Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Side 25

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Side 25
23 en eignar nám í einstökum tilvikum á sér síðan stað með ákvörðun viðkomandi stjórnvalds hverju sinni. Sú ákvörðun sætir síðan fullum fetum endur skoðunarvaldi dómstóla.45 Almennar eignarnámsheimildir má flokka á nokkra vegu. Þýðing- ar mest er flokkun slíkra heimilda í annars vegar fortakslausar heimildir til eignarnáms við niðurnjörvuð lagaskilyrði.46 Sem dæmi um slíkt hefur verið nefnd 8. gr. laga nr. 113/1952 um lausn ítaka af jörðum og eins má segja að regla 5. tl. 2. mgr. 50. gr. skipulagslaga fari nærri að vera þessa eðlis, sbr. dóm Hæstaréttar frá 6. mars 2003 í máli nr. 444/2002 (Smiðjuvegur), sem nánar verður vikið að síðar. Hins vegar er miklu mun algengara að almennar eignarnámsheimildir séu undirorpnar túlkun lagaskilyrða og mati viðkomandi stjórnvalds.47 Sem dæmi má nefna áðurgreinda 70. gr. fjarskiptalaga þar sem ráðherra er veitt heimild til töku ákvörðunar um eignarnám sé fjarskiptafyrirtæki nauðsynlegt að tryggja sér land, lóð eða aðra eign í sambandi við lagningu eða rekstur almennra fjarskiptavirkja. Jafnframt má nefna fyrrnefnda 23. gr. raforkulaga þar sem ráðherra er veitt heimild til eignarnáms nái fyrirtæki ekki samkomulagi við landeiganda eða eiganda orkulinda vegna framkvæmda á grundvelli laganna. Sem 45 Enn verður þó að gera þann fyrirvara að sú endurskoðunarheimild kann að sæta takmörkunum með hliðsjón af sérfræðilegu mati sem fram fer á vettvangi viðkomandi stjórnvalds, sbr. til skýringa eftirfarandi ummæli í forsendum Hæstaréttar í dómi Hæstaréttar frá 5. nóvember 2015 í máli nr. 173/2015 (Hestamannafélagið Funi): „Bæði hafa Eyjafjarðarsveit með fyrrgreindu aðalskipulagi og vegamálastjóri í tillögu til ráðherra 20. ágúst 2009 byggt á því að nauðsynlegt sé að leggja sérstakan reiðstíg inn Eyjafjörð til að tryggja umferðaröryggi, jafnt fyrir ökumenn bifreiða og hestamenn. Ekki eru efni til að hnekkja þessu mati á því að almenningsþörf sé að þessu leyti fyrir hendi til að skerða eignarréttindi stefndu“ [áherslubreyting höfunda]. Þessar forsendur verður að skilja með þeim hætti að mat á umferðaröryggi sé eftirlátið viðkomandi stjórnvöldum, enda hafi verið staðið málefnalega að því mati. 46 Gaukur Jörundsson: Eignaréttur, bls. 88. 47 Raunar má flokka almennar eignarnámsheimildir með enn öðrum hætti í annars vegar þær heimildir sem heimila eignarnám vegna tiltekinna framkvæmda og hins vegar heimildir þar sem eignarnám er almennt heimilað vegna tiltekinnar aðstöðu, svo sem vegna skipulags, vegagerðar, auðlindanýtingar o.s.frv. Er síðarnefnda tilhögunin sú sem yfirleitt er um að ræða en sem dæmi um fyrrnefndu tilhögunina má nefna 7. gr. laga nr. 80/1966 sem á sínum tíma voru sett um gerð kísilgúrverksmiðju við Mývatn en þar sagði: „Krefjist framkvæmd 1. gr. kaupa á jarðnæði og annarri aðstöðu í eigu annarra en ríkisins, án þess að samningar náist um kaup þessara réttinda, skal ríkisstjórninni heimilt að taka þau eignarnámi gegn bótum eftir mati óvilhallra manna.“ Raunar er flokkun af þessu tagi ekki allskostar einhlít. Þannig má velta því fyrir sér með hliðsjón af þessu hvort að eignarnámsheimildin í 4. gr. laga nr. 66/2008 um Landeyjarhöfn falli í flokk sérstakrar eignarnámsheimildar ellegar almennrar eignarnámsheimildar í þágu lögákveðinnar framkvæmdar. Sama má raunar segja um fyrirmæli síðari málsliðar 5. gr. laga nr. 45/1990 um vegtengingu um utanverðan Hvalfjörð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.