Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Qupperneq 91

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Qupperneq 91
89 að geta falið í sér sjálfstæða refsiverða háttsemi samkvæmt öðrum ákvæðum almennra hegningarlaga, þ.e. líkamlegt ofbeldi, hótanir, frelsissvipting og nauðung. Refsinæmi ákvæðisins er þó ekki bundið því skilyrði að verknaðaraðferðin, sem beitt er við að ógna lífi, heilsu eða velferð þolandans, geti í eðli sínu falið í sér refsiverða háttsemi samkvæmt hegningarlögunum. Í greinargerð er þetta útskýrt nánar:46 Ofbeldi í nánum samböndum getur [...] birst á fleiri vegu, svo sem í félagslegu ofbeldi þar sem þolandi er einangraður frá fjölskyldu og vinum og jafnvel komið í veg fyrir að hann geti sótt skóla eða vinnu; andlegu ofbeldi þar sem er beitt grófum og endurteknum uppnefnum, niðurlægingu og ásökunum; fjárhagslegu ofbeldi þar sem gerandi sviptir eða takmarkar aðgang þolanda að fjármunum eða skammtar fjármuni svo naumt að þolandi þurfi að niðurlægja sig til að biðja um meira eða líði skort; minni háttar og ítrekaðar hótanir sem beinast hvort sem er að þolanda eða öðrum honum nákomnum og svo mætti áfram telja. Í þessu ljósi er lagt til að refsinæmi ákvæðisins verði ekki bundið við verknaði sem nú þegar geta falið í sér refsiverða háttsemi samkvæmt almennum hegningarlögum, heldur taki það jafnframt til þess ef lífi, heilsu eða velferð þolanda er ógnað á annan hátt sem ekki getur falið í sér sjálfstæða refsiverða háttsemi samkvæmt gildandi lögum. Ákvæði 218. gr. b verður ekki beitt samhliða öðrum ákvæðum hegn- ingar laganna, eins og 217. eða 218. gr. (líkamsmeiðingar), 1. mgr. 225. gr. (nauðung), 1. mgr. 226. gr. (frelsissvipting) eða 233. gr. (hótanir), þegar refsiverð háttsemi er þáttur í broti gegn 218. gr. b. Taka refsimörk ákvæðisins mið af því. Hugsanlegt er að beita 218. gr. b samhliða öðrum ákvæðum hegningarlaganna ef þau mæla fyrir um hærri refsimörk eða varða kynferðisbrot, eins og t.d. 194. gr. (nauðgun). c) Brotaþolar Í 1. mgr. 218. gr. b er talinn upp kjarni þess hóps sem ákvæðinu er ætlað vernda. Það eru a) núverandi og fyrrverandi maki, b) núverandi og fyrrverandi sambúðaraðili, c) niðjar, d) niðjar núverandi og fyrrverandi maka, e) áar og f) aðrir, sem búa með geranda á heimili eða eru í hans umsjá. Í greinargerð eru systkini, fósturforeldrar og fósturbörn talin upp sem dæmi um „aðra, sem búa með geranda á heimili eða eru í hans umsjá“ og jafnframt er tekið fram að „sambúðarmaki“ verði ekki túlkað svo þröngt að nauðsynlegt sé að sambúð hafi formlega verið skráð hjá yfirvöldum svo hann falli undir vernd ákvæðisins.47 46 Skýringar með 4. gr. 47 Sjá skýringar með 4. gr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.