Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Page 24

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Page 24
„Þokan“, sem eyddist Nokkur atri'Öi varÖandi útgáfu á verkum Steingríms Thorsteinssonar I. Sumt af því, sem fram kemur í þessari grein minni, hefi ég lengi haft í huga og áformað að gera nokkra grein fyrir því, ef mér þættu sérstakar ástæður réttlæta það. Ber allmargt til. f fyrsta lagi hefi ég verið riðinn við útgáfu á allmörgum af verkum föður míns á allmörg- um undangengnum áratugum og ýmsu kunnur, sem engin ástæða er til að láta fymast yfir. f öðru lagi hefi ég gefið út smn þeirra sjálfur. í þriðja lagi hóf ég bókaútgáfu mína hér heima fyrir rúmlega hálfri öld, eða 1924, með útgáfu nokkurs hluta ljóðaþýðinga hans. Allmargar aðrar komu í kjölfarið, — hin síðasta 1970, — og þótt bókaútgáfa mín hafi alltaf verið í smáum stíl, og af litlu að státa, mun vart geta talizt nein goðgá, þótt á hana sé minnzt, af slíku tilefni. í fjórða lagi hefi ég haft umsjón með útgáfum á sumum verka hans, sem komu út á veg- um annarra, eða átt þar nokkurn hlut að. Tvær eða þrjár „athuga- semdir“ finn ég mig knúðan til þess að gera, og enn er þess að geta, að fyrir mér vakir að gera lítils háttar grein fyrir skoðimum, sem ég lét í ljós í blaðagrein árið 1946, en ég var þá, — og áður og síðar, — blaðamaður hjá dagblaðinu Vísi. Grein þessa nefndi ég „Og viti þaö öxin“ — en í hana tók ég upp þessar ljóðlínur Þorsteins Erlingssonar: „Og viti það öxin, sem viðar i mat, þær visna ekki greinarnar, þar sem hann sat — og brenna skal bóndinn þeim grænum“. Greinin var stutt, skrifuð af sérstöku tilefni, vegna ummæla í grein, sem birt var í Vísi, og til þess að andmæla skoðunum, sem þar komu fram, og hampað var allan tímann milli heimsstyrjaldanna, og lengur, aðallega af ófáum ungum menntamönnum, upprennandi eða tiltölulega nýbökuðum. Skoðanir þessar urðu grundvöllur fullyrðinga

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.