Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Qupperneq 37

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Qupperneq 37
35 leyti ekki tilefni til að fjalla sérstaklega í grein þessari, enda ræðst réttarstaðan þar að lútandi af hefðbundinni túlkun reglna stjórn- sýsluréttarins þar sem II. kafli stjórnsýslulaga skiptir lykilmáli varðandi þær kröfur sem gerðar verða til sérstaks hæfis þess stjórnvalds sem ákvörðun hefur tekið um eignarnám.65 c) Undirbúningur og málsmeðferð vegna ákvörðunar um eignarnám Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu mikilvægur undirbún- ingur eignarnámsákvörðunar er af hálfu þess stjórnvalds sem fer með ákvörðunarvald. Þýðingarmestur reynist undirbúningur í tilviki matskenndra eignarnámsákvarðana þar sem það er lykilatriði að mál hafi verið nægilega upplýst og öll sjónarmið eignarnámsþola skilað sér áður en stjórnvaldið bregður málinu undir þá efnislegu mælikvarða sem nánar verður fjallað um í framhaldinu. i) Rannsóknarreglan Með 10. gr. stjórnsýslulaga er undirbúningur eignarnámsákvörðunar varðaður þeirri ófrávíkjanlegu kröfu að málið sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því. Þannig ber stjórnvaldinu að eigin frumkvæði að tryggja að fyrir liggi þær upplýsingar, sem þörf er á, til þess að unnt sé að taka afstöðu til þess hvort skilyrðum eignarnáms sé fullnægt. Þess finnast nokkur dæmi að meint brot á rannsóknarreglu hafi komið til álita við mat á gildi eignarnámsákvörðunar, en á slíkum meinbug á eignarnámsákvörðun er iðulega byggt. Í dómi Hæstaréttar frá 18. maí 2006 í máli nr. 511/2005 (Gullver), byggði eignarnámsþoli á því að brotið hefði verið gegn 10. gr. stjórnsýslulaga með því að málið hefði ekki verið nægilega upplýst áður en ákvörðun var tekin um eignarnám þar sem fyrirsvarsmaður Landssímans hefði aldrei rætt við hann og að Landssíminn hefði ranglega fullyrt að viðræður hefðu farið fram milli aðila. Um þetta segir svo í héraðsdómi, sem sýnist hafa verið staðfestur með vísan til forsendna í Hæstarétti hvað þann þátt málsins varðar: „Eins og fram er komið greinir aðila á um það hvort samningaleið hafi verið fullreynd. Stjórnarformaður stefnda, Landssíma Íslands hf., svaraði ekki 65 Um nánara mat á hæfi stjórnvalds til að taka ákvörðun um eignarnám vísast til umfjöllunar um vanhæfisástæður 3. gr. stjórnsýslulaga á bls. 517-836 í riti Páls Hreinssonar: Hæfisreglur stjórnsýslulaga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.