Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Page 2

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Page 2
Þakkarverðar þýðingar Axel Thorsteinson rithöfundur heldur áfram að gefa út í bókar- formi þýðingar sínar af völdum erlendum smásögmn. I fyrra kom út nýtt bindi þeirra (Sögusafn Rökkurs III), en það er Bókaútgáfan Rökkur í Reykjavík, sem stendur að útgáfuxmi. Má í þvi sambandi á það minna, að Axel hóf útgáfu tímaritsins Rökkurs í Winnipeg 1922, á þeim árum, er hann dvaldi vestan hafs. Hefir hann síðan haldið tryggð sinni við okkur Vestur-fslendinga, og skilur vel og metur við- leitni okkar til varðveizlu íslenzkrar tungu og annarra ættar- og menn- ingarerfða okkar vestan hafs. Þetta nýja bindi þýðingasafnsins nefnist Paul Busson: Skotið á heiöinni og sögur eftir aðra kunna höfunda (Sögur dulræns eðlis). Upphafsþýðing safnsins er hún dregur nafn af, kom upprunalega í MorgunblaSinu, en hinar flestar í Rökkri. Ekki er það orðum aukið, þegar sagt er í bókarheitinu, að sögur þessar séu eftir kurma höfunda, því að þeir hafa allir getið sér frægðarorð í heimalöndum sínum, og margir víðar um lönd. Mun þeirra kunnastur franski rithöfundurinn Anatole France, er hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels 1921. Sögur þessar eiga það sameiginlegt, að þær eru dulræns efnis, en samtímis tilbreytingaríkar og bera því allar glöggt merki, að þar halda á pennanum höfundar sem kunna vel til síns verks um sérstætt efnis- val og túlkun þess, og um sambærilega frásagnoarsnilld. Þær tala þvi til hins almenna lesanda og njóta sín vel í þýðingunni, þar sem saman fara lipurð í máli og smekkvísi. En Axel hefir eigi aðeins þýtt á íslenzku fjölda prýðilegra smá- agna, heldur einnig athyglisverðar skáldsögur, og er þeirra merkust skáldsagan Eigi má sköpun renna eftir ameríska rithöfundinn Harvey Ferguson. Er hún á titilblaðinu réttilega nefnd „Amerísk verðlauna- saga“, og því til staðfestingar fer þýðandinn um hana þessum orðum í forspjalli sinu: Framhald á 3. kápusíðu

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.