Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Síða 64

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Síða 64
62 um eignarnám. Fjallað er um samspil almenningsþarfar og meðalhófs. Jafnframt er grein gerð fyrir þeim þáttum sem líta ber til við töku ákvörðunar og lúta að tímasetningu eignarnámsákvörðunar og skyldu eignarnema til að leita samninga við eignarnámsþola, en þessir þættir tengjast. Þá er fjallað um umfang eignarnáms með hliðsjón af stærð hins eignarnumda og eðli þeirra réttinda sem tekin eru eignarnámi. Eðli málsins samkvæmt er stjórnskipulegt meðalhóf í lykilhlutverki við mat á öllum þessum þáttum, en auk þess er í lok fjórða kafla fjallað sérstaklega um þýðingu meðalhófs við val á leiðum vegna tiltekinnar framkvæmdar. Þar er sjónum beint að útfærslu framkvæmdar sem tekin hefur verið ákvörðun um að ráðast í eignarnám vegna á grundvelli almannahagsmuna. Í því sambandi eru reifaðir dómar Hæstaréttar sem tengjast vali á framkvæmdarkostum, en þeir benda til þess að allmikil þróun hafi átt sér stað í dómaframkvæmd við beitingu stjórnskipulegs meðalhófs þegar mismunandi leiðir geta náð markmiði framkvæmdar. 5.2 Helstu niðurstöður Það sem helst vekur athygli og kallar eftir atvikum á úrbætur í laga- og stjórnsýsluframkvæmd má draga saman með eftirfarandi hætti. Í fyrsta lagi er þýðingarmikið að eignarnámsheimild sé eins skýr og fyrirvaralaus og kostur er. Það á meðal annars við um andlag eignarnáms, hver hefur ákvörðunarvald og aðdraganda ákvörðunar. Rakin hafa verið dæmi úr löggjöf þar sem misbrestur er á því og má nefna í því sambandi eignarnámsheimildir VII. kafla vegalaga nr. 80/2007, 15. gr. laga nr. 36/1993 um kirkjugarða og 23. gr. raforkulaga nr. 65/2003. Um leið og brestur á skýrleika eignarnámsheimildar kallar slíkt á vafa við túlkun og frekari vandkvæði. Sem dæmi um mjög skýra eignarnámsheimild má á hinn bóginn nefna til sögunnar 2. mgr. 50. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Það er þó vandrataður meðalvegur því jafnframt hefur verið bent á að of nákvæm útfærsla á andlagi eignarnámsins getur leitt til túlkunarvandræða og mögulegrar gagn- ályktunar með þeim hætti að eignarnámið nái ekki því markmiði sem stefnt var að við setningu löggjafarinnar. Fyrrnefnd 23. gr. raforkulaga er dæmi um slíkt. Í öðru lagi hefur verið bent á að það fari ekki vel á því, einkum með hliðsjón af réttaröryggissjónarmiðum, að eignarnema sé sjálfum heimilað ákvörðunarvald um eignarnám eins og til að mynda er gert í vegalögum. Það blasir við að réttast er út frá hagsmunum allra
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.