Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Blaðsíða 7

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Blaðsíða 7
5 gengið. Tynwold er sama orð og Þingvöllur, sem er brúikað um hól, sem stendur á vellinum og er lögberg þeirra Manarbúa. (Ég kom tví- vegis á þingstaðinn og var mér sagt, að hóllinn væri oft kallaður „the law mountain“ (lagafjallið eða lögberg), en völlurinn Tynwold. A.Th.) Þingmenn neðri deildar Manarþings (The House of Keys) eru goð- arnir sem skipa lögréttu. Var hún áður í heiðnu hofi en nú sitja þeir, tvær tylftir manna (á öxarárþingi voru fjórar tylftir manna í lög- réttunni) í kórnum í St. John’s Chapel. Úr hofi þessu ganga þeir hátíðisgöngu til lögbergs og er það lögbergsganga eða dómaútfærslan á Öxarárþingi. VirSist þetta allt vera meS sama sniÖi og var viS öxará. f fararbroddi gengu jarl (govemor) og biskup, þá tveir deem- sters (dómstjórar) og em þeir lögsögumenn. Víkur því svo við, að í fyrndinni voru tvö þing á Mön og sinn lögsögumaðurinn í hvoru. Var þeim svo steypt saman, en lögsögumenn hafðir tveir eftir, sem áður. Þá gengur næst efri deild (The Council) og síðan neðri deild“. . . . „geymdu í minni öll Manarlög.“ „Þegar við Caine komum á Þingvöll voru þar fyrir margar þús- undir manna. Var þar reist tjald við tjald, en fánar blöktu við. Mikill ys var og þys milli búðanna, og þótti mér um stund sem alþingi hið forna væri risið upp úr gröf sinni, þó ekki bæri á hinum dýrlegu furðuverkmn, sem náttúran hefir reist við öxará. Manarþing er jafn- gamalt alþingi. Það var stofnað á dögum Orry (Orra) konungs á 10. öld. Merkilegt má heita, áð lögsögumenn (deemsters) geymdu í minni sínu öll Manarlög og ritu'Su ekki einn lagastaf fyrr en á 15. öld. Líkt var hjá oss fslendingum til hér um bil 1120, en Manarbúar héldu lengur en vér fomum venjum. Lögin voru kölluð „breastlaws“, brjóst- lög, meðan þau voru órituð og geymd í brjósti lögsögumannsins.“ (Lög, sem varða Mön, eru lesin upp á lögbergi enn í dag, bæði á ensku og máli eyjarskeggja, Manx, sem er keltneskt mál og skylt írsku og taka slík lög ekki gildi fyrr en þau hafa verið lesin upp á þingi og undirrituð af jarlinum (governor eða landshöfðingjanum). „Engir hafa sœti á lögbergi nema jarl og biskup. Lögsögumenn standa þar uppi og les hinn eldri þeirra upp lög þau, sem stjórnin hefir samþykkt, og frumvörp þau, sem leggja á fyrir þingið, hátt og skýrt, á enska tungu í heyranda hljóði. Síðan les sýslumaður hins elzta skeiðarþings, allt hið sama á Manarmállýzku. Að þessu loknu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.