Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Side 42

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Side 42
40 Í dómi Hæstaréttar frá 18. maí 2006 í máli nr. 511/2005 (Gullver) reyndi á skýrleikakröfuna. Sérstaklega var vísað til þess af eignarnámsþola að óljóst væri hver hin eignarnumdu verðmæti væru þannig að ókleift væri að afmarka þau og hvað þá leggja mat á verðmæti þeirra. Ekki var fallist á þetta og sagði í héraðsdómi, sem var að þessu leyti staðfestur með vísan til forsendna: „Telja verður að ekki geti verið vafa undirorpið hvar hið umrædda fjarskipta- mastur er staðsett á lóð stefnanda. Eignarnámsheimildin nær til og afmarkast af 12x12 metra reit út frá miðju mastursins auk 2 metra breiðrar lagnaleiðar. Telja verður að nægilega sé skilgreint í ákvörðun samgönguráðuneytisins til hvaða reits eignarnámsheimildin nær þannig að ekki eigi að vera vand- kvæðum bundið að afmarka þá.“ Viðmið um skýrleika voru svo með ákveðnum hætti dregin saman í dómi Hæstaréttar frá 6. desember 2012 í máli nr. 329/2012 (Útlaginn). Þar var staðfest sú forsenda héraðsdóms að eignarnámsákvörðun hefði verið nægilega skýr hvað stærð hins eignarnumda lands varðaði, enda yrði ráðið af gögnum málsins að það hefði ekki verið vandkvæðum bundið fyrir eignarnámsþola að gera sér grein fyrir um hvaða land hafi verið að ræða. Áherslan er þannig lögð á skýrleika út frá sjónarhorni eignarnámsþolans og hvað honum má vera ljóst um andlag eignarnáms með hliðsjón af þeim aðstæðum sem uppi eru. 4.3 Efnislegt mat stjórnvalds ­ almenningsþörfin Í skilyrði 72. gr. stjórnarskrárinnar um að almenningsþörf krefji felst að eignarnám verður að vera nauðsynlegt vegna þeirrar framkvæmdar eða starfsemi sem löggjafinn hefur áður ákveðið að sé það mikilvæg að eignarnám geti verið réttlætanlegt. Þannig fellur það í hlut þess stjórnvalds sem fer með ákvörðunarvald að meta hvort viðkomandi framkvæmd sé í samræmi við það markmið sem stefnt er að og hvort eignarnám sé nauðsynlegt til að ná því markmiði að teknu tilliti til aðstæðna. Í eftirfarandi umfjöllun verður sjónum fyrst beint að samspili almenningsþarfar og meðalhófs. Þá verður fjallað um tímasetningu eignarnámsákvörðunar og skyldu eignarnema til að leita samninga við eignarnámsþola en þessir tveir þættir tengjast óhjákvæmilega. Að því búnu verður fjallað um umfang eignarnáms hverju sinni. Í framhaldi af því verður sjónum beint sérstaklega að áhrifum meðalhófsreglu á val á milli mismunandi kosta við framkvæmd. Þessir þættir tengjast allir órjúfanlega og koma eftir atvikum samtímis til skoðunar við töku eignarnámsákvörðunar. Flokkun sem þessi er því alls ekki einhlít.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.