplýsingar veitir Benedikt Árnason, ráðuneytisstjóri — benedikt.arnason@mar.is RÁÐNINGARRÁÐGJÖF RANNSÓKNIR Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri. Mest lesna atvinnublað Íslands* Atvinnublaðið Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Arna Rut Kristinsdóttir, arnarut@frettabladid.is 550 5621 *Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.