Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Síða 17
15
fárra daga kynni að ræða. Mér var mikil ánægja að því, að kynnast
hinum áströlsku heiðurskonum, sem sögðu mér margt frá ferðum sín-
um, og heimaranni í Sidney hæði er við neyttum máltíða saman, eða
á rabbstundum í setustofimni.
Á kvöldgöngu í Douglas.
Fyrsta kvöldinu í Douglas fannst mér ég ekki geta betur verið en
að kynnast bænum lítið eitt. Fór ég í kvöldgöngu og gekk eftir breið-
strætimum endilöngum, en þar var margt um manninn á göngu eða
menn sátu við borð fyrir framan gistihúsin og veitingastofumar til
þess að hvílast, njóta góðviðrisins, og horfa á mannlífið — og fá sér
eitthvað til hressingar, áður en í háttinn væri farið. Furðu margt var
af rosknu og jafnvel öldnu fólki, en líka talsvert af ungu fólki, nægi-
lega margt til þess að lífga eilítið upp á tilveruna. Hlýtt var í veðri
og það eins eftir að sól var hnigin til víðar. Létt kvöldgola lék um
vanga. Allt gerði þetta kvöldgönguna hina ánægjulegustu.
Kynni mín fyrsta daginn á Mön voru góð að öllu leyti og ég hugs-
aði gott til daganna framundan, ef góðviðrið héldist.
Mön er lítil eyja, en margt þar girnilegt.
Það er sannarlega ekki einvörðungu vegna sögulegra tengsla, sem
fslendingum ætti að þykja Mön forvitnileg, svo margt hefir hún upp
á að bjóða, fagra og skemmtilega staði, m.a., auk þess alls, sem ber
menningarlegri ræktarsemi vitni. Mér virðist, í stuttu máli, að þar sé
allt það að hafa, auk hins sögu- og menningarlega, sem menn sækjast
eftir á sumardvalarstöðum. Skilyrðin til að njóta sólar og sjávar eru
nær hvarvetna á vogskornum ströndum, þar sem yfirleitt er rúmt um
fólk, en alkunna er hver þrengsli eru á hinum stóru, fjölsóttu bað-
stöðum á Bretlandi og á meginlandinu, og sums staðar svo, að vart
er hægt að segja, að menn hafi olnbogarúm hásumartímann. Og yfir-
leitt er allt með hóflegri og kyrrlátri blæ en víðast annars staðar.
Eyjan er mjög vogskorin, eins og áður var getið, hæðir mýmargar
og fjöll, sem eru fögur, þó fæst gnæfi hátt. Hæsti tindur er 1800
metrar, lengd eyjunnar er um 53 km og mesta breidd tæpir 20 km.
Víða ganga sérkennilegir höfðar í sjó fram, og eru til mikils fegurðar-