Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Side 65

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Side 65
63 viðkomandi að slík ákvörðun sé tekin af öðru stjórnvaldi sem hefur ekki umsjón með þeirri framkvæmd sem um ræðir. Eins og staðan er hér á landi er ákvörðunarvald í flestum tilvikum á hendi þess ráðherra sem fer með viðkomandi málaflokk. Hins vegar mætti hugsa sér aðra skipan mála, svo sem að sjálfstætt stjórnvald sem yrði sett á fót með lögum færi með ákvörðunarvald þegar leitað er eignarnáms. Í þriðja lagi hefur verið bent á þá þróun síðasta aldarfjórðunginn að dómstólar túlka vald sitt til efnislegrar endurskoðunar með æ rýmri hætti. Skýrasta dæmið um tvíþætt mat, sem bæði tekur til lagaheimildarinnar sem slíkrar sem og ákvörðunar í viðkomandi tilviki, er að finna í dómi Hæstaréttar frá 15. nóvember 2012 í máli nr. 60/2012 (Hverfisgata). Þá má t.d. sjá af nýlegum dómum um eignarnám að sá hluti eignarnámsákvörðunar stjórnvalda sem er undanskilinn endur- skoðunarvaldi dómstóla er afar takmarkaður, sbr. dóma Hæstaréttar frá 5. nóvember 2015 í máli nr. 173/2015 (Hestamannafélagið Funi) og 12. maí 2016 í málum nr. 511, 512, 513 og 541/2015 (Suðurnesjalína 2). Í fjórða lagi hefur verið tekið til skoðunar hvernig túlka beri skilyrði 72. gr. stjórnarskrárinnar um almenningsþörf og hvort í því felist að framkvæmd verði að þjóna almenningi í víðtækri merkingu. Niður- staðan varð sú að matið á almenningsþörf sé alltaf atviksbundið og að fyrirfram séu ekki takmörk af þessu tagi. Þannig má nefna tilvik þar sem eignarnám sýnist þjóna tilteknum aðila eða afmörkuðum hópi, en undirliggjandi hagsmunir eru almennir og þjóna fleirum. Sem dæmi má nefna dóm Hæstaréttar frá 15. október 2015 i máli nr. 306/2015 (Umferðarréttur við Laugaveg II). Á hinn bóginn má leiða líkur að því að matið sjálft sé aldrei strangara en í slíkum tilvikum, sbr. dóm Hæstaréttar frá 5. nóvember 2015 í máli nr. 173/2015 (Hestamannafélagið Funi) þar sem eignarnámið laut að gerð reiðvegar sem augljóslega þjónaði hagsmunum afmarkaðs hóps öndvert við hið almenna vegakerfi landsins. Í fimmta lagi hefur verið gerð grein fyrir því að lagaumgjörð sem felst í lögum nr. 11/1973 um framkvæmd eignarnáms sé barn síns tíma. Lögin voru sett 20 árum fyrir setningu stjórnsýslulaga og taka í engu mið af þeim grundvelli sem þau hafa markað allri stjórnsýsluframkvæmd. Til að mynda er ekkert tillit tekið til þeirrar staðreyndar að framkvæmdir sem krefjast eignarnáms þurfa að sæta ýmis konar lögbundnum undirbúningi og ákvarðanatöku annarri en eignarnámsákvörðuninni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.