Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Side 27

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Side 27
25 komin kann þessi útgáfa að hafa verið af minni hálfu en í þessum bindum var verulegur hluti vinsælustu Ijóðaþýðinganna. Hún var snotur og handhæg, og var vel tekið af mætum mönnum á þeim tíma. Þetta safn ljóðaþýðinganna hefur verið ófáanlegt um áratugaskeið, eins og Axel og Nokkur IjóSmæli eftir Byron. Upplagið var 3500 eintök, og var það stórt upplag á þeim tíma. Upphaflega var það ætlun mín, að bindin yrðu þrjú, 12 arkir hvert, en af því gat eigi orðið, og stafaði það m.a. af fjárhagserfiðleikum og öðrum ástæðum, sem ég vík lítils háttar að. Ég hafði ekki fast starf um nokkurt skeið eftir heimkomu mína 1923, og varð að hafa ýmis járn í eldinum til þess að sjá fyrir heimili mínu, og gaf þá í 2-3 ár út blað, sem ég nefndi SunnudagsbláSiS, en í því (1926) birti ég fyrst ljóðaþýðingarnar, sem komu í II. b., en í sliku litlu blaði var það vitanlega takmörkunum háð, sem hægt var að birta af slíku efni, og ekki meira en reyndin varð. Ein ástæðan var sú, að nokkur ung, efnileg skáld á þeim tima voru farin að senda blað- inu ljóð til birtingar, Erla, Böðvar frá Hnífsdal o.fl., og það var öllu vel tekið frá þeim og blaðinu akkur í að fá Ijóð þessa ungs fólks til birtingar. Búm var nú ekki fyrir önnur ljóð en unga fólksins, en til þess að halda áfram ætlunarverki mínu, að gefa út sitthvað af ritum föður míns, fór ég að birta í blaðinu þýðingar eftir hann í óbundnu máli, þýðingar, sem hentuðu vel til birtingar í þvi að mínu mati, og ég gerði mér vonir um að almenningur kynni að meta. Þýðingarnar, sem komu í blaðinu, voru sérprentaðar í bókarformi (eins og Ljóðaþ. II). Þannig sparaðist útgáfukostnaður, og þessu gat ég haldið áfram fyrir mikla góðvild Páls Steingrímssonar, ritstjóra Vísis, eftir að ég varð fastur starfsmaður blaðs hans. Og svo voru takmörk fyrir því, hverju ég gat annað, jafnlangur og vinnudagur minn varð fljótlega, og bitnaði það, sem geta má nærri, á bókaútgáfunni og öðrum hugðar- efnum, — þetta var allt barningur, en ánægjan af vafstrinu óhlandin. Um endurprentunina á ljóðaþýðingunum í Ljóðaþ. I. og II. vil ég segja þetta: Þýðingarnar endurprentaði ég sumar úr Svanhvít, aðrar úr Byrons- ljóðmælunum, enn aðrar úr sönglagaheftum, m.a. Jónasar Helgasonar (sjá síðar um hann) og í þeim alveg vafalaust birtar eins og þær komu frá hendi föður míns. Ég hafði engin tök á öðru, eins og að- stæður mínar voru, en að taka söngljóðin beint úr sönglagaheftunum í alþýðlega útgáfu ljóðaþýðinganna, eins og þessi útgáfa min var, en

x

Rökkur : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.