Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Qupperneq 61

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Qupperneq 61
59 enda getur áðurgreind valkostaskýrsla Landsnets hf. sem kynnt var í október 2016 hvorki samkvæmt grundvelli sínum, efni né tilgangi bætt þar úr.“ [áherslubreyting höfunda] Í málinu sem varðaði Kröflulínu er lagt til grundvallar að unnt sé að bæta úr annmörkum á skoðun valkosta við umhverfismat, sbr. lög nr. 106/2000, með gögnum sem er aflað á síðari stigum. Þetta samræmist vart niðurstöðu Hæstaréttar vegna framkvæmdaleyfis Suðurnesjalínu 2 þar sem því virðist slegið föstu að ekki sé unnt að bæta úr slíkum annmarka með síðar tilkominni skoðun valkosta. Sýnist ekki óvarlegt að gagnálykta frá afdráttarlausum forsendum dómsins á þann hátt að einungis verði úr bætt með nýju mati á umhverfis áhrifum. Engin augljós skýring er á þessum mismunandi niðurstöðum, en þess ber þó að geta að í tilviki Suðurnesjalínu höfðu allar ákvarðanir stjórnvalda þegar verið teknar þegar málið kom fyrir dóm. Efnislega stendur jafnframt eftir sá munur að þeir dómar Hæstaréttar sem vörðuðu stjórnvaldsákvarðanir vegna Suðurnesjalínu 2 réðust allir af þeirri forsendu að raunhæfir valkostir hefðu ekki verið skoðaðir við umhverfismat. Sama afstaða sýnist í raun lögð til grundvallar í málinu vegna Kröflulínu þar sem tekið var fram að „með réttu lagi“ hefði rannsóknin átt að vera hluti af samanburði á valkostum við umhverfismat. Allt að einu var stjórnvaldinu í því tilviki heimilað að „stytta sér leið“ með því að sýna fram á það með frekari sönnunarfærslu, sem varðaði í raun ekki umhverfisáhrif, að lagning línunna í jörðu væri ekki raunhæfur kostur. Meðalhófsreglan hefur þannig rík áhrif á umfang rann sóknar- reglunnar samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga. Í eldri dóma framkvæmd hefur meðalhófsreglan ekki verið tengd rannsóknarreglunni með sambærilegum hætti. Það má þó ekki túlka á þann veg að í eldri dómum hafi rannsókn undir öllum kringumstæðum verið talin fullnægjandi. Allt að einu felst í yngri dómum ný áhersla, sem felur í sér auknar kröfur til rannsóknar og undirbúnings framkvæmdar aðilans, og hefur þessi þáttur sjálfstæð áhrif á mat á meðalhófi í stjórnskipulegum skilningi.83 83 Um annað dæmi þýðingar rannsóknarreglu fyrir gildi stjórnvaldsákvörðunar má á ný vísa til dóms Hæstaréttar frá 11. febrúar 2016 í máli nr. 411/2015 (Varnargarður við Þórólfsfell) þar sem reyndi á gildi framkvæmdaleyfis vegna gerðar varnargarðs. Þar var ákvörðun um leyfisveitingu ógilt þegar á grundvelli ófullkominnar rannsóknar án þess að það reyndi á meðalhóf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.