Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Síða 34

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Síða 34
32 þýddum ljóðum skáldsins, með afburða vel rituðum inngangi, og í honum er sem varpað sé nýjum bjarma á það, sem hann hafði áður afburða vel gert minningu skáldsins til sæmdar. Með tilliti til þess, sem áður var sagt um stærð upplaga, og þess, sem ég tel vafalaust, að um myndarlegt upplag sé að ræða hjá Helga- felli, mun það vart skakka miklu, að upplög allra ljóðmæla skáldsins séu þar með komin hátt upp í eða yfir 20.000 eintök og þar af hefir verulegur hluti selzt á erfiSleika- og krepputíma, kreppu- og peninga- leysis tíma. Hníga því ekki sterk rök aS því, aS vinsælcLir Steingríms Thorsteinssonar sem IjóSskálds hafi aldrei dvinaS meS þjöSinni neitt líkt því og sumir menn hafa margt um sagt, einkum á erfiSleikatím- um milli heimsstyrjaldanna? Ég hefi alltaf verið jafn sannfærður um, að sú „þoka“, sem þeir voru valdir að, hafi í rauninni aldrei náð langt út yfir byggðir landsins, og gæti rökstutt það frekar en ég hefi áðm: gert og nú. Þessari „þoku“ létti, hún greiddist sundur, og það hefði trúlega, að mínu viti, gerzt með svipuðum hætti og þoku léttir í nátt- úrunnar ríki, hún hefði eyðzt, horfið, gleymzt fyrr eða síðar, en fyrir atbeina og áhrif góðra manna varð það fyrr en ella, og vildi ég fleiri geta, en ég áður nefndi en langur yrði listinn yfir nöfn þeirra, sem tendrað hafa blys sín til aukins skilnings á ljóðum skáldsins, allt frá því Þorsteinn Erlingsson skrifaði um ljóðmælin í Eimreiðina fyrir aldamót. Slíkur listi yrði of langur til birtingar hér, en álits þriggja manna til viðbótar vil ég geta, bæði vegna þess hvenœr þau komu fram, en vegna þess, að þau styðja það, sem ég hefi leyft mér að halda fram í þessu spjalli. Ólafur Hansson háskólakennari segir svo í ritdómi um fimmtu útgáfu ljóðmælanna (1958): „Það má leggja margskonar mælikvarða á ljóð. Einn er mælikvarði bókmenntafræðinga og fagurkera, annar alþýðu manna. Skáld, sem bókmenntafræðingar hafa oft ekki hossað hátt, hafa sungið sig inn í hjörtu fólksins og lifa þar kynslóð fram af kynslóð. Fá íslenzk ljóð- skáld lifa jafn góðu lífi meðal fólksins og Steingrímur Thorsteinsson. Fjölda mörg af ljóðum hans kann hvert mannsbarn: „Frjálst er í fjalla- sal,“ „öxar við ána“, „Nú er sumar“, „f birkilaut hvídi ég bakkan- um á“, og mörg fleiri. Steingrímur hefir í ljóðum sínum orðið lang- lífur í landinu. Oft hefir verið sagt, að rómantík hans væri orðin nútímanum framandi. En það er bara svo að þorri þjóðarinnar er í hjarta sínu rómantískur. Þessir söngvar um landið, þjóðina og ástina,

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.